Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.09.2014, Síða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.09.2014, Síða 44
Fjármál heimilanna Launin skríða upp á við Morgunblaðið/Golli *Nýjustu mælingar Hagstofunnar sýna að reglu-leg laun hækkuðu um 1,9% á öðrum ársfjórð-ungi 2014 m.v. ársfjórðunginn á undan. Yfir tólf mánaða tímabil mælist hækkunlauna 5,4% að meðaltali. Var hækkunin 5,8% áalmennum vinnumarkaði og 4,6% hjá opin-berum starfsmönnum. Hjá starfsmönnum sveitarfélaga hækka launin minnst milli ára, eða um 3,5%. Í næstu viku sýnir Snædís Lilja Ingadóttir nýtt verk, GOOD/BYE, í Tjarnarbíói. Þessi unga hæfileikakona segir að það að byrja að leggja regulega fyrir sé efst á verkefnalistanum. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum bara tvö á mínu heimili, ég og kær- astinn minn. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ég á næstum alltaf avókadó, tómata og hrökkkex eða flatkökur og svo er ég ómögu- leg ef það er ekki til gott salt, Norðursalt, maldon eða eitthvað þannig. Ég hef stundum smá áhyggjur af saltneyslu minni en ég bara elska það svo mikið að ég get ekki hætt. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Hummm – ég er bara alls ekki viss en ætli það sé ekki örugglega 20.000 eða kannski meira. Mér finnst búðarferðin fljót að kosta 10.000-kall og nær varla í tvo poka. Hvar kaupirðu helst inn? Ætli ég fari ekki mest í Bónus og Krónuna en svo kemur Víðir sterkur inn með gæða- grænmetið. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Það fer mjög mikið eftir því hvort ég er svöng eða ekki þegar ég er stödd í búðinni. Ef ég er svöng langar mig alltaf í eitthvað óhollt eins og nachos eða franskar, annars er það bara rosa misjafnt. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Ætli helsti sparnaðurinn sé ekki hvað ég borða oft hjá mömmu. Mamma er ein með bróður minn svo við kaupum oft saman í matinn og eldum saman fyrir fjóra eða vel rúmlega svo það er nóg í hádegismat daginn eftir líka. Svo á mamma oft allskyns gúmmel- aði sem ég tími ekki að kaupa sjálf en fæ hjá henni. Hvað vantar helst á heimilið? Helst langar mig í stærra eldhús sem hægt er að sitja í og borða eða bara drekka kaffi í huggulegheitum, annars man eg ekki eftir neinu sem vantar. Eyðir þú í sparnað? Mig langar svo að geta sagt já en, nei ég get ekki sagt að ég geri það. En það er á lista yfir hluti sem ég þarf að fara að gera, skelli því efst frá og með núna. Skothelt sparnaðarráð? Ekki henda neinu, nýta allan matinn sem er keyptur. Það verða líka oft til frábærir réttir úr því sem er til í ísskápnum, smá af alls- konar. Það er líka svo gott fyrir sálina að henda ekki mat. SNÆDÍS LILJA INGADÓTTIR DANSARI OG LEIKKONA Gerir sálinni gott að henda ekki mat Það skiptir Snædísi miklu að eiga til nóg af góðu salti á heimilinu. Morgunblaðið/Þórður Allt talið um virðisaukaskattsmál undanfarna daga minnti Aurapúk- ann á hversu mikið má oft spara með því að gera innkaupin í út- löndum. Ef ferðast er til réttu borganna er söluskatturinn lítill sem enginn, og ekki heldur há vörugjöld sem hækka verðið. Að auki knýr hörð samkeppni verðið iðulega niður í botn. Þykir Púkanum New York vera ein besta borgin fyrir verslunar- ferðir, enda sama sem enginn skatt- ur á flestri vöru og hægt að innrita tvær ferðatöskur en ekki bara eina eins og þegar ferðast er til Evrópu. Rétt er að minna á að strangt til tekið mega ferðamenn ekki flytja inn til landsins vörur fyrir meira en 88.000 kr., og þeir sem brjóta þá reglu taka ákveðna áhættu. En jafnvel ef ferðalangar halda sig innan 88.000 kr. marksins þá sýna lauslegir reikningar að sparnaður- inn getur numið nokkrum tugum þúsunda í spöruðum vörugjöldum og virðisaukaskatti og skagað hátt upp í verð flugmiðans, eða borgað fyrir gistinguna. púkinn Aura- Enginn vaskur í útlöndum H ér verður ekki reynt að geta til um ástæðu þess að karlmönnum virðist alla jafna erfiðara en konum að setja saman gott safn af fatnaði. Að vera ráðalaus á tískusviðinu boðar ekki gott fyrir fjárhaginn, því þá eru helst tveir kostir í stöðunni fyrir allt of marga karlmenn: að vera frekar illa til fara og eiga of lítið af brúkanlegum fatnaði, eða eyða of miklu í föt sem eru ekki eins fegrandi og þau annars gætu verið. Bandaríski vefurinn Cladwell.com kemur þarna til bjargar, gegnir nánast sama hlutverki og persónulegur stílisti, og kostar ekki neitt. Litir og líkamsbygging Notandinn byrjar á að skrá sig og gefa upp ákveðnar lágmarksupplýsingar, s.s. hvort hann vill elta tískustrauma eða leggur ofuráherslu á notagildi fatnaðarins. Vefurinn þarf líka að vita hversu miklu notandinn er tilbúinn að eyða, hversu oft eða sjaldan hann klæðist hversdags- fatnaði og formlegum flíkum, og hvort hann býr í heitu eða köldu loftslagi. Þá þarf að gefa upp gróflega hver lögun lík- amans er, háralit og augnlit. Síðan má skerpa á smáatriðunum eftir á og t.d. merkja hvort sitjandinn er flatur eða bústinn, upphandlegg- irnir sverir eða renglulegir. Því næst útbýr hugbúnaður Cladwell lista yf- ir þau föt sem notandinn ætti að eiga i skápn- um, allt byggt á þeim upplýsingum sem not- andinn skaffaði. Þessi listi er hvorki of langur né of stuttur og markmiðið ekki að fá karlmenn til að eign- ast tíu gallabuxur eða tuttugu pör af skóm til að vera við öllu búnir. Þvert á móti má reikna með að forritið mæli með eins og fimm buxum, tíu skyrtum eða peysum, nokkrum skóm, jökk- um, jakkafötum og aukahlutum. Bara rétt það sem þarf til að vera vel klæddur. Ekki nóg með það, heldur forgangsraðar for- ritið hvaða flíkur þarf að kaupa fyrst. Jakka- fötin eða rauðgula bindið mega bíða en ekki brúnu buxurnar eða hvítu strigaskórnir. Bak við eyrað í búðarferðum Tekjumódel Cladwell virðist ganga út á að fatatillögurnar vísa beint á netverslanir þekktra framleiðenda. Notandinn getur með músarsmelli keypt fötin sem mælt er með (og kíkt á sambærilega kosti hjá öðrum selj- endum) og Cladwell fær einhverja söluþóknun um leið. Þar sem það hentar íslenskum neytendum ekki alveg nógu vel að versla við bandarískar fatabúðir á netinu er einfaldlega hægt að nota Cladwell sem leiðarvísi fyrir næstu búðarferð. Má þannig gera fatainnkaupin markvissari, spara bæði tíma og peninga. BARA FÖTIN SEM ÞIG VANTAR Tæknin hjálpar körlum að kaupa réttu fötin VEFSÍÐA LITGREINIR NOTENDUR, FINNUR ÚT SMEKK ÞEIRRA OG ÞARFIR, OG GERIR ÚT FRÁ ÞVÍ TILLÖGUR UM ÞAU FÖT SEM ÞARF TIL AÐ SETJA SAMAN HEILSTEYPTAN FATASKÁP Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is AFP Að tolla í tískunni getur verið töluverð kúnst, sér í lagi ef telja þarf hverja krónu sem fer úr veskinu. Fyrirsætur hafa sig til á tískuvikunni í New York.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.