Morgunblaðið - 19.06.2014, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2014FRÉTTIR
WINTER PARK
COLORADO 159.000frá kr.pr. mann
Bókaðu skíðaferðina þína áwww.gbferdir.is eða í síma 534 5000
og kynna:
Efnahagshorfur í Bandaríkjunum
hafa versnað og bandaríski seðla-
bankinn mun neyðast til að halda
stýrivöxtum í sögulegu lágmarki
lengur en væntingar eru um á
markaði. Þetta er niðurstaða ár-
legrar úttektar Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins á stöðu mála vestanhafs.
Christine Lagarde, framkvæmda-
stjóri sjóðsins, segir ekki megi
gera ráð fyrir að fullt atvinnustig í
hagkerfinu náist fyrr en árið 2017.
Á blaðamannafundi þar sem
skýrslan var kynnt sagði Lagarde
að spá sjóðsins um þróun atvinnu-
leysis ásamt horfum um að verð-
bólga verði undir viðmiðunarmörk-
um gefi ekki tilefni til að vænta
þess að vextir verði hækkaðir í
mars á næsta ári. Væntingar á
skuldabréfamarkaði höfðu fram að
útgáfu skýrslunnar gefið til kynna
vaxtahækkun á fyrri helming
næsta árs. Spá AGS gerir hins-
vegar ráð fyrir að lengri tími muni
líða áður en bandaríski seðlabank-
inn grípi til aðhaldsamari peninga-
málastefnu.
Ummælin endurspegla vaxandi
vonbrigði með hagvaxtaþróun í
Bandaríkjunum að undanförnu.
Samdráttur varð í hagkerfinu á
fyrsta fjórðungi þessa árs. Ástæð-
an er fyrst og fremst rakin til
áhrifa válynds veðurfars í vetur.
Nú gerir AGS ráð fyrir að hag-
vöxtur í Bandaríkjunum verði að-
eins 2% í ár en í apríl gerði sjóð-
urinn ráð fyrir 2,8% hagvexti.
Hætta á „umtalsverðum“
sveiflum
Ljóst er að sérfræðingar AGS
hafa töluverðar áhyggjur af því
misræmi sem er á milli væntinga á
mörkuðum og hvernig sjóðurinn
metur hagvaxtarhorfurnar vest-
anhafs. Fram kemur í skýrslunni
að misræmi milli væntinga og
veruleika geti skapað hættu á „um-
talsverðum“ sveiflum á mörkuðum
á næstu misserum, þó svo að
bandaríski seðlabankinn reyni
markvisst að upplýsa markaði um
áherslur sínar. Gangi það eftir
mun áhrifa þess gæta í öðrum hag-
kerfum heimsins að mati sjóðsins.
Í þessu samhengi kallaði Lag-
arde eftir því að Janet Yellen,
seðlabankastjóri Bandaríkjanna,
héldi fleiri blaðamannafundi svo að
afstýra megi hættu á misskilningi
markaðsaðila á stöðumati banda-
ríska seðlabankans. Reglulegir
blaðamannafundir bandaríska
seðlabankastjórans fara fram alla
jafnan fjórum sinnum á hverju ári.
Rætist hagvaxtarspá AGS mun
það hafa veruleg áhrif á lífskjör og
framkvæmd peningamálastefn-
unnar í Bandaríkjunum. Lang-
tímaspár um hagvaxtarhorfur
skipta miklu máli enda end-
urspegla slíkar spár mat á ónýttri
framleiðslugetu og hvar lang-
tímavextir eigi að vera. Sérfræð-
ingar bandaríska seðlabankans
hafa að undanförnu einnig verið að
færa hagvaxtarspár sínar í átt að
2% markinu.
Lagarde vill hærri lágmarks-
laun í Bandaríkjunum
Á fundi sínum með blaðamönn-
um þegar úttekt AGS var kynnt
fór Lagarde um víðan völl og tjáði
sig meðal annars um átakamál á
bandaríska þinginu. Fram-
kvæmdastjórinn lýsti stuðningi sín-
um við áherslur Baracks Obama í
efnahagsmálum um hækkun lág-
markslauna og endurgreiðanlegs
frítekjumarks og aukinna fjárfest-
inga í innviðum hagkerfisins. „Við
mælum með því að frítekjumarkið
verði hækkað. Fjörutíu ára reynsla
þessarar skattaútfærslu sýnir að
hún skilar árangri,“ sagði Lagarde.
Útfærsla frítekjumarksins er með
þeim hætti að ef skattgreiðendur
ná ekki markinu eiga þeir rétt á
greiðslu frá ríkinu. Það eru fyrst
og fremst fjölskyldur með börn
sem njóta slíkra greiðslna. Lag-
arde sagði enn fremur að samhliða
hækkun frítekjumarksins teldi
AGS að hækka ætti lágmarkslaun,
enda væru þau mjög lág í Banda-
ríkjunum samanborið við miðgildi
launa.
Tilraunir Obama forseta til að
hækka lágmarkslaun hafa til þessa
runnið út í sandinn enda er and-
staða þingmanna Repúblik-
anaflokksins á Bandaríkja-
þingi við málið mikil.
AGS svartsýnn á horfurnar vestanhafs
Eftir Robin Harding
Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn hefur lækkað
hagvaxtaspá sína fyrir
Bandaríkin og telur að
efahagshorfur gefi ekki
tilefni til að hækka vexti
á næstunni úr því
sögulega lágmarki
sem þeir eru nú í.
AFP
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, styður áherslur Baracks Obama á hækkanir á lág-
markslaunum en þær fyrirætlanir hafa mætt mikilli andstöðu á meðal þingmanna repúblikana á Bandaríkjaþingi.
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum