Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 7SJÁVARÚTVEGUR
SCREEN- OG
RÚLLUGARDÍNUR
Henta vel þar sem sól er mikil
en þú vilt samt geta séð út
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
Meira úrval
Meiri gæði
Íslensk
framleiðsla
eftir máli
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061
Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 30 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Sólskálar
-sælureitur innan seilingar
„Við stefnum að því að láta vélarnar
standa undir merkjum, þannig að
fólk velji okkur gæðanna vegna,“
segir Elliði Hreinsson, fram-
kvæmdastjóri íslenska tæknifyr-
irtækisins Curio sem hannar og
framleiðir háþróuð fiskvinnslutæki á
borð við hausara, flökunarvélar, roð-
flettivélar, brýningarvélar og pæk-
ilstöðvar. Um 120 vélar frá fyrirtæk-
inu eru í notkun víðsvegar um
heiminn. Fyrirtækið var stofnað árið
2008 og frá þeim tíma hefur starfs-
mönnum fyrirtækisins fjölgað úr
fjórum í 25. Velta Curio eykst einnig
hröðum skrefum. „Við erum að með-
altali að tvöfalda veltuna á hverju
ári,“ greinir Elliði frá. „Við vorum
með nánast milljarð í heildarveltu í
fyrra og við stefnum á tvo milljarða í
veltu á þessu ári ef allt gengur vel.“
Curio er starfrækt í Hafnarfirði en
er með útibú á Húsavík og í Aber-
deen í Skotlandi. Þá er unnið að því
að opna útibú í Noregi bráðlega og
stefnt er að opnun útibús í Banda-
ríkjunum innan tveggja ára.
Tryggja rekstraröryggi
Elliði kveður allt kapp lagt á að
vélarnar frá Curio standi undir
merkjum sem gæðavélar. „Við smíð-
um góðar og stöðugar vélar með
góðri nýtingu. Við reynum að
tryggja rekstraröryggi viðskiptavina
með því að vélarnir bili sem minnst.
Við fylgjumst mjög vel með öllum
bilunum og vinnum bót á þeim sem
allra fyrst.“
Aðspurður hvers vegna hann telji
vélarnar frá Curio góðar svarar Ell-
iði: „Við leggjum mikla áherslu á
gæði og leggjum mikinn metnað í
það sem við gerum. Allir starfsmenn
okkar geta staðfest að við erum mjög
stoltir af vinnunni okkar.“ Þá telur
hann lykilatriði að vera með góða
starfsmenn sem eru duglegir og
samviskusamir. „Ég er svo heppinn
að vera með slíkan hóp.“
Bókaðir langt fram í tímann
Elliði hefur mörg járn í eldinum
„Við erum með vélar í rennismíði
stanslaust. Við erum með pantanir
fleiri mánuði fram í tímann,“ greinir
hann frá. Elliði kvartar þó engan
veginn undan álagi. „Það eru bara
lúxusvandamál hjá okkur. Við getum
ekki kvartað. Við höfum haft mjög
mikið að gera frá kreppu.“ Hann tel-
ur fyrirtækið mun samkeppnishæf-
ara í útflutningi núna þegar krónan
er lág. Aðspurður um mannauðinn á
vinnustaðnum svarar Elliði: „Síðustu
fimm til sex ár höfum við átt fullt í
fangi með að anna eftirspurn.“
Vinna vélarnar frá grunni
Curio bæði hannar og smíðar vél-
ar. „Við erum að vinna vélarnar í
raun alveg frá grunni, það er frá hrá-
efnum og upp í vélar,“ segir Elliði.
Aðspurður um aðkeypta íhluti svarar
hann: „Við kaupum sáralítið tilbúið,
fyrir utan hluti frá nokkrum undir-
verktökum í sérhæfðum verkefnum.
Við framleiðum til dæmis okkar eigin
rafmagnsmótora til að ná fram gæð-
um sem við fundum ekki á almennum
markaði.“
Eins og álfasmiðja jólasveinsins
Curio hefur ekki verið sérlega
áberandi í umræðunni þrátt fyrir vel-
gengni. „Við höfum lítið látið á okkur
bera undanfarin ár en núna erum við
orðin það stór að við verðum að láta
sjá okkur,“ segir Elliði. „Við verðum
til dæmis í fyrsta skipti á Sjávar-
útvegssýningunni í ár á bás. Við höf-
um mætt á sýningar í Boston og
Brussel áður en aldrei verið á bás.“
Framvegis mun Curio vera með bás
á sýningum. „Við verðum framvegis
sýnilegir,“ lofar hann. Elliði rifjar
upp þegar viðskiptavinur komst svo
að orði: „Ég heyrði svo mikið talað
um ykkur en loksins fann ég ykkur.“
Viðskiptavinurinn líkti Curio svo við
álfasmiðju jólasveinsins.
Curio selur talsvert af vélum til út-
landa. „Útflutningurinn er að verða
stærra og stærra hlutfall af fram-
leiðslunni. Líklega er hann 60-70% af
henni,“ greinir Elliði frá. Hann segir
fyrirtækið selja mikið til Noregs,
Bretlandseyja í heild sinni, Banda-
ríkjanna, Kanada, Portúgals og
Spánar auk fleiri landa. „Við af-
greiðum um þrjár vélar frá okkur á
mánuði. Það þýðir að við erum að
fjölga um fjörutíu vélar á ári miðað
við framleiðsluna í ár.“
Nýsköpun ræðst af veskinu
Curio vinnur nú að fjórum nýjum
vélum. Elliði á von á því að fyrsta vél-
in fari á markað núna í haust, önnur
fer í prufukeyrslu í Skotlandi fyrir
jól, sú þriðja í prufukeyrslu í mars
2015 og sú fjórða haustið 2015.
„Framleiðslan gengur fyrir en ný-
sköpunin ræðst af þeim aukatíma
sem er og veskinu,“ bætir Elliði við.
„Bara lúxusvanda-
mál hjá okkur“
Morgunblaðið/Þórður
Elliði Hreinsson segir sífellt stærri hluta framleiðslu Curio fari í útflutning.
Brynja Björg Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Ekki hefur mikið farið fyrir
tæknifyrirtækinu Curio
þrátt fyrir að fyrirtækið hafi
selt um 120 háþróuð fisk-
vinnslutæki víða um heim.
Elliði Hreinsson fram-
kvæmdastjóri lofar þó að
fyrirtækið verði sýnilegra
framvegis.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/