Morgunblaðið - 04.09.2014, Side 16
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidskipti@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar Sími 5691111, augl@mbl.is. Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTA
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Koma ísnum ekki í …
Verðtrygging ekki …
Tesla fyrir 220 þús. …
ASÍ: Tími ofurlauna …
Umsóknir fleiri en …
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Ekkert er því til fyrirstöðu að gjald-
eyriseftirlit Seðlabanka Íslands birti
ákvarðanir sínar varðandi undan-
þágubeiðnir frá fjármagnshöftum.
Slíkt myndi auðvelda mat aðila á því
hvort þeir eigi rétt á sambærilegum
undanþágum og tryggja að sam-
ræmis sé gætt við afgreiðslu á und-
anþágubeiðnum. Þannig mætti
sömuleiðis auka traust á ferlinu og
fækka umsóknum ef unnt sé að sjá
hvaða beiðnum hafi þegar verið
hafnað.
Þetta kemur fram í bréfi sem Við-
skiptaráð Íslands hefur sent efna-
hags- og fjármálaráðherra og um-
boðsmanni Alþingis um ábendingar
um nauðsynlegar umbætur á stjórn-
sýsluháttum Seðlabankans.
Í bréfi Viðskiptaráðs er vakin at-
hygli á því að engin kæruleið sé fyrir
hendi vegna synjunar á undan-
þágubeiðnum heldur þurfti fyr-
irtæki að leita beint til dómstóla.
„Fyrirtæki hafa hingað til ekki nýtt
sér þá leið. Af samtölum við for-
svarsmenn fyrirtækja má ráða að
orsök þess sé ekki sú að ávallt sé
sátt um ákvarðanir bankans, heldur
að aðilar óttist í vissum tilfellum að
missa velvild í síðari ákvörðunum sé
niðurstaða bankans borin undir
dómstóla,“ segir í bréfi Viðskipta-
ráðs. Dæmi séu um að ráðgjafar sem
sérhæfi sig í undanþágubeiðnum
hafi ráðlagt fyrirtækjum að fara
ekki með ákvarðanir gjaldeyriseft-
irlitsins fyrir dómstóla til að forðast
neikvæð viðbrögð Seðlabankans við
undanþágubeiðnum síðar meir.
Forsvarsmenn fyrirtækja eru
einnig sagðir hafa áhyggjur af jafn-
ræði milli umsækjenda. Viðskipta-
ráð bendir á að eitt félag segist
ávallt notast við einn tiltekinn ráð-
gjafa í málum sem varða gjaldeyr-
iseftirlitið þar sem hann hefði tengsl
við Seðlabankann. „Telja forsvars-
menn fyrirtækisins þá staðreynd
hafa hjálpað fyrirtækinu við að fá
skjótari og hagstæðari afgreiðslu á
undanþágubeiðnum.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VI telur ekkert því til fyrirstöðu að ákvarðanir Seðlabankans séu birtar.
„Óttast að
missa velvild“
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Viðskiptaráð segir að fyrir-
tæki veigri sér við því að
leita til dómstóla séu þau
ósátt við ákvarðanir gjald-
eyriseftirlits Seðlabankans.
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Seðlabanki Íslands stöðvaði fyrirskemmstu ólöleg gjaldeyris-
viðskipti erlendra tryggingafélaga.
Þótt bankinn hafi um árabil vitað að
gjaldeyrisviðskiptin væru í trássi við
lög og reglur um gjaldeyrismál þá
skipti það máli – það réð samt ekki
úrslitum – að útflæðið hafði aukist
hröðum skrefum með tilheyrandi nei-
kvæðum áhrifum á greiðslujöfnuð Ís-
lands. Á þessu ári var það áætlað um
10 milljarðar króna.
Þetta er ágætt að setja í samhengivið áform slitabúa föllnu bank-
anna og kröfuhafa þeirra sem sækj-
ast eftir því að fá undanþágu frá fjár-
magnshöftum til að selja eignarhluti í
Íslandsbanka og Arion banka til er-
lendra fjárfesta. Slík sala myndi opna
á umtalsvert gjaldeyrisútflæði úr
landinu enda væru arðgreiðslur úr
nýju bönkunum til erlendra eigenda
undanþegnar höftum. Þannig gætu
þeir, sé miðað við hófsamar 12% arð-
semisforsendur, greitt sér út arð í er-
lendum gjaldeyri fyrir um 35 millj-
arða á ári. Til samanburðar er spáð
15 milljarða viðskiptaafgangi á þessu
ári. Gjaldeyrisstaða þjóðarbúsins
stendur því ekki undir slíku útflæði –
og niðurstaðan yrði gengislækkun
krónunnar eða að gengið yrði á forða
Seðlabankans.
Því er ítrekað haldið fram að sala ábönkunum til erlendra fjárfesta
auðveldi losun hafta. Sú fullyrðing
stenst augljóslega enga skoðun. Að
óbreyttu getur Seðlabankinn því
aldrei fallist á undanþágubeiðnir
slitabúanna á meðan ekki liggur fyrir
hvernig arðgreiðslur til mögulegra-
nýrra erlendra eigenda eiga að geta
samrýmst áformum stjórnvalda um
afléttingu fjármagnshafta.
Leysir eng-
an vandaMikilvægi þess að skipa fyr-irtæki góða stjórn verður
seint ofmetið. Fagmennska í vinnu-
brögðum og stjórnarháttum getur
skipt sköpum fyrir framtíð hvers
fyrirtækis. Stjórnir gegna mik-
ilvægu hlutverki við eftirlit og sem
milliliður í samskiptum eigenda fyr-
irtækisins og þeirra sem falið er að
stjórna því. Eftirlit stjórna nær allt
frá vanhæfni við stjórnun fyrirtæk-
isins til hugsanlegra svika, auk
þess sem ýmiskonar ráðgjöf og
stuðningur stjórnarmanna getur
verið mikilvægur, til dæmis við að
laða að framúrskarandi starfsfólk
eða við kaup á öðrum fyrirtækjum.
Áhugaverð umræða hefur skap-ast vestanhafs um bylting-
arkennda hugmynd tveggja banda-
rískra prófessora, sem birt var í
grein í Stanford Law Review í vor,
um skipan í stjórnir. Þar velta þeir
því fyrir sér hvort ekki væri hag-
felldast að stjórnarmenn væru
ráðnir til starfa frá sérhæfðum fyr-
irtækjum atvinnustjórnarmanna.
Til yrði ný stétt fólks sem starfaði
við stjórnarstörf, líkt og ráðgjafar
hjá ráðgjafarfyrirtækjum. Með því
myndi ekki einungis fást hlutlaust
fagfólk í stjórn, heldur myndu
stjórnarmennirnir njóta þess að
starfa sem hluti af fyrirtæki sem
byggi yfir mikilli uppsafnaðri sér-
fræðikunnáttu um þau verkefni
sem stjórnir þurfa að sinna. Þetta
myndi meðal annars auka sjálfs-
öryggi og sjálfstæði stjórnarmanna,
bæði gagnvart stjórnendum og eig-
endum, sem fyrst og fremst væri
byggt á traustri þekkingu.
Ýmsar leiðir eru mögulegar viðval á stjórnarmönnum og allar
hafa þær sína kosti og galla. Ein-
hvers konar blönduð leið kann að
vera farsælust þegar upp er staðið.
Það er hins vegar mikilvægt að í
stjórnir veljist einstaklingar sem
skapa stjórninni breidd. Í því sam-
bandi hafa meðal annars verið sett
á lög um kynjakvóta í stjórnum hér
á landi. Hins vegar má velta því
fyrir sér hvort hugsunin að baki
þeirri reglu sé ekki röng í grund-
vallaratriðum. Sjálfstæði, færni og
kunnátta hefur ekkert með kyn að
gera. Líklegt er að ef stjórnar-
mannafyrirtæki verða hluti af
framtíðinni muni af sjálfu sér skap-
ast eðlilegt jafnvægi kynja í stjórn-
um.
Góðir stjórnarmenn hf.
Tvö þúsund mótmælendur
vopnaðir tíu tonnum af tómöt-
um munu setja á svið matar-
slag í Amsterdam til að mót-
mæla viðskiptabanni Rússa.
Mótmæla viðskipta-
banni með tómötum
1
2
3
4
5
Vantar þig dælu? Við höfum úrvalið
Stórar dælur - Litlar dælur
Góðar dælur - Öruggar dælur
Gæði - Öryggi - Þjónusta
Danfoss hf • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is