Morgunblaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2014 Sumar 20 24. - 30. ágúst Tallinn & Pétursborg Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Spennandi ferð til höfuðborgar Eistlands, Tallinn, en borgin er ein best varðveitta miðaldaborg í Norður- Evrópu. Einnig heimsækjum við hina stórfenglegu Pétursborg, sem er án efa miðstöð menningar og telja margir borgina eina þeirra fallegustu í heimi. Verð: 214.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör eh f. Fararstjóri: Pétur Óli Pétursson 30. MAÍ - 6. JÚLÍ 2014 ALLT AÐ 60% AFVÖLDUMVÖRUM Í VERSLUN ÚTSALA ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 Hvorki meira né minna en fjörutíu og eitt ár er frá því fyrst var hlaupið svo- kallað Bláskógaskokk og næsta víst að margir eiga skondnar minningar frá því fyrsta hlaupi, því sumir gátu vart gengið fyrir harðsperrum dag- ana á eftir, en í þá daga stökk sveita- fólkið í nágrenninu í hlaupið án þess að þjálfa neitt sérstaklega, eins og flestir gera í dag. Hlaupið í dag hefst kl. 11 og hlaupið verður frá Gjábakka, austan Þingvallavatns eftir gamla Gjábakkavegi til Laugarvatns. Engin bílaumferð verður um veginn meðan á hlaupinu stendur. Hægt er að skrá sig í hlaupið samdægurs, við íþrótta- húsið á Laugarvatni, en keppendur sem hafa forskráð sig á hlaup.is þurfa að mæta við íþróttahúsið til að staðfesta skráningu og fá afhent keppnisnúmer frá kl. 9 í dag. Allir þátttakendur fá verðlaun. Nánar á www.hlaup.is. Vefsíðan www.hlaup.is Morgunblaðið/Kristinn Fjölskylduvænt Allir geta tekið þátt í skokkinu í dag, líka krakkar. Bláskógaskokk í fögru umhverfi Það er mikið kærleiksverk að kenna börnum að láta gott af sér leiða. Nú er gott tækifæri því í dag frá kl. 12 til 17 verður opið hús fyrir börn á öllum aldri í miðstöð átaksins Hjálpum Serbíu, í Ármúla 26, Reykjavík. Þessi dagur er hluti af söfnunar- átaki Hjálpum Serbíu og eru börn á öllum aldri velkomin að gefa notuð leikföng til barna í Serbíu sem glatað hafa sínum leikföngum. Einnig verður í boði skapandi skemmtidagskrá sem stjórnað verður af Höllu Himintungli og Ivönu Bogdanovic, þar sem börn- um gefst kostur á að fara í leiki og hafa gaman saman. Endilega… …látið börn gefa börnum Morgunblaðið/Ásdís Halla Himintungl Mun skemmta. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi í Eyjafirði fæddist undir lok nítjándu aldar en hann er eitt af þeim ljóð- skáldum sem nánast allir Íslendingar kannast við og hafa dálæti á, enn þann dag í dag. Ljóðabókin hans, Svartar fjaðrir, er marglesin af mörg- um, enda stútfull af ástríðufullum ljóðum sem hafa lifað með þjóðinni. Á morgun, sunnudag, ættu áhuga- samir að gera sér ferð á Rif á Snæ- fellsnesi, því þar verður í leikhúsinu Frystiklefanum kl. 14 hátíðardagskrá þar sem flutt verður Grímu- verðlaunaverk, sem einmitt er um Davíð. Frystiklefinn er leikhús og menn- ingarmiðstöð en Árni Kristjánsson, einn starfsmanna Frystiklefans, vann Grímuna fyrir útvarpsverk ársins, Söng hrafnanna. Í verkinu fjallar hann um Davíð Stefánsson en hægt verður að hlusta á þetta í Frystiklef- anum á morgun og gæða sér á kaffi Hátíðardagskrá á Rifi Grímuverðlauna- verk um Davíð flutt á Rifi Skannaðu kóðann til að lesa Malín Brand malin@mbl.is Eitt af því sem einkennirgóðan ljósmyndara erástríðan til þess að takaljósmyndir. Hvort heldur er um atvinnuljósmyndara að ræða eða áhugaljósmyndara þá er ástríðan oftar en ekki drifkraftur- inn. Myndasmiðurinn Hörður Geirs- son hefur skoðað ljósmyndun út frá fjölmörgum sjónarhornum. Í starfi sínu sem safnvörður ljósmynda- deildar Minjasafnsins á Akureyri rannsakaði hann meðal annars ljós- myndir sem Anna Cathrine Schiöth tók hér á landi á þarsíðustu öld. Í safni Schiöth voru meðal annars tvær myndir teknar með votplötu- tækni. „Þær eru svo merkilegar, teknar á 18x24 sentimetra gler- plötur og eru svo þunnar og ræfils- legar. En þegar maður setur papp- írinn undir og lýsir í gegn, því það var aldrei notaður stækkari á þess- um tíma, þá koma þessar ofsalega skýru, fínu og nákvæmu myndir og í horninu á þeim má greina fingrafar ljósmyndarans sem er svo nálægt manni persónulega þegar maður heldur á þessum frummyndum,“ segir Hörður um tildrög þess að hann fór að læra að taka myndir á votplötur. Inn á myndirnar tvær hafði Schiöth skrifað „29. ágúst 1882“ sem er nokkurn veginn í enda þess tíma- bils sem votplötutæknin var notuð. Hvar má læra forna tækni? Þessar vangaveltur Harðar urðu til þess að hann leiddi hugann að því hvort hægt væri að læra þessa tækni einhvers staðar, og jú, það var hægt. Árið 2007 komst Hörður í samband við kennara í Bandaríkj- unum og þangað hélt hann árið 2010 í þeim tilgangi að nema hina fornu tækni. Will Dunniway er einn af fáum sem þetta kenna og byrjaði í kringum 1990 að endurvekja þessa áhugaverðu tækni. „Evrópa er fram- arlega og Rússar eru mikið í þessu en mest eru Bandaríkjamenn í vot- plötutækninni. Við erum bara örfá á Norðurlöndunum. Ég held við séum bara tvö,“ segir Hörður sem að námi loknu tók til við að smíða sér mynda- vél sem þurfti til verksins og hélt því næst ótrauður í það þolinmæðisstarf sem það er að beita votplötu- tækninni. „Tæknin hafði einn stóran galla sem er sá að platan þurfti að vera blaut allan tímann. Ef platan þornar er hún ónýt eða alla vega hluti hennar. Þess vegna þurfti alltaf að hafa myrkraherbergi með sér til þess að búa til plötuna, hella hana, lýsa og framkalla. Allt varð þetta að gerast á meðan platan var blaut. Þess vegna var ég með myrkra- herbergið í bílum og gat ekki farið nema um fimmtíu skref frá til að mynda. Tæknin er ofsalega frum- stæð og ljósmyndarar í dag þekkja þær takmarkanir sem snúa að opti- cal hlutanum eða linsum og ljós- Nútíminn myndaður með augum fortíðar Það væri eitthvað bogið við að segja að myndasmiðurinn Hörður Geirsson hefði verið að festa eitthvað á filmu að undanförnu. Hann hefur sannarlega verið að ljósmynda en það hefur hann gert með býsna gamalli og nánast gleymdri aðferð. Hann notar því hvorki stafræna tækni né filmu heldur notast hann við votplötu. Það hefur ekki verið gert á Íslandi í rúm 140 ár og útkoman er mögnuð. Þjóðminjasafn Íslands/Hörður Geirsson Endurtekning Djúpavogsmynd ljósmyndarans Nicoline Weywadt frá því um 1870 fyrir ofan og mynd Harðar Geirssonar af sama stað frá árinu 2011.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.