Morgunblaðið - 19.06.2014, Side 2

Morgunblaðið - 19.06.2014, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2014FRÉTTIR VIÐ ELSKUM UMHVERFIÐ! Prentgripur 511 1234 gudjono@gudjono.isVagnhöfða 11, 110 Reykjavík | S. 577-5177 | linuborun@linuborun.is | www.linuborun.is Af hverju grafa þegar hægt er að bora? Reynsla - þekking - við komum og metum Við notum stýranlegan jarðbor sem borar undir götur, hús, ár og vötn. Umhverfisvænt - ekkert jarðrask• Meira öryggi á svæðinu• Sparar bæði tíma og peninga.• Borum fyrir nýjum síma-, vatns-, rafmagns- og ljósleiðaralögnum. Mesta hækkun Mesta lækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) Reginn hf. -1,83% 16,1 Hagar hf. +0,9% 44,7 S&P 500 +0,27% 1.941,37 NASDAQ +0,44% 4.329,439 FTSE 100 +0,01% 6.778,56 NIKKEI 225 +0,12% 15.115,8 18. 12. ‘13 18. 12. ‘1317. 6. ‘14 18. 6. ‘14 901.650 1081.950 106,11 95,04 1.798 1.852 Ragnar Birgisson, formaður Sam- bands íslenskra sparisjóða, segir að halda verði áfram á braut hagræð- ingar og sameina sparisjóði. Hag- ræðing og sameining séu lykilorðin í framtíðarsýn íslenska sparisjóða. Átta sparisjóðir eru nú á landinu, en brátt verða þeir sjö, því til stendur að sameina Sparisjóð Bolungarvíkur og Sparisjóð Norðurlands á næstu vikum. Ragnar segir markmiðið að fækka þeim í einn til þrjá. Þannig myndi nást fram hagræðing með stærri einingum, aukinni útlánagetu og meiri arðsemi. Í samtali við Morgunblaðið segir hann jafnframt að vilji standi til þess að opna útibú á höfuðborgarsvæð- inu. „Mjög stór hluti af kúnnum sparisjóðanna, sem eru í dag allt landsbyggðarsjóðir, býr á höfuð- borgarsvæðinu. Þá eru hér einnig margir fyrrverandi sparisjóðs- kúnnar, sem voru áður hjá sjóðum á höfuðborgarsvæðinu, og eru ekki allir ánægðir þar sem þeir eru núna. Margir þeirra voru í raun fluttir yfir til viðskiptabankanna og myndu vilja færa sig aftur yfir til sparisjóð- anna ef tækifæri gefst,“ segir Ragn- ar. Þá yrði opnun sparisjóðs á höf- uðborgarsvæðinu einnig liður í því að auka sýnileika sparisjóðanna. „Við sjáum mikil sóknarfæri hér í borginni,“ nefnir hann. Hann bætir því þó við að fyrst þurfi að klára ákveðna hluti í sam- einingu sparisjóðanna áður en huga verði að stofnun útibús í höfuðborg- inni. Hann segir að meðal annars sé horft til þess að þetta verði ákveðin þjónustumiðstöð og vísar til þess að Sparisjóðabanki Íslands, síðar Ice- bank, hafi á sínum tíma reynst vera slík miðstöð fyrir íslenska sparisjóði. „Margir töluðu um hann sem seðla- banka sparisjóðanna. Það var ákveð- ið skarð sem hann skildi eftir sig sem á nú eftir að fylla,“ segir Ragn- ar. Brýnt að auka hlutdeildina Hann bendir enn fremur á að sameining sjóðanna geti vel aukið markaðshlutdeild þeirra á íslensk- um fjármálamarkaði. Hlutdeildin er nú aðeins um 2%, en var þegar best lét um 20%. „Með því að sameina sjóðina eykst útlánageta þeirra. Út- lánagetan takmarkast að miklu leyti af eigið fé sjóðanna og þegar þeir sameinast, þá eykst þetta eigið fé og sömuleiðis svigrúm þeirra til út- lána,“ segir hann og bætir loks við: „Þá gætu þeir einnig vel aukið mark- aðshlutdeild sína ef opnuð yrði af- greiðsla í Reykjavík. Það er alveg tvímælalaust þörf fyrir það að spari- sjóðirnir auki þessa hlutdeild í fram- tíðinni.“ Bankasýsla ríkisins fer með eign- arhluti ríkisins í fjórum sparisjóð- um. Stefnt hefur verið að sölu þeirra um nokkurt skeið, meðal annars til viðskiptabankanna þriggja. Sparisjóðir verða að halda áfram á braut hagræðingar Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Markmiðið er að sameina sparisjóðina hér á landi í einn til þrjá. Stefnt er að því að opna útibú á höfuð- borgarsvæðinu. Morgunblaðið/Ómar Ragnar Birgisson, formaður Sambands íslenskra sparisjóða, segir mikilvægt að sparisjóðir auki markaðshlutdeild sína á íslenskum fjármálamarkaði. Hlutdeildin er nú um tvö prósent en var um tuttugu prósent þegar best lét. AFKOMA Tekjur Jarðborana jukust umtals- vert á milli ára og námu tæpum 6,8 milljörðum króna í fyrra. Í tilkynn- ingu frá félaginu segir að 85% tekn- anna hafi komið vegna erlendra verkefna. Rekstrarhagnaður félags- ins fyrir afskriftir, EBITDA, nam 1.488 milljónum króna og hagnaður fyrir skatta 801 milljón króna. Árið 2012 varð 614 milljóna króna tap á rekstri félagsins fyrir tekjuskatt. Þá drógust heildarskuldir félags- ins saman á milli ára og námu um 4.752 milljónum króna á árinu. Árið 2012 voru þær 5.796 milljónir króna. Í tilkynningunni segir að rekst- urinn hafi gengið ágætlega á árinu. Þar segir jafnframt að félagið hafi hafið starfsemi í Asíu í fyrra, en bor- anir hófust á Filippseyjum auk þess sem markaðsskrifstofa var opnuð í Indónesíu. Félagið mun hefja starf- semi í fleiri löndum í Asíu á árinu, að því er segir í tilkynningunni. Tekjur 6,8 milljarðar Morgunblaðið/Kristján Rekstur Jarðborana gekk ágætlega í fyrra og umskipti urðu í afkomu. VERSLUN Kortavelta einstaklinga jókst um 7,5% á raungengi í maímánuði sam- anborið við sama mánuð í fyrra. Um er að ræða hraðasta raunvöxt í korta- veltu síðan í október árið 2011. Hefur kortavelta einstaklinga ekki verið meiri í maímánuði að raunvirði síðan fyrir hrun og á það bæði við korta- veltu innanlands sem og erlendis, að því fram kemur í umfjöllun Grein- ingar Íslandsbanka. Kortavelta einstaklinga innanlands jókst um 6,2% í maí að raungildi á milli ára. Á sama tímabili jókst korta- velta einstaklinga erlendis um 19,1%, en sá vöxtur er í takti við þá þróun sem verið hefur síðustu misseri, þar sem ör vöxtur erlendra netverslana hefur spilað stórt hlutverk. Þó gætir einnig áhrifa af þeirri aukningu sem orðið hefur í utan- landsferðum á árinu. Ekki hafa jafn- margir Íslendingar haldið utan síðan fyrir hrun bankanna haustið 2008. Kortavelta í maí ekki meiri síðan fyrir hrun Morgunblaðið/Jim Smart Kortaveltan eykst og virðist ekkert lát vera á neyslugleði landsmanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.