Morgunblaðið - 19.06.2014, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2014SJÓNARHÓLL
þegar þú vilt
kvarts stein
á borðið
Blettaábyrgð
Viðhaldsfrítt yfirborð
Slitsterkt
Bakteríuvörn
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is
By Cosentino
Núverandi virðisaukaskattskerfi er flókið og get-ur verið erfitt í framkvæmd. Í hugum flestraeru virðisaukaþrepin tvö – en í raun eru þau
fjögur, almenna þrepið 25,5%, lægra þrepið 7%, und-
anþegin velta 0% og loks undanþegin starfsemi.
Almenna reglan er að allar vörur og þjónusta bera
25,5% virðisaukaskatt nema þær vörur og starfsemi
sem sérstaklega eru undanþegnar í lögum um virð-
isaukaskatt. Dæmi um undanþegna starfsemi er t.d.
farþegaflutningar, heilbrigðis- og fjármálaþjónusta á
meðan t.d. útflutningur ým-
iskonar ber 0% virð-
isaukaskatt og telst und-
anþegin velta.
Flókið skattkerfi hvetur til
aukinnar villuhættu, eykur
kostnað við eftirlit og stór-
eykur hættu á skattsvikum
og undanskotum. En vara og
þjónusta getur með réttu
borið virðisaukaskatt á ein-
um stað meðan að sama vara
og/eða þjónusta er seld án
virðisaukaskatts á öðrum stað.
Hver hefur ekki velt fyrir sér spurningunni hvers-
vegna Kaffi Americano er í 7% en Írska kaffið er í
25,5% þrepinu? Er listilega framreiddur Mojito lista-
verk í þeim skilningi og lendir því í hvaða skattþrepi?
Húsaleiga atvinnuhúsnæðis getur ýmist verið með
virðisaukaskatti eða án og ekki er á færi leikmanna að
vita hvort svokölluð virðisaukaskattskvöð hvílir á við-
komandi húsnæði eða ekki – hvað þá heldur hversu há
hún er.
Ráðgjöf ýmiskonar ber virðisaukaskatt en ef sam-
bærileg og samkynja ráðgjöf er veitt af aðilum sem
teljast vera svokallaðir „2.gr aðilar“, t.d. bankar og
fjármálaþjónusta, þá eru dæmi þess að slík þóknun
hafi verið seld án virðisaukaskatts á þeim forsendum
að um fjármálaþjónustu sé að ræða, ekki ráðgjöf.
Listamenn og menningarstarfsemi er undanþegin
virðisaukaskatti þótt því hafi verið haldið fram að í
hljómsveitum séu allir aðilar undanþegnir virð-
isaukaskatti nema trommarinn sem sé iðnaðarmaður
og beri því virðisaukaskatt. Að jafnaði er skilvirkara
skatteftirlit með virðisaukaskattskyldri starfsemi
frekar en undanþeginni. Aðilar í virðisaukaskatt-
skyldri starfsemi skila inn virðisaukaskattsskýrslum á
tveggja mánaða fresti og mynda þau skil oft ramma
utan um starfsemi viðkomandi og í flestum tilfellum
er hægt að segja til um ýmsa þætti rekstrarins með
því að skoða skil virðisaukaskatts í ýmsu samhengi.
Þessu er ekki til að dreifa á sama hátt hjá und-
anþegnum aðilum.
Ferðaþjónusta er skilgreind sem undanþegin starf-
semi. Ástæðan fyrir því er að í 2.
gr laga um virðisaukaskatt er sér-
staklega tilgreint að fólksflutn-
ingar séu undanþegnir virð-
isaukaskatti. Sem dæmi má nefna
að þjónusta sjálfstæðra leiðsögu-
manna er að fullu skattskyld á
meðan t.d. skipulögð hestaferð
með leiðsögn er undanþegin en til
þess að flækja málin frekar má t.d.
geta þess að hestaleiga sem slík er
virðisaukaskattskyld.
Flókið skattkerfi hvetur til und-
anskota og benda nýlegar skýrslur til þess að und-
anskot skatts í ferðaþjónustu gætu verið umtalsverð.
Upptaka virðisaukaskatts á ferðaþjónustu hvernig svo
sem hún er skilgreind bæði bætir skil og ímynd at-
vinnugreinarinnar auk þess sem samkeppnisstaða að-
ila verður jöfnuð. Það er óþolandi fyrir aðila í ferða-
þjónustu og fólksflutningum sem eru með bókhald sitt
og skil á hreinu gagnvart samfélaginu, að vera í sí-
felldri samkeppni við svarta atvinnustarfsemi þar sem
litlum sem engum gjöldum er skilað. Upptaka virð-
isaukaskatts í þessum geira mundi koma á skilvirkara
eftirliti auk þess sem að hliðaráhrif af þessu yrðu að
aðilar gætu ekki lengur komist hjá því að skila t.d.
inn lögbundnum launatengdum gjöldum af launþegum
sínum þar sem innbyggðu eftirliti með virðisauka-
skatti væri komið á.
Það er löngu tímabært að bæta virðisaukaskatt-
kerfið, breikka skattstofninn, einfalda kerfið og fækka
þrepum og undanþágum. Ákvörðun virðisaukaskatt-
hlutfallsins sem slíks er vafalaust hægt að rökræða
endalaust og læt ég aðra um það verkefni.
ENDURSKOÐUN
Eymundur Sveinn Einarsson
löggiltur endurskoðandi hjá
Endurskoðun og ráðgjöf
„Allt sem er ekki bannað, má“ –
hugleiðingar um virðisaukaskatt
”
En vara og þjónusta
getur með réttu borið
virðisaukaskatt á einum
stað meðan sama vara
og/eða þjónusta er seld
án virðisaukaskatts á
öðrum stað.
Pistlar mínar undanfarnar vik-ur um mýtur í markaðs-málum hafa vakið umræðu
meðal áhugafólks um þau hugtök
sem ég hef komið inn á í skrifunum.
Einkum hefur athyglin beinst að því
hvað hugtakið „markaðsmál“ þýðir,
ekki síst þar sem ég hef talað fyrir
því að ýmis mál eins og starfsmanna-
mál og málefni þjónustu séu hluti af
markaðsmálum fyrirtækja og ættu
að skoðast í því ljósi.
Fyrir margt löngu kynntist ég
skrifum Gunnars Dal, heimspekings
og skálds, sem hafði mikil áhrif á
hvernig ég horfði á það heildar-
samhengi sem mér fannst stundum
vanta í fræðilega umræðu. Ekki síst
var ég hrifinn að þeirri skoðun
Gunnars að „til að skilja hið ein-
staka, þyrfti að þekkja þá heild sem
það væri brot af“. Með öðrum orð-
um, þá væri mikilvægt að sjá stóru
myndina og innbyrðis samhengi og
tengsl, ekki síst þegar horft væri til
flókinnar starfsemi fyrirtækja. Þessi
hugsun leiddi til þess að ég fór að líta
á einstök hugtök meira sem púsl í
stærri mynd. Og fljótlega fannst
mér að margvísleg verkefni sem
tengdust því að ná árangri í sam-
keppni á markaði og færa við-
skiptavinum tiltekið virði, mætti
fella öll undir hugtakið „markaðs-
mál“; verkefni sem sneru m.a. að
rannsóknum á markaði, greiningu á
þörfum einstakra markhópa, þróun í
þjónustu og vöruframboði, innri
starfsmannamál sem sneru að þjálf-
un og fræðslu, sölustjórnun og sölu,
skipulagi og stjórnun viðskipta-
sambanda og þjónustu.
Það sem einnig hefur haft áhrif á
þessa sýn mína á hvað markaðsmál
eru, er skoðun hins merka fræði-
manns Peter Drucker sem sagði;
„Markaðsmál (e. Marketing) eru það
mikil grundvallarmál að ekki er
hægt að horfa á þau sem aðskilda,
sjálfstæða fúnksjón. Markaðsmál
eru öll viðskiptin, séð frá loka-
árangrinum þ.e. frá sjónarhorni við-
skiptavinarins“. Þetta fannst mér
snilldarleg nálgun við það verkefni
að skipuleggja fyrirtæki og koma
vörum og þjónustu á markað til að
skapa viðskipti. Ekki horfa með
„hestagleraugum“ á afmarkaða
verkþætti heldur taka útgangspunkt
í viðskiptavinum og vinna með heild-
arsamhengið. Um leið og unnið er
með þá hugsun verður öll umræða
um muninn á markaðsmálum og
sölu, markaðsmálum og vöruþróun
eða markaðsmálum og þjónustu, til-
gangslítil. Allt verður hluti af heild
sem á að skapa sterka samkeppn-
isstöðu og forskot á markaði.
Að einhverju leyti getur verið að
enska hugtakið „marketing“ hafi
ruglað umræðuna. Hugtakið hefur
verið notað um „markaðsfærslu“ en
einnig tengst hugtakinu „markaðs-
mál“. Tilhneiging mín hefur verið að
þýða „marketing“ sem „markaðs-
mál“ fremur en þrengri skilgrein-
inguna á markaðsfærslu eða mark-
aðssetningu.
Ég er meðvitaður um að ekki eru
allir sammála um að rétt sé að flokka
allt undir yfirheitinu markaðsmál.
Einstakar rannsóknir hafa oftar en
ekki beinst að afmörkuðum verk-
þáttum með það að markmiði að
skoða sértæk áhrif þeirra t.d. á sviði
þjónustu og viðskiptatengsla. Að
einhverju leyti hefur þessi fókus
hólfað hugsun í markaðsmálum nið-
ur og ef til vill unnið gegn því að
heildstæðri nálgun væri beitt við að
vinna með þessa þætti.
Þróunin hefur þó verið að mínu
Hvað eru markaðsmál?
MARKAÐSMÁL
Þórður Sverrisson
ráðgjafi í stjórnun og
stefnumótun hjá Capacent
VEFSÍÐAN
Óvíða í atvinnulífinu er þróunin jafn
hröð og spennandi og í net- og
tækniiðnaði.
Nýjar græjur eru stöðugt að
koma fram á sjón-
arsviðið, nýir vefir og
forrit spretta reglu-
lega fram og breyta
því hvernig við lifum lífinu. Enginn
veit hvenær næsta Facebook, Apple
eða Google birtist upp úr þurru og
verður til þess að veröldin verður
aldrei söm aftur.
Vefurinn VentureBeat er stað-
urinn til að fylgjast með þessum
heimi.
Segja má að VentureBeat.com sé
óskavefur þeirra sem eru með snert
af tækjadellu og hafa líka ástríðu
fyrir viðskiptum.
Þar er blandað saman fréttum og
umfjöllun um nýjustu tækni annars
vegar og hins vegar dýpri greiningu
á fyrirtækjum og frumkvöðlum sem
vilja láta að sér kveða, kryddað með
tíðindum af kaupum, sölu, samrun-
um og fjármögnunarævintýrum.
Til að gefa betri hugmynd um
efnistökin má nefna að efstu fréttir
á VentureBeat á miðvikudag fjöll-
uðu um spennandi nýjan farsíma
frá Amazon, og hvernig hann gæti
hrist upp í markaðinum. Að auki
var grein um markaðsrannsókna-
fyrirtækið ThoughtSpot sem er að
gera áhugaverða hluti og forritið
Ginger sem á að hjálpa fólki að
skrifa betri texta, a.m.k. á ensku.
Höfundar Ginger segjast vera að
lyfta enskri tungu aftur til fyrri
dýrðar, eins og hún var skrifuð fyr-
ir tíma smáskilaboða.
Frá fremstu víglínu
tæknigeirans