Morgunblaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2014
Kammerpoppsveitin Útidúr leggur
af stað í tónleikaferð um Þýskaland
í dag og munu þau spila á átta tón-
leikum á tíu dögum. Um er að ræða
fimmta túr sveitarinnar um Þýska-
land en hún hefur verið einkar iðin
við að fara út fyrir landsteinana.
Ferðalagið samanstendur af fern-
um skemmtistaðatónleikum og fjór-
um tónlistarhátíðum, meðal annars
í Stuttgart og Hamburg.
Sama dag og þau leggja af stað í
ferðalagið hyggst sveitin gefa út
lagið „Þín augu mig dreymir“ sem
er fyrsta smáskífan af nýrri breið-
skífu sem er væntanleg í haust en
lagið er dramatískur óður til ind-
verskrar Bollywood-tónlistar.
Á væntanlegri breiðskífu, sem er
sú þriðja frá Útidúr, heldur sveitin
„á dýpri mið en áður í þroskuðum
lagasmíðum undir áhrifum frá
spaghettívestratónlist Ennio Morri-
cone, kvikmyndatónlist Nino Rota,
evrópsku gullaldarpoppi og klass-
ískri íslenskri dægurtónlist.“
Kammerpopp Hljómsveitin Útidúr held-
ur í tónleikaferðalag til Þýskalands.
Átta kammertón-
leikar á tíu dögum
Árið 2012 kom út skáldsaganThe Fault in Our Starseftir bandaríska rithöf-undinn John Green og sló
hún rækilega í gegn. Sagan segir frá
baráttu hinnar sextán ára Hazel
Grace Lancaster, sem túlkuð er af
Shailene Woodley í kvikmyndinni,
við krabbamein og ást hennar á hin-
um krabbameinssjúka Augustus
Waters, sem Ansel Elgort túlkar.
Áhorfendur rukkaðir um tár
Það liggur í augum uppi að kvik-
myndin er algjör tárakreista, enda
varla við öðru að búast þegar sagan
segir frá ástföngnum krabbameins-
sjúkum unglingum. Sagan er há-
dramatísk og hefði mátt tóna sig ör-
lítið niður til að vega upp á móti
grenjinu. Besti vinur Augustus, hinn
blindi Isaac sem túlkaður er af Nat
Wolff, átti vissulega að gegna því
hlutverki og kómísk innkoma hans
andaði ferskum blæ í þau skipti sem
hann kom í mynd. Það var samt ein-
um of augljóst hver tilgangur hans
var í myndinni og það hefði vel mátt
færa kaldhæðna gleðina yfir í sam-
band þeirra Hazel og Augustus.
Sagan var auk þess nokkuð fyrir-
sjáanleg og í raun ljóst alla myndina
hvernig hún færi.
Öllum brögðum er að sama skapi
beitt til að spila með tilfinningar
áhorfandans og hann nánast rukk-
aður um nokkur tár. Löng skot af
aðalpersónunum að gráta úr sér
augun þekja stóran hluta mynd-
arinnar og hefðu mátt vera jarð-
bundnari. Það skal þó haft í huga að
sagan er ætluð unglingum svo kröf-
urnar um klisjulausa kvikmynd eru
ef til vill eilítið vægari. Það hefði þó
alveg mátt sleppa nokkrum atriðum,
þar með talið atriði þar sem vegfar-
endur klappa saman lófum þegar
skötuhjúin kyssast í fyrsta skiptið.
Grátkór í bíósalnum
Uppbygging sögunnar er tiltölulega
einföld og áhorfandinn þarf lítið að
leggja sig fram við að skilja fram-
vinduna. Klippingin er nokkuð frum-
leg og ýmsum myndum skeytt sam-
an með skemmtilegri útkomu. Auk
þess er mikið lagt í tónlist mynd-
arinnar og allt gert til að hún hreyfi
við sálarlífi áhorfenda. Væmin og
hádramatísk lög kitla tárakirtlana
og allt ætlaði um koll að keyra í saln-
um þegar „Wait“ með M83 var spil-
að undir táraflóði aðalpersónanna.
Ég hef í raun aldrei upplifað ann-
að eins. Það heyrðist varla í mynd-
inni sökum ekkasoga og grátkórinn
ætlaði aldrei að þagna. Við erum
ekki að tala um fallegt táraflóð nokk-
urra einstaklinga heldur orgaði
skarinn. Til að mynda emjaði sá sem
við hlið mér sat eins og stunginn grís
og það lá við að viðkomandi félli á
hnén og baðaði út höndum. Það
vantaði bara úrhelli og angurblíð
öskur um forboðna ást. Þvílík var
dramatíkin.
Aðalleikonan sannfærandi
Þrátt fyrir alla þessa drullu um klisj-
ur og væmni má vellan eiga það að
henni tekst ágætlega að fá mann til
að fjárfesta í aðalpersónum sög-
unnar og finna til með þeim. Shail-
ene Woodley er til að mynda mjög
góð í hlutverki sínu og er einkar
væntumþykjanleg. Sætabrauðs-
drengurinn Ansel Elgort er hins
vegar nokkuð yfirdrifinn og ekki
nægilega sannfærandi í hlutverki
sínu. Hann er þó ekki reyndur leik-
ari og vonandi bætir hann leik sinn
þegar fram líða stundir.
Innkoma Willems Dafoes, sem er
virkilega fær leikari eins og hann
hefur margoft sannað, er að sama
skapi frekar slöpp og er það eflaust
handritinu að kenna. Persóna hans,
útbrunninn og alkóhólsjúkur rithöf-
undur, er margtuggin og þrátt fyrir
að hún sé nauðsynleg fyrir fram-
vindu sögunnar bætir hún í raun
litlu við hughrif myndarinnar. Dafoe
hefði frekar mátt fara með hlutverk
föðurins og sú persóna hefði mátt fá
meira svigrúm.
Kvikmyndin gengur upp
Eins og áður sagði er öllum brögð-
um beitt til að kreista fram tár í aug-
um áhorfenda og kvikmyndin í raun
hálfgert tilfinningaklám. Hvað sem
því líður þá tekst leikstjóra mynd-
arinnar greinilega ágætlega til. Þeg-
ar tekið er með í reikninginn að
myndin er ætluð hormónaflöktandi
unglingum verður að viðurkenna að
hún nær markmiði sínu, þrátt fyrir
að leiðin sé fremur ódýr.
Hvolpaást Hazel og Augustus
ferðast til Amsterdam í myndinni.
Tárvott og táp-
lítið táningspar
Háskólabíó og Smárabíó.
The Fault in Our Stars bbbnn
Leikstjórn: Josh Boone. Handrit: Scott
Neustadter og Michael H. Weber. Aðal-
hlutverk: Shailene Woodley, Ansel El-
gort, Nat Wolff, Laura Dern, Sam Tram-
mell og Willem Dafoe. Bandaríkin, 2014.
125 mín.
DAVÍÐ MÁR
STEFÁNSSON
KVIKMYNDIR
Age of Extinction hefst fjórum árum eftir
atburðina og uppgjörið í siðustu mynd, Dark
of the Moon. Mark Wahlberg fer með hlutverk
einstæðs föðurs sem dag einn kaupir gamlan
trukk eða sjálfan Optimus Prime.
Sambíóin Álfabakka 13:20, 13:20 3D, 16:40, 16:40 3D, 18:30
3D, 20:00, 20:00 3D, 22:10 3D ,22:20, 23:15, 23:15 3D
Smárabíó 13:00, 13:00 3D (LÚX), 16:00, 17:00 3D (LÚX),
20:00 3D, 21:00 3D (LÚX), 22:30 3D
Laugarásbíó 16:00 3D, 19:00 3D,20:00 3D, 22:10 3D (POW)
Sambíóin Kringlunni 14:30, 14:30 3D, 17:50 3D, 21:10 3D,
22:10 3D
Samb. Egilshöll 13:10, 16:40, 15:00 3D,18:30 3D, 20:00 3D,
21:00, 22:00 3D
Sambíóin Keflavík 18:00 3D, 21:15 3D, 22:10
Sambíóin Akureyri 17:00 3D, 20:30 3D, 22:20
Transformers:
Age of Extinction Sögumaður segir frá sögu
valdamikillar álfkonu sem lifir
í mýri skammt frá landamær-
um konungsríkis manna.
Metacritic 56/100
IMDB 7,4/10
Sambíóin Álfabakka 13:30,
15:40, 17:50, 20:00, ,22:20
Sambíóin Kringlunni 17:50,
20:00
Sambíóin Egilshöll 18:50,
20:00
Sambíóin Akureyri 14:3 3D,
17:50
Maleficent Hermaður ferðast um
tíma og rúm í stríði við
geimverur.
Mbl. bbbbn
Metacritic 71/100
IMDB 8,2/10
Sambíóin Egilshöll 22:10
Sambíóin Álfabakka
20:00
Sambíóin Akureyri 20:00
Edge of Tomorrow 12
Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is
The Fault in
Our Stars 12
Myndin segir frá tveimur
unglingum sem eiga ým-
islegt sameiginlegt.
Metacritic 69/100
IMDB 8,5/10
Háskólabíó 17:20
Smárabíó 20:00
22 Jump Street Eftir að hafa þraukað tvisvar
sinnum í gegnum mennta-
skóla bregða lögregluþjón-
arnir Schmidt og Jenko sér í
dulargervi í háskóla.
Mbl. bbbmn
Metacritic 71/100
IMDB 8,0/10
Sambíóin Keflavík 20:00
Smárabíó 17:30, 20:00,
22:40
Háskólabíó 20:00, 22:30
Laugarásbíó 20:00
Borgarbíó Akureyri 20:00.
22:15
Að temja
dreka sinn 2 Þegar Hiksti og Tannlaus
uppgötva íshelli sem hýsir
hundruð villtra dreka ásamt
dularfullri persónu finna þeir
sig í miðri baráttu um að
vernda friðinn.
Mbl. bbbnn
Metacritic 77/100
IMDB 8,6/10
Sambíóin Álfabakka 15:40,
16:10 3D, 17:50
Sambíóin Egilshöll 16:40
Sambíón Keflavík 15:40 3D,
17:50
Laugarásbíó 14:00, 14:00
3D, 16:30
Smárabíó 13:00, 13:00 3D,
15:15, 15:15 3D, 15:30 3D,
17:30, 17:30 3D
Háskólabíó 15:00, 15:00 3D,
17:45
Borgarbíó Akureyri 15:20,
17:40 3D
Vonarstræti 12
Mbl. bbbbm
IMDB 8,5/10
Laugarásbíó 17:00
Smárabíó 20:00
Háskólabíó 15:00, 17:20,
20:00, 22:40
Borgarbíó Akureyri 15:20
Welcome to
New York Kvikmynd um hneykslismál
Dominique Strauss-Kahn,
fyrrum framkvæmdastjóra
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Metacritic 68/100
IMDB 5.1/10
Háskólabíó 20:00, 22:40
Borgarbíó Akureyri 17:40,
20:00
Brick Mansions 16
Lögreglumaður í dulargervi í
Detroit-borg ferðast með
hjálp fyrrverandi fanga um
hættulegt hverfi sem er um-
lukið vegg.
Metacritic 40/100
IMDB 6,0/100
Laugarásbíó 23:10
Borgarbíó Akureyri 22:15
Make Your Move Tveir dansarar í New York
finna sig í miðri hringiðu
deilna á milli aðila í neð-
anjarðardansklúbbi.
Metacritic 40/100
IMDB5,6/10
Sambíóin Kringlunni 17:40,
20:00
Jónsi og
Riddarareglan Mbl. bbnnn
IMDB 6,0/10
Sambíóin Álfabakka 13:30,
15:30
Godzilla 12
Frægasta skrímsli jarð-
arinnar lendir í átökum við
áður óþekktar verur sem
ógna tilvist manna á jörð-
inni.
Mbl. bbbmn
Metacritic 62/100
IMDB 7,2/10
Sambíóin Kringlunni 22:20
Blended Eftir að hafa farið á slæmt
stefnumót lenda Jim og
Lauren í því að vera föst
saman á hóteli með fjöl-
skyldum sínum.
Metacritic 31/100
IMDB 6,2/10
Sambíóin Egilshöll 17:30
Sambíóin Álfabakka 17:30,
20:00, 22:30
A Million Ways to
Die in the West 16
Mbl. bbmnn
Metacritic 45/100
IMDB 6,3/10
Laugarásbíó 22:20
The Lego Movie Metacritic 82/100
IMDB 8/10
Sambíóin Kringlunni 15:30
Harry&Heimir Þokkadísin Díana Klein leitar
ásjár hjá einkaspæjurunum
Harrý og Heimi þar sem fað-
ir hennar virðist hafa horfið
sporlaust.
Mbl. bbbmn
IMDB 7,6/10
Bíó Paradís 18:00
Short Term 12 12
Mbl. bbbnn
Metacritic 82/100
IMDB 8,1/10
Bíó Paradís 23:00
Töfralandið Oz Metacritic 25/100
IMDB 6.7/10
Smárabíó 13:00
Laugarásbíó 14:00
Háskólabíó 15:00
X-Men: Days of
Future Past
Metacritic 12
Metacritic 74/100
IMDB 8.4/10
Smárabíó 22:40 3D
Monica Z Monica Z fjallar um ævi
djass-söngkonunnar Monicu
Zetterlund sem lést í elds-
voða á heimili sínu í Stokk-
hólmi fyrir átta árum.
Mbl. bbbbn
IMDB 7,1/10
Bíó Paradís 22:00
Grace of Monaco 16
Metacritic 21/100
IMDB 5.7/10
Háskólabíó 17:40
Kvikmyndir
bíóhúsanna