Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 3
svarsmanna liðs í deildinni við Morgunblaðið og taldi að þrennt lægi til grundvallar fækkun hjá sínu liði. Í fyrsta lagi HM, í öðru lagi leiðinlegt veður og í þriðja lagi væri gengi liðsins ekki nógu gott. Á meðfylgjandi töflu má sjá hve dræm aðsóknin var á leikina í „HM-umferðunum“ þremur, átt- undu, níundu og tíundu umferð. Stuðningsmenn liðanna tóku við sér á ný í elleftu umferðinni þegar 995 manns mættu að meðaltali á leik. Hrun í Vestmannaeyjum Þegar aðsóknin til þessa í sumar er borin saman við síðasta ár kemur í ljós að tíu af tólf liðum deild- arinnar hafa tapað áhorfendum á milli ára. Stærsta sveiflan er í Vestmannaeyjum en þar liggur við að segja að aðsóknin hafi hrunið. Í fyrra mætti 981 að meðaltali á heimaleiki ÍBV en í ár eru þeir aðeins 570 á leik. David James hafði mikið aðdráttarafl í fyrra ásamt Hermanni Hreiðarssyni og brotthvarf þeirra hefur eflaust sitt að segja ásamt slæmu gengi ÍBV lengi vel í sumar. Uppsveifla í Keflavík Það eru hinsvegar Keflvíkingar sem hafa bætt mestu við sig en hjá þeim hefur meðalaðsókn auk- ist um 247 manns á leik frá því í fyrra. Annars er það bara Stjarnan sem hefur bætt lít- illega við aðsóknina frá síðasta tímabili. FH-ingar hafa tapað rúmlega 200 manns á leik miðað við síðasta ár, þrátt fyrir að þeir séu ósigr- aðir á toppi deildarinnar, Valsmenn hafa tapað 240 manns á leik og Íslandsmeistarar KR rúmlega 300 manns á leik. Hjá Val og KR spilar væntanlega að einhverju leyti inní að liðin léku fyrstu heimaleiki sína á Þróttarvellinum í Laugardal. Tveir undir fimm hundruð Aðsókn á tvo leiki í ár hefur farið niður fyrir fimm hundruð manns. Á leik Fjölnis og Fram sunnudaginn 15. júní mættu 468 áhorfendur og að- eins 404 sáu leik Breiðabliks og Þórs miðvikudag- inn 2. júlí. Síðarnefndi leikurinn fór fram á frídegi á HM og stuðningsmenn liðanna hafa því ekki sjónvarpsfótboltann sem afsökun í því tilviki. Á tveimur leikjum í sumar hefur aðsóknin farið yfir tvö þúsund manns. Á leik KR og Vals í fyrstu umferðinni mættu 2.128 áhorfendur og á leik KR og FH mættu 2.055 en báðir leikirnir fóru fram á Þróttarvellinum. Í fyrra sáu 2.975 manns heimaleik KR gegn FH í Vesturbænum. á íslensku liðunum eðaltali 2014 2007: 1.329 6: 89 2009: 1.029 2010: 1.205 2012: 1.034 972 Áhorfendafjöldi á leikjum í hverri umferð fyrir sig árið 2014 heildarfjöldi og meðaltal: 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 1Umferð: 8. 14 2 1. 35 7 85 3 1. 0 0 8 1. 23 6 89 5 1. 11 0 96 8 73 1 77 1 76 5 99 5 5. 12 0 6. 0 47 7. 41 3 5. 36 7 6 .6 57 5. 80 9 4. 38 4 4. 62 5 4. 59 2 5 .9 68 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 Heildarfjöldi Meðaltal ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2014 Við höfum ekkihaldið neina fundi um áfeng- isnotkun eða neitt slíkt og umræða um að við séum eitthvert fyll- irísfélag er ekki rétt,“ sagði Indr- iði Sigurðsson, fyrirliði norska knattspyrnuliðsins Viking, í samtali við mbl.is í gær um fréttaflutning norskra fjölmiðla um meinta óreglu innan liðsins.    Sænski knattspyrnumaðurinnIsak Nylén gengur til liðs við ÍBV á næstu dögum, en hann hefur æft með liðinu undanfarnar vikur. Nylén er 19 ára framherji og kemur á lánssamningi til eyjamanna frá Brommapojkarna. Nylén verður annar leikmaðurinn sem ÍBV fær til sín í júlí, en Þórarinn Ingi Valdi- marsson hafði áður samið við ÍBV.    Massmiliano Allegri er tekinnvið Ítalíumeisturum Juventus í knattspyrnu, en það var staðfest í gær. Allegri tekur við liðinu af Ant- onio Conte sem hætti störfum á dög- unum.    Ekvadorskiknatt- spyrnumaðurinn Enner Valencia gekk í gær í raðir enska úrvals- deildarfélagsins West Ham, en hann kemur til liðsins frá Pac- huca í Mexíkó. Hamararnir borga fimmtán milljónir punda fyrir fram- herjann sem er jöfnun á félagsmeti, því liðið greiddi sömu upphæð fyrir Andy Carroll frá Liverpool.    Ásdís Hjálmsdóttir, Íslands-methafi í spjótkasti, hafnaði í sjötta sæti í greininni á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Luzern í Sviss á mánudag. Ásdís kastaði spjótinu lengst 58,32 metra.    Kvennalið Hauka í handknattleikhefur náð samkomulagi við ungverska markvörðinn Madalinu Puscas og mun hún leika með Hauk- um í Olís-deild kvenna á næsta keppnistímabili. Puscas sem er 22 ára kemur til Hauka frá H.C.M. Ba- ia Mare í Rúmeníu.    Pálmi RafnPálmason, knattspyrnumað- ur hjá Lillestörm, telur að framtíð sín hjá norska fé- laginu sé mjög óviss vegna mik- illa fjárhagsörð- ugleika þar á bæ. Lilleström hefur þegar misst nokkra lykilmenn í sumar og reiknað er með að fleiri hætti hjá félaginu eftir þetta tímabil. Pálmi er einn þeirra sem eru á síðasta ári á sínum samningi, en hann er á sínu þriðja ári hjá félag- inu.    Ögmundur Kristinsson, fyrirliðiknattspyrnuliðs Fram, gekk í gær formlega í raðir danska félags- ins Randers. Hjá Randers hittir Ög- mundur fyrir annan Íslending, því þar er fyrir Theódór Elmar Bjarna- son.    Spænska stórliðið Barcelona stað-festi í gær að úrúgvæski fram- herjinn Luis Suárez hefði skrifað undir fimm ára samning við félagið. Félagaskiptin voru í raun frágengin fyrir helgi, en nú hefur loks verið gengið frá öllum pappírum og Suá- rez orðinn formlegur leikmaður Barcelona. Fólk sport@mbl.is inu að verjast ofan á það að skora mörk. Aron gerir það mjög vel að mínu mati. Hann hefur átt nokkra al- veg frábæra leiki og það er magnað að þjálfari andstæðinga hrósi honum og það segir mikið um það hversu mik- ilvægur hann er fyrir liðið,“ sagði Ingvar, en eftir 3:1-sigur Víkinga á Keflavík á mánudag hrósaði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga, Aroni í hástert. Aðspurður hvort Aron væri nokkuð gallalaus hló Ingvar við. „Hann á það til að tuða svolítið í samherjunum á æfingu, en það er bara skemmtilegt,“ sagði Ingvar og nefndi dæmi: Vill alltaf vinna „Hann vill alltaf vinna á æfingu og um daginn vorum við að spila og við vorum saman í liði. Ég fékk á mig eitt- hvert skítamark og þrátt fyrir að vera ellefu árum eldri þá spáði Aron ekkert í það heldur lét mig alveg heyra það, hvað ég væri eiginlega að gera þarna í markinu. En það er fínt þegar menn hafa sjálfstraust í það.“ Sem fyrr segir er Aron mikið orð- aður við önnur lið og hann hefur heill- að erlend félagslið jafnt sem íslenska áhorfendur í sumar. Ingvar sér fyrir sér að hann muni ná langt. „Hann er fylginn sér og hefur markmið liðsins að leiðarljósi frekar en sín eigin eins og hefur komið fram. Ég sé hann al- veg fyrir mér sem fyrirliða einhvers stórs liðs í framtíðinni,“ sagði Ingvar. Morgunblaðið/Eggert Marksækinn Aron Elís Þrándarson er búinn að skora fimm mörk fyrir Víking í deildinni og tvö í bikarkeppninni á þessu keppnistímabili. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Aron Elís Þrándarson úr Víkingi er besti leikmaðurinn í fyrri umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Aron er efstur í einkunnagjöf blaðsins en hann hefur fengið samtals 9 M fyrir frammistöðu sína, þrátt fyrir að hafa aðeins verið í byrjunarliði Víkings í síðustu fimm leikjum liðsins. Hann hefur fengið 7 M fyrir þessa fimm leiki og hafði áður tvívegis fengið M eftir að hafa komið inná sem varamaður. Aron missti af fyrstu tveimur leikjunum vegna meiðsla og kom síðan inná sem varamaður í fjórum leikjum áður en hann hóf sinn fyrsta leik gegn Þór í sjöundu umferð deildarinnar mánudaginn 9. júní. Hann er nú í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar með 5 mörk. Gunnar Már Guðmundsson, miðjumaður Fjölnis, hef- ur líka fengið 9 M fyrir sína frammistöðu í sumar en hann hefur leikið alla ellefu leiki nýliðanna og er því annar á listanum yfir bestu leikmennina í fyrri umferð Íslandsmótsins. Úrvalslið Morgunblaðsins úr fyrri umferðinni má sjá hér til hliðar en það er byggt á einkunnagjöf blaðsins. Þar eru þrír leikmenn toppliðs FH, og sá fjórði á vara- mannabekknum, og Keflvíkingar eiga líka tvo menn í byrjunarliðinu og einn á bekknum. Aron bestur í fyrri umferðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.