Morgunblaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2014
Bakari
Björnsbakarí–Vesturbæ óskar eftir að ráða
bakara til starfa.
Umsóknir sendist á
bjornsbakari@bjornsbakari.is
Frekari upplýsingar veitir Steinþór Jónsson
framkvæmdastjóri í síma 663 2268.
BLÖNDUÓSBÆR - GRUNNSKÓLAKENNARAR
Kennara vantar til starfa við Blönduskóla.
Frekari upplýsingar gefur Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri (thorhalla@blonduskoli.is) í síma 892-4928.
Umsóknarfrestur er til 13. júlí nk. og skal umsókn skilað með ferilskrá á netfang skólastjóra: thorhalla@blonduskoli.is.
Um er að ræða eina og hálfa stöðu.
Kennslugreinar:
1. Umsjónar- og almenn kennsla á yngsta stigi.
2. Sérkennsla, 50% staða, afleysing í eitt ár.
3. Kennsla íslensku á unglingastigi, 43% staða.
Umsækjendur þurfa að hafa réttindi til að kenna í
grunnskóla. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af
starfi í grunnskóla með einstaklingsmiðaðar áherslur.
Góð tölvukunnátta, góðir skipulags-, samskipta- og
samvinnuhæfileikar eru skilyrði.
Í Blönduskóla eru um 130 nemendur í 1.–10. bekk.
Skólaárið 2014-2015 hefst vinna við innleiðingu
þróunarverkefnisins Orð af orði og gert er ráð fyrir
að allir starfsmenn skólans taki þátt í þeirri vinnu.
Á heimasíðunni www.blonduskoli.is er að finna fréttir
og myndir úr starfi skólans og ýmsar nauðsynlegar
upplýsingar.
Blönduós er bær í alfara leið, með allri helstu þjónustu
og fjölbreyttum afþreyingarmöguleikum.
Starf sveitarstjóra laust til umsóknar
Langanesbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan,
hugmyndaríkan og kraftmikinn einstakling í starf sveitarstjóra
Langanesbyggð er öflugt og vax-
andi sveitarfélag með spennandi
möguleikum á uppbyggingu í
framtíðinni.
Í Langanesbyggð eru tveir
byggðarkjarnar Þórshöfn og
Bakkafjörður.
Í Langanesbyggð búa rúmlega
530 manns. Í sveitarfélaginu
eru tveir grunnskólar, leikskóli
og glæsileg íþróttamiðstöð með
sundlaug. Samgöngur eru góðar,
m.a. flug alla virka daga.
Megin uppistaðan í atvinnulífinu
í Langanesbyggð er sjávar-
útvegur og hefur mikil upp-
bygging átt sér stað í tengslum
við hann á undanförnum árum.
Starfssvið sveitarstjóra:
• Daglegur rekstur sveitarfélagsins
• Yfirumsjón með fjármálastjórn, bókhaldi og áætlanagerð.
• Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar
• Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og starfsmannamálum
• Náið samstarf við sveitarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar
• Annast upplýsingamiðlun og samskipti við samstarfsaðila, stofnanir, samtök,
fyrirtæki og íbúa
• Að gæta hagsmuna Langanesbyggðar útá við, vera talsmaður sveitarstjórnar
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Reynsla af rekstri og stjórnun er æskileg
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg
• Leiðtogahæfni og frumkvæði
• Góð bókhalds og tölvukunnátta (Navision)
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
• Þekking á sveitarstjórnarmálum og opinberri stjórnsýslu æskileg
• Gott vald á íslensku, bæði í töluðu sem rituðu máli
• Sjálfstæð vinnubrögð, talnaskilningur og rökfesta
Umsóknarfrestur er til og með mánudags 14. júlí 2014 en æskilegt
er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Með umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur
fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknum má skila í bréfapósti á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, 680 Þórshöfn og/eða á netfangið sirry@langanesbyggd.is.
Nánari upplýsingar gefur Sigríður Jóhannesdóttir í síma 468 1220
Sveitarstjórn Langanesbyggðar
1-2 milljónir á mán. ?
Fasteignasala óskar eftir löggiltum fasteigna-
sölum eða sölumönnum með haldgóða
reynslu til starfa. Árangurstengdar tekjur.
Einstök aðstaða.
Sendið starfsferilsskrá á box@mbl.is
merkt: ”F – 25681”.
Organisti
og kórstjóri
Laus er staða organista og kórstjóra við
Grundarfjarðarkirkju frá og með
1. september
Í Grundarfirði búa rúmlega 800 manns og
þar er hefð fyrir miklu og góðu tónlistarlífi.
Um er að ræða 50% starf. Laun eru greidd
skv. kjarasamningi FÍH.
Í Grundarfjarðarkirkju er 13 radda pípuorgel
smíðað af þýska orgelsmiðnum Reinhart
Tzschöckel. Einnig er Atlas-flygill í kirkjunni.
Áhugasamir hafi samband við sóknarprest,
sr. Aðalstein Þorvaldsson, í síma 438 6640,
sem veitir nánari upplýsingar um starfið.
Einnig má hafa samband við formann sókn-
arnefndar, Guðrúnu Margréti Hjaltadóttur, í
síma 899 5451. Umsóknir skulu sendar á net-
fangið skallabudir@simnet.is
Umsóknarfrestur er til 31. júlí nk.
Sóknarnefnd.
Upplýsingar veitir:
Katrín S. Óladóttir
katrin@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 7. júlí nk.
Umsóknir óskast fylltar út á
hagvangur.is
Umsókn fylgi ítarleg starfsferilskrá
og kynningarbréf þar sem gerð
er grein fyrir ástæðu umsóknar
og rökstuðningur fyrir hæfni
viðkomandi í starfið.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Sérfræðingur
LÍFSVERK lífeyrissjóður er 14. stærsti lífeyrissjóður landsins með 51,3 milljarða í hreina eign í árslok 2013.
Sjóðurinn var stofnaður árið 1954 og rekur samtryggingar- og séreignardeild. LÍFSVERK var fyrsti
lífeyrissjóðurinn sem tók upp beint sjóðfélagalýðræði, sá fyrsti til að aldurstengja réttindaávinning og
sá fyrsti sem stóð að rafrænu stjórnarkjöri. Sjá nánar á www.lifsverk.is.
LÍFSVERK óskar eftir að ráða sérfræðing í eignastýringarteymi sjóðsins.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Greining og mat fjárfestingakosta
• Kaup og sala verðbréfa
• Samskipti við markaðsaðila
• Skýrslugjöf og eftirfylgni fjárfestinga
• Þátttaka í mótun fjárfestingarstefnu
Menntunar- og hæfniskröfur
• B.Sc próf í viðskipta-, hag- eða
verkfræði eða öðrum raungreinum
• Framhaldsmenntun og/eða próf í
verðbréfaviðskiptum æskileg
• Góð reynsla af fjármálamarkaði
• Góð greiningarhæfni
Eiginleikar
• Traust og öguð vinnubrögð
• Frumkvæði og metnaður í starfi
• Samstarfsvilji og starfsgleði
• Sveigjanleiki