Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.09.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.09.2014, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk Ástralar fá fleiri frídaga Morgunblaðið/Eggert *Ástralar eru sagðir fá úthlutaðaflesta frídaga miðað við öll önnurlönd í heiminum. Samkvæmt ástr-ölskum lögum er hinum almennamanni í fastri vinnu úthlutað 22 dög-um að lágmarki í frí, auk þess að fá13 daga í launað leyfi á hátíðisdögum. Ekki amalegt það. En er þjóðin fyrir vikið dugleg að ferðast? Ég flutti í Nørrebro-hverfið í Kaupmannahöfn fyrir rúmum mánuði og finnst alveg ynd- islegt að búa hér, kannski af því það minnir mig óneitanlega á Kreuzberg í Berlín þar sem ég ólst upp fyrsta hluta ævi minnar. Nørrebro verður seint lýst sem rólegu hverfi, en hér er iðandi mannlíf allan daginn og sannkölluð múltí-kúltí-stemning, mikið um ungt fólk og innflytjendur frá öllum heimshornum. Í gegnum hverfið teygir sig hin langa Nørrebro- gade og þar má finna kebabstaði í hundraðatali auk annarra verslana og þjónustu. Hér hjóla flestir og er umferðin á hjólastígunum á álagstímum gríðarlega mikil og eins gott að hjóla-umferðarreglurnar séu virtar! Vanti mann meiri ró og næði er þó lítið mál að finna græna bletti eins og Nørrebro park og Assistens-kirkjugarðinn sem eru vinsælir griðastað- ir á góðviðrisdögum. Nørrebro er einnig þægilega nálægt miðbæ Kaupmannahafnar, en það tekur okkur um það bil fimmtán mínútur að hjóla eða taka strætó niður á Strik. Lena Mjöll Markúsdóttir Nørrebro park er dásamlegur garður. Kebab og mannlíf á Nørrebrogade. Múltí-kúltí-stemning Rjómablíða á mini-svölunum mínum. PÓSTKORT F RÁ KAUPMA NNAHÖFN N ú er haustið skollið að mestu leyti á. Kólnandi veðurfar finnst vel á skinni og gott ef hrollur í kroppnum er ekki hluti af morgunrútínunni. Miðað við þann stutta tíma sem Íslendingar fá sólríka og hlýja daga er mun sniðugra að skella sér til útlanda í suðræna sól við upphaf hausts- ins, í því skyni að lengja sumarið aðeins. Eða þá að fara í slíka ferð í byrjun vetrar til að brjóta upp skammdegið. Áfangastaðirnir eru endalausir. Comino, lítil smáeyja í eyjaklasa Möltu í Miðjarðarhafi, er tilvalinn stað- ur til að njóta sólarinnar og fallegrar náttúru, sérstaklega á þessum tíma. Október er góður tími til að heimsækja Comino en þá er ferðamannatíminn að líða undir lok og hótelgisting að lækka í verði. Eyjan er á milli Möltu og Gozo-eyju. Til þess að komast í perlu sem þessa þarf hinsvegar að leggja á sig smá ferðalag en það er þess virði. Svo virðist sem Íslendingar séu ekki þeir einu sem eiga blátt lón. Slíkt lón er líka í Comino og lítil vík sem er varin með tignarlegu klettabelti. Eitt og eitt gap milli klettanna gefur víkinni hins vegar gott flæði frá ballarhafi og því verður stöðug endurnýjun á sjónum. Auk þess er lokað fyrir þau með kaðli til að koma í veg fyrir að smábátar laumist í perluna. Allt er gert til að Bláa lónið í Comino haldist óspillt. Hvít- ir sandar prýða ströndina og fallegt og fjölskrúðugt sjávarlíf. Hins vegar er erfitt að finna skjól og getur það verið hálfgert lúxusvandamál á heitum dögum. Á ströndinni er hins vegar hægt að leigja sólhlíf og í grennd eru nokkrar litlar sjoppur þar sem hægt er að finna ískaldan frostpinna og svalandi drykki. Bláa lóninu í Comino hefur gjarnan verið líkt við póstkort og er það ekki að ástæðulausu. Í MIÐJARÐARHAFINU LEYNIST ÖÐRUVÍSI BLÁTT LÓN Hið suðræna bláa lón BLÁA LÓN ÍSLENDINGA ER EKKI EINA BLÁA LÓNIÐ Í HEIMINUM. SLÍKT FINNST NEFNILEGA Á LÍTILLI EYJU, COMINO, RÉTT HJÁ MÖLTU Í MIÐJARÐARHAFINU. ÞAÐ ER ÞÓ GJÖRÓLÍKT ÞVÍ SEM ÞEKKIST HÉR ENDA SUÐRÆNT LÓN SEM SÓLIN VERMIR MEIRA EÐA MINNA ALLAN ÁRSINS HRING. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.