Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ 5 Pennavinir Góðan daginn, Marta Omolara Adeleye heiti ég og mig langar að fá pennavini á aldrinum 8-11 ára. Ég verð sjálf 9 ára á þessu ári. Kv Marta Omolara Adeleye Selvað 3 110 Reykjavík og Nonni og Halli kenna fótboltann. Svo eru einhverjir fleiri líka sem koma stundum og aðstoða. Metið þeirra í að halda fótbolta á lofti er eitthvað rosalega mikið. En ert þú búinn að æfa þig í að halda á lofti? Já, ég er ekkert sérstakur en ég hef náð fjórum. Hver er uppáhalds- fótboltamaðurinn þinn? Ég held að það sé Cristiano Ronaldo. Metið hans í að halda á lofti er eitthvað í kringum 5.800 en þá nennir hann ekki að halda á lofti lengur, það er málið. Annars held ég að það væri bara endalaust. Hvaða krakkar eru að æfa með þér frjálsar íþróttir? Það er einn vinur minn þarna sem er með hjartagalla og æðarnar hans ná ekki að lengja höndina svo hann er með stuttan handlegg. Hann á svo góða frænku og hún styttir alltaf peysurnar hans svo hann sé ekki með síða ermi og þá getur hann alltaf notað hendurnar. Svo þekki ég einn strák sem er eldri en ég, hann heitir Hilmar Björn Zoega og það vantar á hann einn fót og við erum oft að spjalla og það er gaman. Eru krakkarnir í skólanum forvitnir um fötlun þína? Já, ég myndi segja það. En ég er svo ánægður að vera í Laugarnesskóla því ég er búinn að segja öllum þar frá þessu. Krakkarnir voru alltaf að spurja mig hvað hefði komið fyrir og maður nennir ekkert alltaf að svara þessu. Núna er ekkert verið að spyrja mig af því að kennarinn sem ég var með í öðrum bekk kenndi mér að fara bara í fyrsta bekk og sýna þeim fæturna mína og útskýra þetta fyrir þeim. En stundum spyrja sumir en það eru ekki margir. Áttu marga gervifætur? Já, nokkra, og það er verið að búa til nýja fætur fyrir mig af því að ég er að stækka. Stundum fer ég í Össur þegar fæturnir eru orðnir þröngir. Fótbolti er uppáhalds íþrótt Hafliða. Gott er að nota blýant til að leysa þessa þraut ef þú þarft að stroka út vit- leysur. Stóri fern- ingurinn er búinn til úr fjórum minni ferningum. Í hverjum litlum ferningi eiga tölurnar frá 1 til 4 að koma fyrir. Eins eiga tölurn- ar 1–4 að koma fyrir í hverri línu, bæði lárétt og lóðrétt. Krakka–Sudoku LAUSN AFTAST 3 1 1 2 3 3 4 2 ga Það er gaman að hoppa á trampólíni. Hafliði á nokkra mismu- nandi gervifætur Að pila a er það tilegasta g geri, líka a og frjálsa r r en ég æfi ar íþróttir. nvel líka.“

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.