Morgunblaðið - 19.06.2014, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2014 7SJÁVARÚTVEGUR
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta í 90 ár
Hljóðið er gott í Helga Antoni Ei-
ríkssyni forstjóra Iceland Seafood
International. Í dag rekur Iceland
Seafood sjö dótturfyrirtæki erlend-
is og selur á 45 markaði víðsvegar
um heiminn. Helgi segir helstu
breytingarnar hjá fyrirtækinu um
þessar mundir felast í auknum
krafti í sölu á ferskum fiski á Evr-
ópumarkaði.
„Markaðir hafa verið að breytast
á þá vegu að við ákváðum að best
væri að minnka umsvif okkar á
smásölumarkaði í Þýskalandi enda
samkeppnin þar mikil og erfið og
sá markaður í smásölu ekki hluti
af okkar kjarnastarfsemi. Í staðinn
einbeitum við okkur enn betur að
sölu á ferskum fiski í Þýskalandi
og víðsvegar í Evrópu og Norður-
Ameríku.“
Verðið á mörkuðum er ágætt og
horfurnar góðar, að mati Helga.
Hann segir núna vera spennandi
tími til að selja fisk, neytendum sé
mjög umhugað um að neyta sem
mests af fiski og eftirspurnin eigi
bara eftir að aukast. „Útlitið er
gott fyrir botnfiskinn og okkar
helstu samkeppnislönd búa ekki að
miklum umframbirgðum til að
setja á markað. Hins vegar er ljóst
að nágrannar okkar í Evrópu
munu veiða makríl í mjög auknum
mæli og verður mikið af fiski í boði
þegar líður á sumarið og inn í
haustið. Makríllinn er aðallega
seldur til Austur-Evrópu, Asíu, og
í minna mæli til Afríku, og á eftir
að koma í ljós hvernig þessi mark-
aðssvæði bregðast við auknu fram-
boði.“
Erfitt að skilja ýsuna
frá þorskinum
Hafrannsóknastofnun birti í síð-
ustu viku skýrslu um ástand fiski-
stofna og aflahorfur á komandi
fiskveiðiári. Sumt í niðurstöðum
skýrslunnar hefur valdið von-
brigðum, þar á meðal tillögur
Hafró um að minnka aflamark ýsu
um 20% úr 38 þús. tonnum í 30,4
þús. tonn. Hefur einnig valdið von-
brigðum að stofnunin leggur til
minni aukningu á þorskkvóta en
sjávarútvegsfyrirtæki höfðu reikn-
að með. Töluverð ánægja er aftur
á móti með að stofnunin leggur til
nærri tvöföldun á loðnukvóta.
Helgi segir að samdráttur í ýsu-
kvóta myndi skapa viss vandamál
við veiðar. „Það er rétt að ýsu-
stofninn virðist vera í ákveðinni
lægð og eðlilegt að á meðan sé
reynt að draga úr veiðum á ýsu.
Málið vandast hins vegar þegar
haft er í huga að þorskur og ýsa
hafast iðulega við á sömu slóðum
og töluverður vandi að ætla að
veiða þorsk án þess að ýsa slæðist
með.“
Að sögn Helga hafa útgerð-
arfélög reynt að leysa þennan
vanda, með ærnum tilkostnaði og
fyrirhöfn, með því að leita uppi
þau svæði þar sem meira er af
þorski þá stundina en minna af
ýsu. „Það er hvimleitt að veiða
mikið af ýsu með þorskinum þegar
kvótann vantar, og kostnaðarsamt
púsluspil að reyna að leita uppi
þær veiðislóðir þar sem ýsuhlut-
fallið er minnst.“
Mætti gera varfærnislegar
breytingar?
Helgi hefur svipaðar skoðanir og
aðrir úr sjávarútveginum á til-
lögum Hafrannsóknastofnunar um
þorskkvóta. „Það virtist skilningur
allra í greininni að verið væri að
vinna að langtíma-uppbyggingu
stofnsins og mjög skiljanlegt að
menn hefðu væntingar um meiri
aukingu í ár í ljósi kvótastefnu og
mælinga undangenginna ára.“
Hann segist ekki geta sett út á
mæliaðferðir og vinnubrögð Haf-
rannsóknastofnunar en bendir á að
ef til vill sé óhætt að endurskoða
eða útvíkka mælingar í ljósi breyt-
inga á dreifingu fisks. Á þetta sér-
staklega við í ýsu. Það sé upplifun
sjómanna að nóg sé af fiski í sjón-
um og óhætt að veiða meira.
„Tillögur stofnunarinnar um
veiðimagn eru reiknaðar sem
ákveðið hlutfall af heildarstærð
veiðistofnsins. Ef yfirvöld fara að
breyta þessum viðmiðum er mik-
ilvægt að gera það með lang-
tímamarkmið um nýtingu í huga
og í góðu sambandi við markaðinn
sem lítur á Íslendinga sem eina
ábyrgustu fiskveiðiþjóð í heimi. Sú
staða verður okkur stöðugt mik-
ilvægari í harðri samkeppni úti á
mörkuðunum.“
Horfur góðar fyrir botnfisk
á erlendum mörkuðum
Morgunblaðið/Kristinn
„Það er hvimleitt að veiða mikið af ýsu með þorskinum þegar kvótann vantar, og kostnaðarsamt púsluspil að reyna að leita uppi þær veiðislóðir þar sem
ýsuhlutfallið er minnst,“ segir Helgi Anton um stöðuna sem blasir við sjómönnum nú þegar Hafrannsóknastofnun leggur til að skerða ýsukvótann.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Forstjóri Iceland Seafood
bendir á fyrirsjáanleg
vandamál við veiðar þegar
ýsukvóti er af skornum
skammti enda veiðist ýsan
iðulega með þorskinum.
Segir spennandi að selja
fisk um þessar mundir,
neytendur vilji neyta sem
mests af fiski og að
fiskurinn sé veiddur
á ábyrgan hátt.
Morgunblaðið/Ómar
Ýsur i kari. „Útlitið er gott fyrir botnfiskinn og okkar helstu samkeppnilönd
búa ekki að miklum umframbirgðum til að setja á markað,“segir Helgi.