Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.09.2014, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.09.2014, Page 29
21.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 H eimilisstíllinn er góð blanda af raunsæi og rómantík. „Ég er bæði hrifin af prakt- ískri skandinavískri hönnun og hef gaman af því að beygja frá henni, með nýjum og gömlum munum sem skipta mig máli,“ útskýrir Gunnhildur Ásta sem telur miklilvægt að manni líði vel heima hjá sér. Hjónin hafa búið bæði á Eng- landi og Ítalíu, auk Íslands, og segja heimilið því bræðing áhrifa. „Innblásturinn kemur síðan líka úr kvikmyndum, blöðum, bókum og öðru sem kryddar tilveruna,“ segir Gunnhildur og bætir við að mikil- vægt sé að heimilið gleðji augað og næri andann – án þess að þrengja að honum. „Á heimilinu er það alltaf stofan – þar líður okkur vel og við getum slakað á við lestur, tónlist eða spjall. Við horfum lít- ið sem ekkert á sjónvarp – geymum það því niðri í kjallara,“ svara hjónin, aðspurð hver sé griðastaður heimilisins. Morgunblaðið/Þórður Stóra antíkskápinn í eldhúsinu fengu hjónin að gjöf frá fyrri eigendum hússins. Sjarmerandi, bjart svefnherbergi undir súð. Gamla fiðla Sigurðar fær gott pláss í borðstofunni. Raunsæi og rómantík Í GARÐASTRÆTI Í REYKJAVÍK HAFA HJÓNIN GUNNHILDUR ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR OG SIGURÐUR HANNESSON KOMIÐ SÉR VEL FYRIR. HÚSIÐ ER HINN SVOKALLAÐI HRINGJARA- BÆR SEM BYGGÐUR VAR ÁRIÐ 1908 AF BJARNA MATTHÍASSYNI, ÞÁVERANDI HRINGJARA Í DÓMKIRKJUNNI OG KIRKJUGARÐINUM VIÐ SUÐURGÖTU. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is HEIMILIÐ BRÆÐINGUR ÁHRIFA FRÁ ENGLANDI, ÍTALÍU OG ÍSLANDI Syrusson Hönnunarhús Síðumúla 33 Syrusson - alltaf með lausnina! STÓLLINN STABBI Staflanlegur Verð í áklæði ISK 28.900,- Verð í leðri ISK 34.900,- Breytt úrval áklæða og leðurs

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.