Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.09.2014, Page 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.09.2014, Page 36
Forðum byrjuðu menn á að fá sér imbavél, eins og þærmyndavélar voru kallaðar sem voru hvað einfaldastarog með fastri linsu, en eftir því sem færnin jókst komu flóknari apparöt sem gerðu kleift að taka betri mynd- ir. Eftir að myndavélar komu í alla farsíma tóku þeir við hlutverkinu – alltaf tiltækir og einfalt að taka myndir sem eru nógu góðar til að varðveita minningar og deila á sam- félagsmiðlum og stundum svo góðar að hægt er að stækka þær og prenta á gæðapappír. Þeir sem taka mikið af myndum verða þó fljótlega sólgn- ir í meiri gæði og fleiri mögu- leika sem skýrir það hversvegna vasamyndavélar hafa haldið velli þrátt fyrir farsímafjöld. Meðal kosta þess að vera með vasamyndavél, samanborið við farsíma, er það hagræði að vera með frátekið apparat í myndatök- ur, almennilegur aðdráttur og al- mennilegar nærmyndir, pláss fyr- ir myndir (minni á nýtt 512 GB minniskort frá SanDisk – alvanalegt er að símar séu með 32 GB minni), rafhlöðuend- ingin, sem er alla jafna umtalsvert meiri en á farsíma, og svo má ekki gleyma þeirri þumalputtareglu að því meira sem er lagt í linsuna verða myndirnar betri (ekki al- gilt, en þó prýðileg viðmiðun). Vasamyndavélar eru margar einnig með mun öflugri og betri hugbúnað en sá sem stýrir myndavélum í farsímum. Ný vél frá Canon, PowerShot SX700 HS, skorar vel í öllu ofangreindu og þá sérstaklega í aðdrætti, enda leggja Canon-bændur sérstaka áherslu á að- drátt í SX-línu PowerShot-vélanna og SX er þeirra skammstöfun á Super-Zoom. (Rétt að geta þess hér að módelanúmer sögðu ekki alla söguna, SX50 var þannig mun betri vél en SX100, en eftir SX100 urðu vélarnar minni og heldur ódýrari.) Vélin er hraðvirk, fljót að komast í gang – frá því kveikt er á henni þar til hægt er að smella af líða tæpar tvær sekúndur og innan við sekúnda á milli mynda, en hún er líka skotfljót að taka sjálfar myndirnar. Sjálfvirki fókusinn getur sett strik í reikninginn, en mér fannst hann hæfilega hraðvirkur. Þessar tilraunir voru gerðar í góðri birtu, en í rökkvuðu herbergi þar sem flass þurfti til að ná mynd tók það eðli- lega lengri tíma, aukinheldur sem sjálfvirki fókusinn var lengur að ná áttum. Eitt til viðbótar má nefna sem kost vasamyndavéla um- fram farsíma og það er hve vélin getur tekið margar mynd- ir í röð. SX700 býður reyndar upp á þrjár leiðir til að taka myndraðir sem skila mismunandi góðum myndum. Sú fyrsta skilar 2,9 myndum á sekúndu í fullri upplausn. Ef nota á sjálfvirka skerpu, autofocus, fækkar myndunum nið- ur í eina. Vélin er með innbyggt WiFi sem gerir kleift að deila myndum jafnharðan og þær eru teknar, svo framarlega, vit- anlega, sem WiFi-samband sé tiltækt. Hægt er að láta vél- ina senda myndir í símann og nota hann til að senda beint á Facebook, Twitter eða YouTube, svo dæmi séu tekin, en það er líka hægt að búa svo um hnútana að vélin afriti myndir sjálfkrafa í gagnaský eins og Flickr, Dropbox eða Google Drive, eða þá á tilgreinda borðtölvu. Það er í sjálfu sér ekki flókið að stilla þráðlaust net á vélinni og ekki heldur að tengja hana við farsíma, en á farmsímann þarf sérstakt forrit frá Canon. Maður þarf líka að skrá sig hjá vefþjónustu Canon og tilgreina þar hvaða þjónustur eiga að taka við myndum. Þegar búið er að setja allt upp er nóg að þrýsta á hnapp sem kveikir þá á þráðlausa netinu og tengist viðkomandi síma eða tölvu sjálfkrafa. Það er líka VASAMYNDAVÉLAR HALDA VELLI VÍST ER HÆGT AÐ TAKA FÍNAR MYNDIR Á FAR- SÍMA, EN EF ÆTLUNIN ER AÐ TAKA MYNDIR SEM ERU EKKI BARA FÍNAR HELDUR MJÖG GÓÐ- AR OG JAFNVEL FRÁBÆRAR ÞÁ ER BETRA AÐ HAFA MYNDAVÉL VIÐ HÖNDINA. SÚ VÉL ÞARF EKKI AÐ VERA UMFANGSMIKIL, EINS OG CANON POWERSHOT SX700 HS SANNAR. Canon PowerShot SX700 HS Græjan ÁRNI MATTHÍASSON hægt að nota símaforrit til að stýra myndavélinni, en reyndar er ekki hægt að stýra svo ýkja miklu þegar upp er staðið. Að því sögðu þá er það ágætis viðbót. Ekki er bara þráðlaust net, heldur er líka hægt að nota NFC-tengingar, sem felast þá í því að nóg sé að snerta annað NFC-tæki til að tengjast eða deila. Mér finnst út- færslan þó heldur fátækleg, aðallega sú að ef vélin snerti NFC-væddan síma ræsir hún viðeigandi forrit á símanum og síðan WiFi-tengingu. Það er lítið fengið með NFC ef ekki er hægt að nota það án þess að deila myndum án þess að þurfa að ræsa þráðlausa tengingu til að halda áfram, en ekki má gleyma því að gagnaflutningsgeta NFC er takmörkuð, ekki nema 424 kílóbitar á sekúndu (Blutooth er 2,1 megabiti) og því seinlegt að senda mynd á milli. Þráðlausa netið gefur líka færi á að nota símann til að merkja myndirnar eftir staðsetningu, því það er ekkert GPS í vélinni sjálfri. Ég áttaði mig ekki á að flassið væri ekki sjálfvirkt fyrr en ég byrjaði að prófa vélina, þ.e. það smellur ekki upp sjálfkrafa heldur þarf maður að opna það með hnappi á hliðinni. Þar fyrir neðan er svo annan hnappur sem virkjar svokallað Zoom Framing Assist, en það hefur tvíþætta virkni, annars vegar til þess að hægt sé að sjá allt svið myndflögunnar án þess að glata þeirri aðdráttarstillingu sem maður er sáttur við, en það kemur sér einkar vel þeg- ar notaður er mjög mikill aðdráttur. Svo er hægt að láta myndavélina fylgja andliti og stilla aðdrátt sjálfkrafa til að halda andlitinu jafn stóru í myndrammanum þó það sé á hreyfingu. Hvort tveggja er hægt að nota þegar myndbönd eru tekin. Rafhlaðan dugir í 250 myndir við meðalstillingu, en skipt- ir eðlilega máli hve mikið flass er notað og eins hvort verið sé að senda myndir yfir þráðlaust net eða nota það yfir- leitt. Það er hægt að stilla hana á svonefnda ECO-stillingu og þá slekkur hún á sér eftir smá bið þó kveikt hafi verið á henni og þá nást allt að fimmtíu myndir til viðbótar. Mér finnst það ókostur að ekki sé hægt að hlaða rafhlöðuna í gegnum USB-tengi, eins og algengt er á vasavélum núorð- ið, eða hugsanlega þarf meiri spennu en hægt er að skila í gegnum slíkt tengi. Annað sem geta má er svonefnt Live View Control-snið, en þá er hægt að stilla birtustig, liti og fleira og sjá jafn- harðan hvernig myndin mun líta út þegar þrýst er á hnappinn. Líka er hægt að velja snið sem tekur fimm myndir með mismunandi stillingum þegar smellt er af en vistar líka upprunalega mynd. Hægt er að kenna vélinni að þekkja allt að tólf andlitum sem hún reynir helst að hafa í fókus og/eða réttri birtustillingu – algjör snilld. PowerShot SX700 HS kostar 64.900 kr. í vefverslun Ný- herja. Mynd sem tekin var á PowerShot SX700 HS af ljósmyndara Morgunblaðsins við heldur döpur skilyrði á leið út í Viðey um miðjan dag á föstudag, rigningarsudda og litla birtu – dæmigerð íslensk síðsumarmynd. * Myndflagan er 16 milljón díla BSICMOS, sem gefur myndir upp á allt að 4.608 x 3.456 díla (4:3, 16:9 er þá 4.608 x 2.592). Myndband getur verið mest 1.920 x 1.080 dílar við 60 ramma á sekúndu. Skjárinn á bakinu er 3" LCD, 922.000 díla. * Linsan er með ansi miklum að-drætti eins og getið er, 30x, 25-750 mm, með f3,2-6,9. Vélin er með hristi- vörn í linsu og einnig stafræna hristi- vörn. Vélin tekur SD-kort. * Vélin er ekki beint nett,112,7x65,8x34,8 mm og 269 g að þyngd, en hún fer vel í hendi og auð- velt að stýra henni með einni hendi. Vinstri hlið hennar hefði þó mátt vera stamari viðkomu, enda vill maður gjarnan nota báðar hendur þegar að- drátturinn er notaður. Morgunblaðið/Þórður Græjur og tækni iPhone 6 prófaður á Íslandi AFP *Þó að iPhone 6 sé ekki kominn í búðir fékkljósmyndarinn Austin Mann að velja sér staðá jörðinni til að prófa myndavélina í símanum.Markmiðið var einfalt. Að láta reyna ámyndavélina í símanum. Hann valdi Ísland ogmyndirnar hans fara nú eins og eldur í sinuum netheima. Hann myndaði fjölmörg þekkt íslensk kennileiti og tók myndband af hestum að hlaupa.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.