Morgunblaðið - 25.09.2014, Side 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ
A
ð mörgu þarf að huga þeg-
ar kemur að öryggis-
málum um borð í skipum.
Ýmislegt getur komið upp
á í veiðitúrum og þarf réttur bún-
aður að vera til staðar svo hægt
sé að bregðast rétt við. Sama gild-
ir í landi; óhöppin gera ekki boð á
undan sér og með réttu tækninni
er oft hægt að fyrirbyggja meiri-
háttar tjón.
Jóhann Gunnar Sveinsson er
viðskiptastjóri hjá Securitas.
Hann segir m.a. þurfa að fylgja
vandlega ákvæðum laga um
brunavarnir en Securitas selur
fullkomin slökkvikerfi fyrir skip
og báta og hefur mikla reynslu í
öryggismálum og brunavörnum í
fiskvinnslum.
Rými þar sem mikið gengur á
Hann segir skip og fiskvinnslur
krefjandi verkefni því þar eru að-
stæður bæði breytilegar og
óvenjulegar borið saman við t.d.
heimili eða skrifstofuhúsnæði.
„Sem dæmi eru þetta rými sem
eru reglulega hreinsuð með há-
þrýstiþvotti og geta vatnið og guf-
an haft áhrif á skynjarana. Í
vinnslusölum fiskvinnsla er oft
notast við svokallaða hitastrengi,
sem er strengur með leiðurum
sem gefa boð við ákveðinn hita og
eru ekki jafnviðkvæmir fyrir um-
hverfisáhrifum og hefðbundnir
skynjarar. Einnig er möguleiki að
nota sambyggða hitaskynjara og
optíska skynjara, og þá er hægt
að stilla búnaðinn þannig að á
ákveðnum tímum notar bruna-
viðvörunarkerfið aðeins upplýs-
ingar úr hitaskynjunarhlutanum
og á öðrum tímum er bæði hita-
og reykvöktun virk.“
Bæði í landi og um borð í skip-
um færist í aukana að myndavéla-
kerfi vakti helstu vinnusvæði. Jó-
hann segir þetta m.a. gert vegna
þeirrar kröfu í matvælafram-
leiðslu að óviðkomandi hafi ekki
aðgang að framleiðslusvæðum en
líka sé um að ræða eftirlitstæki
sem geri stjórnendum kleift að sjá
strax ef eitthvað hefur komið upp
á eða ef stefnir í óefni. „Skipstjór-
inn getur verið í stýrishúsinu og
séð strax ef eitthvað hendir ann-
ars staðar í skipinu, brugðist við
um leið s.s. með því að senda
menn á staðinn, kalla eftir aðstoð
eða setja þar til gerð kerfi í
gang.“
Undraduft sem bjargar lífi
Góðar eldvarnir eru mjög mik-
ilvægar um borð í skipum og seg-
ir Jóhann að framfarir í gerð
slökkviefna hafi aukið mjög á
skilvirkni og öryggi slökkvikerf-
anna. Það hvaða lausn verður
fyrir valinu ræðst m.a. af stærð
skipsins.
„Í skipum upp að 24 metrum
að lengd eru notuð svokölluð
„aerosol“-slökkvikerfi. Við selj-
um kerfi sem kallast Stat-X og
Morgunblaðið/Þórður
Undur „Ef Novec er haft í glasi á borði með logandi kerti, og vökvanum hellt í annað glas, þá slokknar á kertinu,“ segir Jóhann Gunnar Sveinsson um vinsælt slökkviefni.
Háþróaðar efnablöndur
slökkva elda hratt og örugglega
Vöktun Myndavéla-
kerfi um borð auka
mjög á öryggi áhafn-
arinnar. Sést strax ef
slys hendir og hægt
að grípa til viðeig-
andi ráðstafana.
Slökkvikerfi um borð í skipum ýmist ræna eldinn eldsmatnum, taka í sig hita eða lækka súrefnisgildið.
Efnablöndurnar eru hvorki skaðlegar fólki, fiski né tækjabúnaði. Brunavarnir í fiskvinnslum kalla á sérstaka
skynjara sem þola m.a. hitasveiflur og gufu. Myndavélakerfi gefa bætta yfirsýn og þýða skjótari viðbrögð.
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is