Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.09.2014, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.09.2014, Síða 18
Ferðalög og flakk Ástralar fá fleiri frídaga Morgunblaðið/Eggert *Ástralar eru sagðir fá úthlutaðaflesta frídaga miðað við öll önnurlönd í heiminum. Samkvæmt ástr-ölskum lögum er hinum almennamanni í fastri vinnu úthlutað 22 dög-um að lágmarki í frí, auk þess að fá13 daga í launað leyfi á hátíðisdögum. Ekki amalegt það. En er þjóðin fyrir vikið dugleg að ferðast? Ég flutti í Nørrebro-hverfið í Kaupmannahöfn fyrir rúmum mánuði og finnst alveg ynd- islegt að búa hér, kannski af því það minnir mig óneitanlega á Kreuzberg í Berlín þar sem ég ólst upp fyrsta hluta ævi minnar. Nørrebro verður seint lýst sem rólegu hverfi, en hér er iðandi mannlíf allan daginn og sannkölluð múltí-kúltí-stemning, mikið um ungt fólk og innflytjendur frá öllum heimshornum. Í gegnum hverfið teygir sig hin langa Nørrebro- gade og þar má finna kebabstaði í hundraðatali auk annarra verslana og þjónustu. Hér hjóla flestir og er umferðin á hjólastígunum á álagstímum gríðarlega mikil og eins gott að hjóla-umferðarreglurnar séu virtar! Vanti mann meiri ró og næði er þó lítið mál að finna græna bletti eins og Nørrebro park og Assistens-kirkjugarðinn sem eru vinsælir griðastað- ir á góðviðrisdögum. Nørrebro er einnig þægilega nálægt miðbæ Kaupmannahafnar, en það tekur okkur um það bil fimmtán mínútur að hjóla eða taka strætó niður á Strik. Lena Mjöll Markúsdóttir Nørrebro park er dásamlegur garður. Kebab og mannlíf á Nørrebrogade. Múltí-kúltí-stemning Rjómablíða á mini-svölunum mínum. PÓSTKORT F RÁ KAUPMA NNAHÖFN N ú er haustið skollið að mestu leyti á. Kólnandi veðurfar finnst vel á skinni og gott ef hrollur í kroppnum er ekki hluti af morgunrútínunni. Miðað við þann stutta tíma sem Íslendingar fá sólríka og hlýja daga er mun sniðugra að skella sér til útlanda í suðræna sól við upphaf hausts- ins, í því skyni að lengja sumarið aðeins. Eða þá að fara í slíka ferð í byrjun vetrar til að brjóta upp skammdegið. Áfangastaðirnir eru endalausir. Comino, lítil smáeyja í eyjaklasa Möltu í Miðjarðarhafi, er tilvalinn stað- ur til að njóta sólarinnar og fallegrar náttúru, sérstaklega á þessum tíma. Október er góður tími til að heimsækja Comino en þá er ferðamannatíminn að líða undir lok og hótelgisting að lækka í verði. Eyjan er á milli Möltu og Gozo-eyju. Til þess að komast í perlu sem þessa þarf hinsvegar að leggja á sig smá ferðalag en það er þess virði. Svo virðist sem Íslendingar séu ekki þeir einu sem eiga blátt lón. Slíkt lón er líka í Comino og lítil vík sem er varin með tignarlegu klettabelti. Eitt og eitt gap milli klettanna gefur víkinni hins vegar gott flæði frá ballarhafi og því verður stöðug endurnýjun á sjónum. Auk þess er lokað fyrir þau með kaðli til að koma í veg fyrir að smábátar laumist í perluna. Allt er gert til að Bláa lónið í Comino haldist óspillt. Hvít- ir sandar prýða ströndina og fallegt og fjölskrúðugt sjávarlíf. Hins vegar er erfitt að finna skjól og getur það verið hálfgert lúxusvandamál á heitum dögum. Á ströndinni er hins vegar hægt að leigja sólhlíf og í grennd eru nokkrar litlar sjoppur þar sem hægt er að finna ískaldan frostpinna og svalandi drykki. Bláa lóninu í Comino hefur gjarnan verið líkt við póstkort og er það ekki að ástæðulausu. Í MIÐJARÐARHAFINU LEYNIST ÖÐRUVÍSI BLÁTT LÓN Hið suðræna bláa lón BLÁA LÓN ÍSLENDINGA ER EKKI EINA BLÁA LÓNIÐ Í HEIMINUM. SLÍKT FINNST NEFNILEGA Á LÍTILLI EYJU, COMINO, RÉTT HJÁ MÖLTU Í MIÐJARÐARHAFINU. ÞAÐ ER ÞÓ GJÖRÓLÍKT ÞVÍ SEM ÞEKKIST HÉR ENDA SUÐRÆNT LÓN SEM SÓLIN VERMIR MEIRA EÐA MINNA ALLAN ÁRSINS HRING. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.