Morgunblaðið - 23.09.2014, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 23.09.2014, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2014 BÍLAR 7 Guðfinnur bíl fyrir þig! Bjóðum 100% lán í allt að 84 mánuði Þ að er stundum góð skemmtun að skoða myndasöfn af bílum og öðr- um farartækjum á Fésbókinni, en urmull er til af slíku efni hérlendis sem erlendis. Undirritaðan rak þó í roga- stans á dögunum þegar hann sá mynd af vél- sleða nokkrum á Véla- og tækjasafni Vopna- fjarðar af öllum stöðum. Það sem var merkilegt við þessa uppgötvun að hans mati var að stuttu áður hafði hann rekist á sams konar sleða á stóru mótorhjólasafni í Banda- ríkjunum. Þar skipaði hann sérstakan heið- urssess fyrir það fyrsta að vera með Indian- mótorhjólamótor, eins og reyndar flest þeirra mótorhjóla sem saman voru komin á þessu safni, og einnig fyrir þá staðreynd að vera einn af innan við 50 sem enn eru til í heiminum í dag. Komu tveir til landsins Vélsleðinn heitir Eliason Motor Toboggan Model D og er af 1942-árgerð. Hann er einn af um það bil þrjú hundruð eintökum sem smíðuð voru á árum seinni heimsstyrjald- arinnar. Tveir slíkir vélsleðar komu til lands- ins veturinn 1945-6 og fóru sama ár á Vatna- jökul til starfa fyrir Rannsóknarráð ríkisins. Nafnið Toboggan er tekið úr indíánamáli og merkir flatbotna, sem er meiðalaus sleði, sveigður upp að framanverðu. Sleðinn reyndist vel á hörðum snjó eins og oft er á jöklum en síður þar sem snjór var blautur. Einnig kom lengd hans sér vel á sprungu- svæðum. Sleðinn kemur til Vopnafjarðar frá vélsleðasafninu á Mývatni. Upphaflega fannst hann úti á túni í Mosfellsbæ, frekar illa á sig kominn, en fyrir framtak Birkis Fanndal Haraldssonar komst hann í góðar hendur. Grind og yfirbygging var endurbyggð í Kröflu en Indian V45-síðuventlavélina gerði Valur Sigurjónsson upp. Eins og í mótorhjólunum var þriggja gíra kassi og var hámarkshraðinn 55 km á klst. Mesta safn vélsleða á landinu Eins og fram hefur komið er Toboggan- vélsleðinn geymdur hjá Véla- og tækjasafn- inu á Vopnafirði. Það var sett á laggirnar 2014 og er tilgangur safnsins að sýna, varð- veita og skrá sögu gamalla véla og tækja. Á safninu er að finna marga elstu vélsleða landsins, traktora, mótorhjól, bátavélar, bíla og einnig er safnið með ýmsa atburði og sýn- ingar í gangi. Gripirnir eru flestir í einkaeigu, en safnið er opið á sumrin til 1. september. njall@mbl.is Af spjöldum sögunnar | Eliason Motor Toboggan vélsleðinn Fágætur safngripur á útkjálka Íslands Samskonar vélsleði er á Motorcyclepedia-safninu í New- burgh sem geymir stærsta safn Indian-mótorhjóla í heim- inum en Toboggan-sleðinn er einmitt með Indian-mótor. Morgunblaðið/Steinþór S. Varðveist hafa tvær myndir af vélsleðanum og sýnir önnur þeirra hann í notkun uppi á Kverkjöllum. Hin myndin sýnir Stefán Gunnarsson vélstjóra við Toboggan-vélsleðann. Eliason Toboggan-vélsleðinn er nú í góðri geymslu hjá Véla- og tækjasafninu á Vopnafirði og bíður þess nú að verða gangsettur í fyrsta skipti. Peugeot ætlar að mæta til leiks á bílasýningunni í París eftir 10 daga með nýjan smájeppa í formi hugmyndabíls. Hann hefur fengið nafnið Quartz og er hönnunin ein- staklega hnitmiðuð og grípandi. Sjálfur segir bílsmiðurinn franski, að Quartz opni nýjar víddir í smíði smájeppa en hann verður með tvíorkuaflrás. Eins og þar segir er innanrým- inu ætlað að vera nokkurs konar sýningarbás fyrir nýstárleg bygg- ingarefni fyrir bíla, eins og basalt, en svo vill til, að það er helsta bergtegundin á Íslandi. Tilgang- inn með þessari grjótvæðingu út- skýrir Peugeot ekki frekar að sinni. Í innanrými hugmyndabíls Peu- geot verður einnig textílefni með ívöfnum gerviefnaþræði sem unninn er úr endurunnum plast- flöskum. Til að draga betur fram hið sportlega viðmót bílsins er svart leður fellt inn í innréttinguna. Svonefnd i-Cockpit-hönnun, sem þegar sést í núverandi bílum Peu- geot, sér svo fyrir því að öll stjórntæki ökumanns eru nánast við fingurgóma hans. Leður- klædd körfusæti eru í Quartz til að nýta innanrýmið sem skilvirk- ast. Quartz verður tengiltvinnbíll en auk tveggja rafmótara – síns á hvorum öxlinum – verður í aflrás- inni 1,6 lítra THP 270 bensínvél sem sportbíladeild Peugeot hefur hannað. Heildarafköst drifrás- arinnar verða 483 hestöfl en við hana verður tengd sex hraða sjálfskipting. Að framan verður MacPherson- fjöðrun en fjölarma fjöðrun að aftan. Hægt verður að velja um þrenns konar akstursham. Í fyrsta lagi ZEV-ham sem býður upp á 50 km akstur á einfaldri rafhleðslu. Í öðru lagi Road-ham sem styðst við vélina og rafmót- orinn að framan. Og í þriðja lagi Race-ham þar sem afl er tekið út úr vélinni og rafmótorunum báð- um með tregðutengdu mis- munadrifi. agas@mbl.is Peugeot með nýjan smájeppa Ferðalangar sitja allir í körfusæt- um til að nýta plássið í Peugeot Quartz betur. Hugmyndabíllinn Peugeot Quatz. Spurningin er hvort hann eigi eftir að fara í framleiðslu og þá hvenær. ökumanna á vegunum en komu við sögu í 23% banaslysa í um- ferðinni. „Þeir hugsa rétt með því að játa á sig hættulegt framferði. Þeir gera sér grein fyrir því að bílstjórum getur gramist það, ekki síst í umferð- arteppum.“ Meira en helmingur gekkst við því að aka langt yfir há- markshraða í bæjum og borgum og drjúgur hluti þeirra játaði að hafa ekið langt umfram há- markshraða á hraðbrautum. Þá játtu 13% mótorhjólamanna og 21% ökumanna skellinaðra því Tveimur þriðju allra ökumanna mótorhjóla og skellinaðra finnst þeir vera berskjaldaðri á vegum úti nú en fyrir áratug. Helm- ingur þessara hjólamanna játar einnig að þeir séu sjálfir hættu- legustu notendur veganna. Þetta eru niðurstöður rann- sóknar í Frakklandi sem könn- unarfyrirtækið TNS Sofres gerði fyrir tryggingafélagið AXA. Forstjóri þess segir knapa mótorfákanna sýna raunsæi þegar hættur í umferðinni eru annars vegar. Árið 2013 voru þeir 2,5% að hafa ekið undir áhrifum áfengis og ögn færri eftir að hafa reykt kannabis. agas@mbl.is Misjafn sauður er í mörgu fé. Það á líka við um ökumenn mótorhjóla Knapar viðurkenna áhættureiðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.