Morgunblaðið - 25.09.2014, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ | 21
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Flytjum gámana
út um allt land
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
❚ Búslóðageymsla
❚ Árstíðabundinn lager
❚ Lager
❚ Sumar-/vetrarvörur
❚ Frystigeymsla
❚ Kæligeymsla
❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
O
kkar styrkur felst í mikilli
reynslu starfsmanna og
mjög öflugu verkstæði í
viðgerðum og þjónustu á
vökvakerfum og búnaði. Verkstæðið
smíðar einnig vökvadælustöðvar,
lokastýringar og fleira sem tilheyrir
glussakerfum.“
Þannig mælir Ingvar Bjarnason,
framkvæmdastjóri Landvéla, öflugs
fyrirtækis í Kópavogi er þjónustar
sjávarútveginn á ýmsa lund. Efldist
það til muna er það sameinaðist Ís-
tækni (rafsuðuvélar, verkfæri o.fl.) á
árinu 2008 og Viðhalds- og iðn-
aðartækni (SKF-legur og drifbún-
aður) 2007.
Þessi tvö fyrirtæki sameinuð und-
ir merkjum Landvéla segir Ingvar
renna sterkari stoðum undir mjög
öflugan og víðtækan rekstur sem
einn af lykilbirgjum á Íslandi með
viðhalds-, viðgerða- og rekstr-
arvörur fyrir iðnað og sjávarútveg.
Hjá hinu sameinaða fyrirtæki starfa
um þrjátíu manns.
„Fyrirtækið Landvélar var stofn-
að árið 1967 sem þjónustufyrirtæki
fyrir landbúnað en í áranna rás hef-
ur þungamiðjan færst yfir í þjón-
ustu við íslenskan iðnað og athafna-
líf í sinni víðustu mynd. Meðal
viðskiptavina okkar eru flest sjávar-
útvegs- og framleiðslufyrirtæki
landsins, öll stóriðjan, orkufyr-
irtækin, vélsmiðjur, verktakar,
bændur og nýsköpunarfyrirtæki.
Sú starfsemi Landvéla sem er
flestum kunn er hönnun, smíði,
pressun og samsetning á háþrýsti-
slöngum, börkum og rörum. Að baki
er áratuga reynsla þar sem skjót
þjónusta samhliða breiðu vöruúrvali
er í forgrunni.
Við störfum á krefjandi markaði
og leggjum til grundvallar áreið-
anleika, þekkingu, gæði og þjón-
ustulund. Vöruúrvalið er víðfeðmt
en kjarnastarfsemin er þjónusta og
ráðgjöf með há- og lágþrýstan drif-
og stjórnbúnað ásamt tilheyrandi
lagnaefni, slöngum, tengjum og fitt-
ings. Það er okkur áskorun að þjóna
þessum markaði af krafti, nú sem
fyrr. Vera traustur bakhjarl við ís-
lenskan iðnað og athafnalíf,“ segir
Ingvar við Morgunblaðið.
Áratuga reynsla
Hann segir Landvélar sinna við-
gerðarþjónustu fyrir flestar gerðir
af vökvamótorum og vökvadælum
og byggi þar á áratuga reynslu og
þekkingu. Fyrirtækið þjónusti
vökvakerfi í spilkerfum, vindum,
krönum, lyftum o.fl. Smíði og setji
saman dælustöðvar og stjórnlokur
og sérsmíði og beygi háþrýstirör og
lagnaefni. Verkstæðið sé vel tækj-
um búið og meðal annars með öfl-
ugan prufubekk fyrir vökvamótora
og -dælur.
Ingvar segir að að baki góðri
þjónustu sé góð vara og þekking.
Samstarfsaðilar Landvéla skipti
hundruðum og séu margir í fremstu
röð á sínu sviði. Fremst meðal jafn-
ingja séu Bosch Rexroth, Parker,
SKF, Dunlop Hiflex, Merlett,
Hansa Flex, Kemppi, Elga og
ABUS.
Ljóst er af samtali við Ingvar að
þjónustustarfsemi Landvéla er fjöl-
breytt.
„Landvélar eru viðurkenndur
sölu- og þjónustuaðili fyrir SKF-
drifbúnað, legur, þéttingar og smur-
kerfi. Áhersla SKF er á fyrirbyggj-
andi viðhald og ástandsgreiningu
drifbúnaðar, slit- og titringsmæl-
ingar, afréttingu reimskífa, sjálfvirk
smurkerfi o.fl. Jafnframt veitum við
ráðgjöf við val á réttum verkfærum
til að meðhöndla legur og annan
drifbúnað.
Öflugir norðan heiða
Í seinni tíð höfum við markvisst
byggt upp sölu og þekkingu á
vatns-, loft- og efnadælum í öllum
stærðum og gerðum og bjóðum í
dag heildarlausnir fyrir iðnað, sjáv-
arútveg, verktaka, heimili og sum-
arhús. Til viðbótar erum við með
öflugar háþrýstidælur og tilheyr-
andi fylgihluti, þvottabyssur og
lagnaefni,“ segir Ingvar.
Hann segir að lokum að Land-
vélar hafi ávallt lagt mikla áherslu á
samstarf við vélaverkstæði og aðra
þjónustuaðila á landsbyggðinni.
Dótturfyrirtæki Landvéla á Ak-
ureyri er Straumrás hf. Samhliða
þekkingu og reynslu sé þar um að
ræða rótgróið fyrirtæki sem þekki
sinn heimamarkað og sé traustur
þjónustuaðili fyrir öfluga útgerð og
iðnað norðan heiða.
agas@mbl.is
„Reynsla
starfsmanna
okkar styrkur“
Landvélar hanna, teikna og smíða háþrýst
vökvakerfi, vökvadælustöðvar og lokastýringar.
Morgunblaðið/Þórður
Metnaður „Það er okkur áskorun að þjóna þessum markaði af krafti, nú sem fyrr. Vera traustur bakhjarl við ís-
lenskan iðnað og athafnalíf,“ segir Ingvar Bjarnason um stefnuna hjá Landvélum, því rótgróna fyrirtæki.