Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2014 Embætti hæstaréttardómara laust til setningar Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Hæstarétt Íslands, til setningar meðan á leyfi skipaðs dómara stendur, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla. Meðan á setningu stendur nýtur sá sem hana hefur fengið sömu stöðu og skipaður dómari nema að því leyti sem leiðir af því að starfi hans er markaður ákveðinn tími, sbr. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla. Miðað er við að sett verði í embættið frá og með 1. janúar 2015 til og með 15. september 2017, eða hið fyrsta eftir að nefnd um hæfni dómara hefur lokið starfi sínu í samræmi við 4. gr. a laga um dómstóla nr. 15/1998 og reglur um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti nr. 620/2010. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 4. gr., sbr. 3. mgr. 9. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Í samræmi við 4. gr. reglna nr. 620/2010 er áskilið að í umsókn komi fram upplýsingar um 1) núverandi starf, 2) menntun og framhaldsmenntun, 3) reynslu af dómstörfum, 4) reynslu af lögmannsstörfum, 5) reynslu af stjórnsýslustörfum, 6) reynslu af fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum, og upplýsingar um útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilega fyrirlestra o.s.frv., 7) reynslu af stjórnun, 8) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu í tengslum við undirbúning lagasetningar o.fl., 9) upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni, 10) upplýsingar um andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum, 11) upplýsingar um tvo fyrrverandi/núverandi samstarfsmenn/yfirmenn sem geta veitt dómnefnd bæði munnlega og skriflega upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda, sbr. 5. mgr. 5. gr. reglna nr. 620/2010 og 12) aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf hæstaréttardómara. Umsóknir óskast sendar til innanríkisráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 101 Reykjavík og á netfangið postur@irr.is. Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) afrit af prófskírteinum, 2) afrit dóma í munn- legum fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 3) afrit af stefnu og greinargerð í málum sem umsækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 4) afrit af úrskurðum stjórnvalda sem umsækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 5) útgefin fræðirit og ljósrit af tímaritsgreinum umsækjenda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar. 6) Önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni umsækjanda til starfa sem hæstaréttardómari. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum er áskilið að umsækjendur gefi upp netfang sem notað verður til að eiga samskipti við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um setningu liggur fyrir. Umsóknir skulu berast innanríkisráðuneytinu eigi síðar en 13. október nk. Innanríkisráðuneytinu, 25. september 2014 Embætti héraðsdómara laust til setningar Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við héraðsdóm Reykjavíkur til setningar frá og með 1. janúar 2015 til og með 30. júní 2015, vegna leyfis skipaðs dómara. Dómsmálaráðherra setur í embættið að fenginni ábendingu dómstólaráðs, sbr. 2. mgr. 20. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 12. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Áskilið er að í umsókn komi fram upplýsingar um 1) núverandi starf, 2)menntun og framhaldsmenntun, 3) reynslu af dómstörfum, 4) reynslu af lögmannsstörfum, 5) reynslu af stjórnsýslustörfum, 6) reynslu af fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum og upplýsingar um útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilega fyrirlestra o.s.frv., 7) reynslu af stjórnun, 8) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu í tengslum við undirbúning lagasetningar o.fl., 9) upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni, 10) upplýsingar um andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum og 11) upplýsingar um tvo fyrr- verandi/núverandi yfirmenn/samstarfsmenn sem geta veitt bæði munnlega og skriflega upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda og 12) aðrar upplýsingar sem varpað geti ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf héraðsdómara. Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) afrit af prófskírteinum, 2) afrit dóma í munnlega fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 3) afrit af stefnu og greinargerð í málum sem umsækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 4) afrit af úrskurðum stjórnvalda sem umsækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 5) útgefin fræðirit og ljósrit af tímaritsgreinum umsækjenda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar. 6) Önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni umsækjanda til starfa sem héraðsdómari. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum, er áskilið að umsækjendur gefi upp netfang sem notað verður til að eiga samskipti við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um setningu liggur fyrir. Umsóknir skulu berast innanríkisráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík og í pósthólfið postur@irr.is, eigi síðar en 13. október 2014. Innanríkisráðuneytinu, 25. september 2014. Lögð hefur verið fram á Al- þingi tillaga til þingsályktunar um að félagsmálaráðherra efli valkosti atvinnuleitenda til virkrar þátttöku í samfélag- inu. Ás- mundur Frið- riksson er fyrsti flutnings- maður til- lögunnar. Er lagt til að leitað verði til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Bandalags há- skólamanna, Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnu- lífsins um samvinnu. Tillögur ráðherra ættu að liggja fyrir að ári liðnu. Stuðningur til eðlilegs lífs Í greinargerð segir að eftir atvinnuleysi í kjölfar efna- hagshrunsins séu jákvæð teikn á lofti. Reynslan sýni þó að alltaf verði hluti vinnufærs fólks án starfs. Tryggja verði því fólki stuðning til eðlilegs lífs með þátttöku í samfélag- inu. Endurhæfing og virkniúr- ræði eru nefnd í því sambandi. „Það leiðir til sterkara sjálfs- trausts og eflds sjálfsmats sem hjálpar fólki að takast á við nýjar áskoranir í lífinu,“ segir í tillögunni. Er þar lagt til að starf sem fyrir er verði eflt og nýjum úrræðum komið á fót. Á undanförnum árum hafa stjórnvöld, að því er segir í þingsályktunartillögunni, staðið fyrir ýmsum verkefnum fyrir atvinnuleitendur. Ungt fólk hafi verið hvatt til dáða og því boðin störf, námstækifæri, starfsþjálfun eða þátttaka í ýmsum verkefnum. Nú horfir tillögufólk hins vegar til þess að atvinnuleitendum verði einnig boðið upp á að sinna störfum sem unnin eru sam- félaginu öllu til góða, eins og komist er að orði. Verkefni á vegum sveitarfélaga eru þar nefnd, svo sem aðstoð við aldr- aða á dvalarheimilum, störf á söfnum, skólum og í umhverf- ismálum. Einnig eru nefnd verkefni á vegum frjálsra fé- lagasamtaka, svo sem störf fyrir íþróttafélög og kirkjuna. Í því skyni sé nauðsynlegt að nýttar verði lagaheimildir sem skylda atvinnuleitendur til þátttöku í virkniúrræðum. Huga þarf að réttindum Eðlilegt sé að horfa til sam- félagslega mikilvægra verk- efna fyrir þá atvinnuleitendur sem kjósa að fara ekki í nám. Þá þurfi að huga að réttindum þeirra meðan á starfi stendur, svo sem tryggingum og laun- um. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Höfnin Það skiptir alla máli að hafa vinnu við sitt hæfi. Atvinnuleitendur taki þátt í sam- félagsverkefnum  Hjálp til nýrra áskorana í lífinu  Endurhæfing og virkniúrræði Ásmundur Friðriksson Á dögunum voru afhentir ell- efu styrkir úr Starfsmennt- unarsjóði ungra kvenna að heildarupphæð rúmlega 1,2 milljónir króna. Tilgangur sjóðsins hefur frá upphafi verið að hvetja og styðja við bakið á konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til þess að afla sér aukinnar mennt- unar. Aukin samkeppni í at- vinnulífinu hefur leitt af sér kröfu um meiri menntun. Bandalag kvenna í Reykja- vík, sem að sjóðnum stendur, hefur reynt að styðja við bak- ið á ungum konum sem hafa hug á að skapa sér og fjöl- skyldu sinni betri framtíð og styrkja stöðu sína á atvinnu- markaði. Stuðningur í 17 ár Á 17 starfsárum hefur sjóðurinn úthlutað 130 styrkjum að fjárhæð samtals 14,7 milljónir króna. Starf- andi er fjáröflunarnefnd starfsmenntunarsjóðsins, einnig gefa aðildarfélög BKR til sjóðsins en mest munar um velvild og styrki fyr- irtækja, m.a. Sorpu og Góða hirðisins, að því er fram kem- ur í tilkynningu. sbs@mbl.is Styrkur Frá athöfn á dögunum þegar var úthlutað úr starfs- menntasjóðnum, sem er stuðningur sem kemur sér vel. Samkeppnin kallar á meiri menntun  Ungar konur fá stuðning til náms

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.