Morgunblaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ
Traustur bakhjarl
við íslenskan sjávarútveg
Vökvabúnaður Vökvatjakkar Vökvadælur Mótorar Dælustöðvar Vatnsdælur Rótordælur Vacuumdælur Skammtadælur Háþrýstidælur
Lokar Slöngurúllur Stjórnlokar Kúlulokar Samtengi Loftbúnaður Lofttjakkar Loftfittings Loftpressur Þrýstinemar Lagnaefni Slöngur Barkar
Hosur Rör Nipplar Hraðtengi Ventlar Drifbúnaður Ástengi Legur Drifreimar Drifkeðjur Tannhjól Verkfæri Hlaupakettir Talíur Slípivörur
Skurðarvörur Kranar Þéttingar Hosuklemmur Háþrýstimælar Iðnaðarmælar Hitamælar Efnavörur Límvörur Smurkerfi Síur Rafmótorar Spólur
Pakkdósir O-hringir Suðuvörur Rafsuðuvélar Rafsuðuvír Gastæki Verkstæðisþjónusta Rörasmíði Slöngusmíði Dæluviðgerðir Tækniráðgjöf
ÞJÓNUSTA | RÁÐGJÖF | LAUSNIR
Smiðjuvegi 66 | 200 Kópavogi | Sími 5805800 | www.landvelar.is
Velkomin á básinn okkar #P2,
á Sjávarútvegssýningunni 2014
V
andaðar umbúðir skipta miklu
fyrir sjávarútveg. Þegar var-
an er í hæsta gæðaflokki,
fersk og verkuð af natni,
þurfa umbúðirnar bæði að leyfa vör-
unni að njóta sín og tryggja að hún
berist á áfangastað í góðu ástandi.
Fyrirtækið Samhentir hefur lengi
verið í fararbroddi á umbúðasviðinu.
Samhentir voru stofnaðir árið 1996, í
kringum smíði svokallaðra trölla-
kassa ofan á vörubretti. Síðan þá hef-
ur fyrirtækið vaxið hratt og Sam-
hentir eru í dag með alhliða
umbúðalausnir fyrir hvers kyns iðnað
og framleiðslu.
„Árið 2002 var bætt við úrvali af
plasti og við fórum að selja og þjón-
usta pökkunarvélar. Árið 2007 kaupa
Samhentir og renna saman við fyr-
irtækið VGI sem tvöfaldaði hjá okkur
umfangið. Fyrir tveimur árum eign-
ast félagið síðan Vörumerkingu,“ seg-
ir Guðmundur Stefán Maríasson,
sölustjóri Samhentra. Hefur fyr-
irtækið fjölgað starfsmönnum að
undanförnu, m.a. til að bregðast við
aukinni sölu véla og tækja.
Allt sem þarf til pökkunar
Samhentir reka í dag stórt vöruhús
sem hefur að geyma breitt úrval
pakkninga af öllum toga, lím- og
merkimiða. „Hjá okkur getur sjáv-
arútvegurin fengið nánast allt sem
þarf til pökkunar á fiski; plastpoka,
filmur, öskjur og kassa. Einnig eigum
við á lager ýmsa aðra rekstrarvöru,
s.s. límbönd, hnífa, vinnufatnað og
einnota vöru, að ógleymdum vélbún-
aði til pökkunar bæði í landi og á sjó.“
Samhentir láta sig ekki vanta á
Sjávarútvegssýninguna. Verður fyr-
irtækið meðal annars með til sýnis
brettavafningsvél og prentara sem
getur prentað upplýsingar beint á
plast- og pappakassa. „Við eigum líka
von á hátt í fjörutíu erlendum gestum á
okkar vegum. Eru það fulltrúar rösk-
lega tuttugu birgja, sem fræða gesti
um vörur sínar,“ útskýrir Guðmundur.
Hann segir nýju umbúðaprent-
arana gott dæmi um þær spennandi
tækniframfarir sem eiga sér stað á
umbúða- og merkingasviðinu. „Um er
að ræða nk. bleksprautuprentara sem
Pakkningar
sem fara vel
með vöruna
Nýjungar í kössum og prentun skapa spenn-
andi möguleika í sjávarútvegi. Léttu og sterk-
byggðu CoolSeal-kassarnir hafa vakið lukku
og stafræn prentun gerir auðveldara að búa
til fallegar umbúðir í minna upplagi.
Vörn „Þróunin hefur verið mjög áhugaverð í kössum
úr polypropylene-efni og CoolSeal-kassarnir koma
þar mjög sterkt inn. Upphaflega voru þessir kassar
hannaðir sérstaklega með ferskfisk í huga en komið
hefur í ljós að þeir henta mjög vel undir önnur
matvæli“ segir Guðmundur Stefán Maríasson.