Morgunblaðið - 04.09.2014, Side 15

Morgunblaðið - 04.09.2014, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 15FÓLK Um 150 fjárfestar sóttu fjárfestadag Startup Reykjavík um síðustu helgi þar sem tíu lið kynntu viðskiptahugmyndir sínar. Stefán Þór Helgason, verkefnastjóri hjá Klak Innovit, segir viðburðinn stærsta fjárfestingarviðburð frumkvöðla á landinu. Að sögn Salóme Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Klaks Innovits, er ungt fólk að átta sig á því í æ ríkari mæli að hægt er að skapa sína eigin atvinnu með því að stofna sitt eig- ið fyrirtæki. Startup Reykjavík Stærsti fjárfestingaviðburður frumkvöðla á landinu Morgunblaðið/Þórður FUNDIR Markaðssamskipti Högni Valur Högnason hefur verið ráðinn hönnunar- og hugmyndastjóri (creative director) hjá H:N Markaðssamskiptum. Högni Valur hefur mikla reynslu af hönnunar- og hugmyndavinnu en hann útskrifaðist úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2009. Högni Valur er formaður FÍT, Félags íslenskra teiknara, og virkur þátttakandi í félagsstarfi hönnuða. Hjá H:N mun hann hafa um- sjón með hönnunar- og hugmyndastjórnun sem og skipulags- og fram- kvæmdamálum. Högni Valur er þrítugur að aldri, ólst upp í Breiðholti og útskrifaðist af listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti áður en hann hóf nám í graf- ískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Nýr hönnunar- og hugmyndastjóri Olís Kristján Már Atlason, f. 1971, hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs hjá Olís. Kristján Már er hagfræðingur með BSc í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá sama skóla. Kristján Már hefur undanfarin ár starfað hjá Samskipum og gegnt þar ýmsum stjórnunar- störfum bæði hér heima og erlendis. Helstu störf hans hjá félaginu voru forstöðumaður innflutningssviðs og forstöðumaður erlendr- ar starfsemi, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs og fram- kvæmdastjóri Samskip Logistics og Samskip – Icepack B.V. í Hollandi. Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, f. 1977, hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra smásölusviðs hjá Olís. Sigríður Hrefna er cand. jur. frá Háskóla Íslands og með MBA- gráðu frá Copenhagen Business School. Hún hefur und- anfarin ár starfað sem forstöðumaður hjá Arion banka en áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri skilanefndar Sparisjóðabankans og sem framkvæmdastjóri hjá Atlas Ejendomme A/S í Kaupmannahöfn. Tveir nýir framkvæmdastjórar ráðnir VISTASKIPTI KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! HREINSI- OG SMUR- EFNI, GÍROLÍUR, SMUROLÍUR OG RÚÐUVÖKVI FYRIR ALLAR GERÐIR BIFREIÐA Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. Hleypur þú 6 maraþon á ári? ...nei líklegast ekki - en þú gætir brennt jafnmörgum hitaeiningum með því að nýta þér hæðarstillanlegu skrifborðin frá InnX innréttingum.* Hugsaðu um heilsuna - það borgar sig Hæðarstillanlegt skrifborð Verð frá kr. 124.302 Möppuskápur Verð frá kr. 120.533 • • • • *Rannsóknir hafa sýnt að með því að standa í um 15 mínutur per klst. yfir vinnudaginn þá brennir meðalmanneskja um 20.160 hitaeiningum á ári! Nú bjóða InnX innréttingar athyglisverða nýjung sem kallast „LINAK heilsurofinn“. Þessi einfaldi fylgihlutur skráir hversu margar mínútur skrifborðið er í hárri stöðu og umreiknar það síðan yfir í hitaeiningabrennslu. Þá er líka hægt að stilla rofann til að minna mann á hvenær tímabært er að hækka eða lækka skrifborðið og skipta um vinnustellingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.