Morgunblaðið - 04.09.2014, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014FRÉTTIR
Mesta hækkun Mesta lækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
Marel hf.
-3,382%
100
N1 hf.
+4,482%
18,65
S&P 500
-0,191%
1.999,540
-0,269%
4.071,584
NASDAQ FTSE 100 NIKKEI 225
03. 03. ‘14 03. 09. ‘14
1.700
2.150
1.719,51
2.080,75
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
+0,789%
6.873,580
+1,969%
15.728,350
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
27. 2. ‘14 27. 8. ‘14
92
106
93,4996,57
Samtök atvinnulífsins átelja að ekki
sé að finna svokallaða útgjaldareglu í
nýju frumvarpi að lögum um opinber
fjármál. Útgjaldaregla felur í sér að
útgjöld hins opinbera, að frádregnum
vaxtagjöldum, skuli ekki fara fram úr
langtíma meðalhagvexti, að viðbættu
verðbólgumarkmiði.
Í nýrri greiningu efnahagssviðs
Samtaka atvinnulífsins er fjallað um
nauðsyn þess að lögbinda útgjalda-
reglu í því augnamiði að „takmarka
árlegan útgjaldavöxt og þannig
þvinga stjórnvöld til að halda sig inn-
an þess ramma sem settur er fram“.
Samtök atvinnulífsins telja innleið-
ingu nýrra fjármálareglna sem ná
munu til afkomu og skulda hins op-
inbera ekki duga til þess að taka á
„meginvandamáli opinberra fjármála
á Íslandi“, sem samtökin telja liggja á
útgjaldahliðinni.
Í greiningunni er bent á að stofn-
anir á borð við AGS og fram-
kvæmdastjórn ESB leggi áherslu á
innleiðingu útgjaldareglu samfara
öðrum fjármálareglum. Þá birti efna-
hagssvið Samtaka atvinnulífsins út-
tekt í síðustu viku þar sem fram kom
að viðvarandi útgjaldavöxtur hins op-
inbera umfram hagvöxt væri ekki
sjálfbær til langs tíma og að „ríkisút-
gjöld sem ítrekað fara út fyrir ramma
fjárlaga [drægju] úr trúverðugleika
fjárlagagerðar“. Samtökin telja lög-
bindingu útgjaldareglu nauðsynlega
til að „tryggja agaða og ábyrga
fjármálastjórn hins opinbera“.
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár-
laganefndar, kveðst mjög hlynnt því
að taka útgjaldareglu inn í lög um op-
inber fjármál og undrast hvers vegna
slík regla sé ekki inni í fyrirliggjandi
frumvarpi. Vigdís segist ósammála
því að slík regla hefti með einhverjum
hætti rétt kjörinna stjórnvalda og
kveðst sjá fyrir sér að taka inn slíkt
ákvæði til bráðabirgða, til dæmis til
tíu ára. Hún bendir á að aðkallandi sé
að greiða niður erlendar skuldir ríkis-
sjóðs og að lækka vaxtakostnað rík-
isins. Lögfesting útgjaldareglu styðji
þau markmið. Að hennar mati yrði
lögfesting slíkrar reglu til þess að hið
opinbera myndi minnka umsvif sín og
beita aðhaldi í fjármálum. Þá muni
frumvörp sem kalli á há útgjöld fyrir
ríkissjóð ekki fara í gegnum þingið,
verði útgjaldaregla lögfest.
Vigdís er þó ekki hlynnt því að
beita viðurlögum, fari ríkisstofnanir
fram úr fyrirfram ákveðnum út-
gjöldum. „Lögin eiga að duga til að
farið sé eftir þeim,“ segir Vigdís.
Þrjú stór verkefni
Guðlaugur Þór Þórðarson alþingis-
maður í fjárlaganefnd kveðst fagna
öllum hugmyndum um aðhald í ríkis-
rekstri. „Þrjú stærstu verkefni þjóð-
arinnar um þessar mundir eru að
greiða skuldir ríkissjóðs, lífeyris-
skuldbindingar og að undirbúa okkur
fyrir breytta aldurssamsetningu. Ef
við tökum ekki á þeim erum við að
skerða verulega lífskjör barnanna
okkar.“ Hann bendir á að ríkissjóður
greiði nú tvöfaldan rekstrarkostnað
Landspítalans árlega í vexti. „Við
þurfum að hugsa til framtíðar og
framtíðin er núna,“ bætir Guðlaugur
við. Hann segist vona að umræðan
um ríkisfjármál snúist um hvernig
leysa eigi þau þrjú vandamál sem
hann segir standa þjóðinni fyrir þrif-
um. Nauðsynlegt sé að ríkisstofnanir
haldi sig innan ramma fjárlaga.
Hann bendir á að erlendis sé meiri
agi á fjármálum ríkisstofnana og að
þær ríkisstofnanir sem fari út fyrir
fjárheimildir taki lán sem þær þurfi
að endurgreiða innan nokkurra ára.
Hann segir greiningu Samtaka at-
vinnulífsins gott innlegg í umræðuna
og bætir við: „Ég hlakka til að fara yf-
ir þessi sjónarmið.“
SA vilja binda
útgjaldareglu í lög
Brynja Björg Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Samtök atvinnulífsins telja
nauðsynlegt að lögbinda
svokallaða útgjaldareglu til
að tryggja aðhald í ríkisfjár-
málum. Slík regla nýtur
hljómgrunns þingmanna í
fjárlaganefnd.
Morgunblaðið/Kristinn
Samtök atvinnulífsins kalla eftir að útgjaldaregla verði bundin í lög.
Vigdís
Hauksdóttir
Guðlaugur Þór
Þórðarson
BÍLAR
Tap varð á rekstri bílaumboðsins
Heklu að fjárhæð 105 milljónir króna
á síðasta ári samanborið við hagnað
upp á 203 milljónir 2012.
Í ársreikningi félagsins, sem var
nýlega skilað til ársreikningaskráar,
kemur fram að tekjur Heklu hafi
numið samtals 9,76 milljörðum króna
á árinu 2013 og drógust þær saman
um 275 milljónir á milli ára.
Rekstrarhagnaður Heklu fyrir
fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA)
var tæplega 104 milljónir króna borið
saman við 353 milljónir króna árið áð-
ur.
Heildareignir fyrirtækisins voru
2,83 milljarðar króna í árslok 2013 og
eigið fé liðlega 821 milljón króna.
Nemur eiginfjárhlutfall Heklu því um
29%.
Eigendur Heklu eru félögin Riftún
og Semler Group A/S með 50% hlut
hvort. Riftún er í eigu Friðberts Frið-
bertssonar, forstjóra félagsins, en
Semler er danskt hlutafélag sem á og
rekur umboð fyrir Wolkswagen bif-
reiðar í Danmörku. Keypti danska fé-
lagið helmingshlut í Heklu í júlí 2013.
Hekla tapaði 105
milljónum á síðasta ári
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Friðbert Friðbertsson er forstjóri
Heklu og á hann 50% hlut í félaginu.
GJALDEYRISÚTBOÐ
Munurinn á útboðsgengi í gjaldeyr-
isútboðum Seðlabankans og gengi
krónunnar gagnvart evru hefur
minnkað um helming frá áramótum.
Hefur krónan aldrei verið sterkari
en raunin var í gjaldeyrisútboði
Seðlabankans í fyrradag.
Þetta kemur fram í greiningu Ís-
landsbanka en bent er á að útboðin
hafi fækkað aflandskrónum um 146
milljarða frá því að þau hófust 2011.
Svo virðist sem þrýstingur vegna
aflandskróna sé talsvert minni og
líkur því aukist á að stjórnvöld hugi
að næstu skrefum í losun hafta.
Það sem af er ári hefur útboðs-
gengið lækkað stöðugt og krónan
því að styrkjast gagnvart evru.
Nemur lækkunin 29 krónum á
hverja evru frá febrúarmánuði sem
jafngildir 16% styrkingu.
Greining Íslandsbanka segir að
athyglisvert verði að heyra hvernig
Seðlabankinn túlkar þróunina í
þessum efnum. Hefur bankinn áður
sagt að minnkandi munur á útboðs-
genginu og almennu gengi krón-
unnar væri til marks um minnkandi
þrýsting vegna aflandskróna. Í kjöl-
farið mætti því fara að huga að
næstu skrefum í losun hafta.
Útboðin að renna sitt skeið?
Morgunblaðið/Ernir
Gjaldeyrisútboðin hafa fækkað aflandskrónum um 146 milljarða.
VIÐ
KOMUM
VÍÐA VIÐ!
Prentgripur
511 1234
gudjono@gudjono.is
SLITABÚ
Aðkeyptur innlendur ráðgjafarkostn-
aður slitabús Glitnis nam 340 millj-
ónum króna á fyrstu sex mánuðum
ársins en á sama tíma árið 2013 var
hann aðeins 159 milljónir. Hefur
kostnaðurinn aukist um ríflega 210%
á milli ára en inni í þessari tölu er
ekki aðkeypt lögfræðiráðgjöf.
Samtals nam aðkeyptur ráðgjafar-
og lögfræðikostnaður Glitnis 1.644
milljónum á fyrri árshelmingi og
jókst um 171 milljón frá árinu 2013.
Yfir tveir þriðju er
aðkeyptur kostn-
aður erlendra ráð-
gjafa.
Fram hefur
komið á við-
skiptasíðum Morg-
unblaðsins að
Glitnir hafi fyrr á
þessu ári ráðið til sín KOM almanna-
tengsl, Straum fjárfestingabanka og
MP banka sem ráðgjafa vegna vinnu
við áform um að ljúka uppgjöri bank-
ans með nauðasamningi.
Innlendur ráðgjafarkostn-
aður Glitnis tvöfaldast