Morgunblaðið - 10.06.2014, Side 2

Morgunblaðið - 10.06.2014, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn og Björt fram- tíð hafa tekið upp meirihlutasam- starf í Hafnarfirði og Kópavogi. Í Kópavogi verður Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna, áfram bæjarstjóri og Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, formaður bæjarráðs. Margrét Friðriksdóttir, sem skipaði annað sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins, verður forseti bæjarstjórnar. Auglýst eftir bæjarstjóra Í Hafnarfirði verður Rósa Guð- bjartsdóttir, oddviti sjálfstæðis- manna, formaður bæjarráðs og Guð- laug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, foseti bæjar- stjórnar. Starf bæjarstjóra verður auglýst laust til umsóknar. Málefnasamningur hefur ekki ver- ið kynntur í Hafnarfirði, en í yfirlýs- ingu frá oddvitum flokkanna segir að rík áhersla sé lögð á jafna verka- skiptingu og virkt samstarf allrar bæjarstjórnar. Í Kópavogi verður mikil áhersla lögð á skólamál í bænum með nýt- ingu upplýsingatækni í skólum að leiðarljósi. Segja oddvitar nýja meirihlutans að stefnt verði að því að skólar í Kópavogi verði í fremstu röð skóla á landinu. Þá verður leitast við að auka áhrif íbúanna og virkja þá í ákvarðanatöku í bænum. Bókhald bæjarins verður opið þannig að íbúar munu eiga hægt um vik að fylgjast með því hvernig peningum bæjarins er varið. Áhersla verður lögð á lýð- heilsumál og munu eldri borgarar og börn tíu ára og yngri fá frítt í sund. Vinna með L-listanum Viðræðum um meirihlutasamstarf L-listans, Samfylkingar og Fram- sóknarflokks á Akureyri er lokið og á að undirrita málefnasamning flokkanna í dag. Samkomulag er um að núverandi bæjarstjóri haldi áfram störfum. Í Fjarðabyggð hefur tekist sam- komulag um áframhaldandi meiri- hlutasamstarf á milli Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks. Jón Björn Hákonarson, oddviti fram- sóknarmanna, verður forseti bæjar- stjórnar og Jens Garðar Helgason, oddviti sjálfstæðismanna, formaður bæjarráðs út kjörtímabilið. Þá verður Páll Björgvin Guðmundsson áfram bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Sigrún áfram bæjarstjóri Í Sandgerðisbæ hafa Samfylkingin og óháðir borgarar og sjálfstæðis- menn og óháðir náð samkomulagi um meirihlutasamstarf. Samstarfið legg- ur áherslu á áframhaldandi ábyrga fjármálastjórn og að bæjarbúar njóti þess svigrúms sem skapist í rekstri bæjarsjóðs með lækkuðum álögum og bættri þjónustu. Samkomulag er um að Sigrún Árnadóttir verði áfram bæjarstjóri, Ólafur Þór Ólafsson verði forseti bæjarstjórnar og Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður bæjar- ráðs. Viðræður standa enn yfir um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Reykja- nesbæjar. Ætla að opna bókhaldið í Kópavogi  Meirihlutasamstarf Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og Kópavogi  L-listinn myndar meirihluta með Samfylkingunni og Framsóknarflokknum á Akureyri Kópavogur Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Óhætt er að segja að sumarið sé komið til höfuðborgarsvæðisins en bongóblíða lék við íbúa þess um helgina. Hæst mældist hitinn rúm- lega 17 gráður á sunnudaginn en á föstudag og laugardag var veðr- ið einnig með besta móti og mæld- ist hitinn hæstur um 15 gráður báða dagana. Þrátt fyrir eina mestu ferðahelgi landsins nýttu margir borgarbúar tækifærið og nutu þess að sleikja sólina. Það má með sanni segja að strákurinn á myndinni hér til hliðar tilheyri þeim hópi en hann ásamt fleirum stökk og buslaði í Elliðaánum um helgina. Vinsælt er hjá krökkum á heitum sumardögum að henda sér í kalda ána en heitir geislar sól- arinnar gera það að verkum áin er þó hlýrri en venjulega. Samkvæmt spám Veðurstofu Ís- lands verður veðrið áfram milt næstu daga á höfuðborgarsvæð- inu. Léttskýjað verður í dag og hiti 10-15 gráður. Á morgun verð- ur skýjað og líkur á stöku skúrum en hitastig með svipuðu móti. pfe@mbl.is Morgunblaðið/Golli Bongó- blíða í borginni Þungur umferðarstraumur var á Vesturlands- og Suðurlandsvegi í átt að höfuðborginni seinnipartinn í gær og fram á kvöld. Fyrsta stóra ferðahelgi ársins er afstaðin og virðast ekki hafa orðið nein alvarleg óhöpp. Lögregla hafði þó víðast hvar í nógu að snúast því margir ökumenn freistuðust til þess í veð- urblíðunni að aka hraðar en leyfi- legt er. Hjá lögreglunni á Selfossi feng- ust þær upplýsingar að umferðin hefði gengið vel á Suðurlandi. Stöð- ugur straumur bifreiða var í gegn- um Selfoss allan daginn. Vélsleðaslys varð við Sandkúluna á Snæfellsjökli á laugardaginn. Voru björgunarsveitir kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrlan flutti manninn á sjúkrahús en á leið þangað sótti hún konu sem hafði hlotið höfuðáverka við stein- vegg nærri Löngufjörum. Líðan þeirra var sögð eftir atvikum í gær. Ekki nein alvarleg óhöpp Morgunblaðið/Ómar Umferð Stöðugur straumur bifreiða var á Suðurlandsvegi þegar ferðahelg- in hófst og eins í lok hennar. Ekki er kunnugt um nein alvarleg óhöpp.  Umferðin gekk vel fyrstu stóru ferðahelgi ársins  Þyrla kölluð út vegna vélsleðaslyss á Snæfellsjökli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.