Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 12
Eins og greint var frá í síðustu viku, komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að verðtryggingarákvæði í lánasamningum við neytendur væru ekki andstæð tilskipun ESB um óréttmæta skilmála í neytenda- samningum. Sú niðurstaða kom í raun ekki á óvart. Öllu ófyr- irsjáanlegra er álit EFTA-dómstóls- ins á síðara verðtryggingarmálinu sem hann hefur tekið til meðferðar, sem fjallar um þá framkvæmd að til- greina 0% verðbólgu í greiðsluáætl- un en ekki þekkt verðbólgustig á lánsdegi. Málið var flutt fyrir EFTA- dómstólnum þann 11. júní síðastlið- inn en ekki er vitað hvenær vænta megi álitsins. Talið er að yfir 90% verðtryggðra lánasamninga hér á landi tilgreini 0% verðbólgu. Kann það því að hafa miklar afleiðingar ef EFTA- dómstóllinn og svo íslenskir dóm- stólar gera athugasemdir við þessa framkvæmd. Í málinu er EFTA-dómstóllinn spurður hvort það samræmist til- skipun nr. 87/102/EBE um neyt- endalán, að við gerð lánssamnings sem bundinn er vísitölu neysluverðs sé miðað við útreikning á heild- arlántökukostnaði og árlegri hlut- fallstölu kostnaðar, sem birtur er lántaka við samningsgerðina, miðað við 0% verðbólgu í stað verðbólgu- stigs á lántökudegi. Sækjandi vísar meðal annars í málflutningi sínum til dóms dómstóls Er 0% verðbólga misvísandi? Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is DÓMSMÁL Ekki er víst að lánasamningur verði talinn ógildur, þó svo að talið verði misvís- andi að tiltaka 0% verðbólgu í greiðsluáætlun. 12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014SJÓNARHÓLL Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Lauf Fjölnota skeljastóll Sturla Már Jónsson Húsgagna- og innanhússarkitekt hannaði LAUF Í umræðu og skrifum um stefnumótun hefur lítiðfarið fyrir því sem einkennir slæma stefnu. Þaðeru hins vegar fjölmörg dæmi um að stjórnendur misstígi sig í þeirri vegferð sem stefnumótunin er og endað uppi með haldlitlar lýsingar sem lítið gera. En hvað er það sem helst einkennir slæma stefnu? Of mikil froða; alltaf er sú hætta fyrir hendi að kjarni málsins týnist í æfingum um þá jákvæðu þætti og fallegu framtíð sem stjórnendur vilja stefna að, án þess að fram komi hvað það sé sem skapi samkeppn- isforskot fyrirtækisins. Á hvern hátt það forskot eigi að leiða til heilla og hamingju fyrir viðskiptavini, starfsfólk og eigendur. Hætta er á að stjórnendur láti staðar numið við upp- hafna lýsingu á hinu aug- ljósa og þannig leynist froða í formi óljósra sérfræði- hugtaka og almennra óska um bjarta framtíð. Hér þarf því að draga fram það sem skiptir máli en ekki láta nægja falleg almenn orð, dulbúin sem djúpa visku. Mistök við að mæta vand- anum; lykillinn að öflugri stefnu, og þá um leið hern- aðaráætlun fyrirtækis, er að fyrir liggi mat á þeirri áskorun sem stefnan á að taka á. Ef sú áskorun er ekki skilgreind er erfitt að stilla upp skýrum áherslum til að vinna eftir. Niðurstaðan verður þá safn sundurlausra markmiða og óskalisti um það sem stjórnendur vilja að gerist. Erfiðleikinn við að velja og hafna; stefnumótun fel- ur í sér val. Hvað fyrirtækið ætlar sér að gera, en ekki síður hvað fyrirtækið ætlar sér ekki að gera. Oft er sú hlið málsins erfiðari við að eiga. Stjórnendur óttast að í því sem látið er eiga sig felist glatað tæki- færi. En til þess að öðlast sterka stöðu og viðhalda skörpum fókus á það viðskiptatækifæri sem fyr- irtækið telur vænlegt til árangurs, þá verður að gefa eftir aðra hluti. Ef stjórnendur taka ekki afstöðu verður afurðin oft almennar óskir um jákvæða stöðu sem allir geta fallist á en hjálpar fyrirtækinu ekkert í baráttu á markaði. Ekki er greinarmunur á áherslum og stefnu; eitt af því sem flækir umræðuna um stefnu og stefnumótun er ólíkur skilningur manna á þeim hugtökum sem notuð eru. Það sem sérstaklega þvælist fyrir er rugl- ingur milli þeirra áherslna sem stjórnendur vilja fylgja og þeirrar hernaðaráætlunar – strategíu – sem á að beita til að ná árangri og æskilegri stöðu. Svo- kallaðar stefnumótandi áætlanir eru oft ekki annað en 3-5 ára fjárhagsspár og óskir um aukna markaðshlutdeild, fjár- hagslegan vöxt og hamingju. Skýr strategía til að ná árangri skiptir því öllu máli. Ómarkvissar aðgerðir; við mót- un stefnu skipta í raun öllu mál þær stefnumarkandi aðgerðir sem hún leiðir af sér. Hér er strategí- an bundin í aðgerðir og þeim for- gangsraðað í ljósi þess sem stefn- an segir til um. Og hér verða gjarnan mistök. Aðgerðir eru ekki í skýru sambandi við stefnu- áherslur og sýna aðeins verk- efnalista um margvísleg tækifæri til úrbóta. Niðurstaðan verður upptalning verkefna sem síðan fjara oft út vegna þess að það skortir fókus og skýran skilning stjórn- enda og annarra starfsmanna á það sem skiptir máli fyrir samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Kjarni málsins er sá að stjórnendur verða að nálg- ast vinnu við stefnumótun á hreinskiptan og agaðan hátt. Að móta skýra stefnu til framtíðar er í raun mikilvægasta viðfangsefni stjórnenda og í því verk- efni þarf að beita opnum huga og gagnrýninni nálgun til að tryggja niðurstöðu sem er nothæf. Niðurstöðu sem þjónar því hlutverki að vera leiðarljós fyrirtækis fyrir áherslur, fókus, skipulag og aðgerðir sem skapa eiga verjanlega stöðu í samkeppni. STEFNUMÓTUN Þórður Sverrisson ráðgjafi í stjórnun og stefnumótun hjá Capacent Hvað einkennir slæma stefnu? ” Alltaf er sú hætta fyrir hendi að kjarni málsins týnist í æfingum um þá jákvæðu þætti og fallegu framtíð sem stjórnendur vilja stefna að, án þess að fram komi hvað það sé sem skapi samkeppnis- forskot fyrirtækisins VEFSÍÐAN Bæði stjórnandinn og starfsmað- urinn standa frammi fyrir ótalmörg- um erfiðum spurningum í vinnunni. Hvað má ég og hvað ekki? Hvað ætti ég að færa í tal við yfirmanninn og hvað myndi þykja óvið- eigandi að ræða um? Hvernig er best að glíma við alls kyns vandamál sem komið geta upp á milli vinnu- félaga. Vefurinn Ask a Mana- ger (www.askamanager.org) ætti að eiga svarið. Að baki síðunni stendur ung kona að nafni Alison Green, með mikla ástríðu fyrir mannauðsmálum og stjórnun. Hún vinnur í dag fyrir sér sem ráðgjafi en var áður starfs- mannastjóri í meðalstóru fyrirtæki og kynntist þar af eigin raun því hversu erfitt það getur verið að halda öllu í horfinu þar sem margar mann- eskjur vinna saman. Fyrirkomulagið á Ask a Manager er þannig að lesendur senda inn fyr- irspurnir, sem er svo svarað, stund- um í stuttu máli en á ítarlegri hátt þegar ástæða er til. Daglega koma inn svör við nýjum spurn- ingum og í hvert skipti virðist eitt- hvað mega læra af þeim ráðum sem Alison veitir. Und- anfarna daga hefur hún svarað spurn- ingum á borð við hvort það er eðlilegt að klippa neglurnar í vinnunni eða hvort er óviðeigandi að hreinsa brjóstapumpu í vaskinum á kaffistofunni. Er það ekki góðs viti í atvinnuviðtali ef spyrj- andinn spyr ekki um meðmælendur eða gefur ekki nafnspjaldið sitt? Og hvernig stóð á því að manneskjan sem ég þjálfaði í starfi er núna orðin yfirmaður minn? ai@mbl.is Leiðsögn um vinnu- staða-frumskóginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.