Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2014 Sjómaður úr Grímsey, grá- sleppukarl af Skaganum, járn- smiður úr Reykjavík, bæjarstjóri vestan af Snæfellsnesi, flutningabíl- stjórar af Vesturlandi, útgerð- arkóngur frá Akureyri og þing- menn sem kynntu sér hvernig kaupin gerast á eyrinni. Einnig stelpur sem seldu tryggingar, vél- búnað, olíu eða bankaþjónustu. Slordrottningar vestan af fjörðum og kjarnakvendi sem verkar salt- fisk. Já, það er óhætt að segja að Íslenska sjávarútvegssýningin sem haldin var í Smáranum í Kópavogi nú í vikunni hafi verið merkilegt mannlífstorg og áhugaverð kaup- stefna. Um 500 þátttakendur Um 500 fyrirtæki og stofnanir kynntu sig og sitt á sýningunni, sem haldin er þriðja hvert ár. Mikið var lagt undir í sýningarhaldinu, þó atburður þessi sé ekki síður manna- mót og vettvangur til að mynda tengsl. Viðskipti leiða oft af þeim og þá er eftir talsverðu að slægjast, því tölur og fjárhæðir í sjávarútvegi eru jafnan háar. Raunar má gera ráð fyrir því að ýmsir hafi sótt sýn- inguna til að leita hugmynda eða jafnvel ganga frá samningum. Eftir biðstöðu síðustu árin, í eftir- leik hrunsins, hefur myndast tals- verð þörf fyrir endurnýjun skipa, véla og búnaðar í sjávarútvegi. Og nú þegar greinin gengur vel og af- koman er fín nota margir svigrúmið til fjárfestinga. Að auka virði afurða og fullnýta allt hráefni er áherslu- mál í sjávarútveginum í dag. Persónugallerí Íslendingar voru áberandi meðal sýningargesta, en þarna mátti líka hitta Norðmenn, Færeyinga, Bandaríkjamenn, Dani og fleiri. Fólk gekk glaðbeitt milli sýningar- bása, skoðaði forvitnilega hluti og spurði spurninga. Fékk sér hress- ingu þar sem hún var í boði og aðrir miðluðu reynslusögum. Í eðli sínu er sjávarútvegurinn heimur sagna og persónugallerí litríkra ein- staklinga og margir slíkir voru á sýningunni í Smáranum sem lauk síðdegis í gær. sbs@mbl.is Innlit í atvinnulífið Íslenska sjávarútvegssýningin Morgunblaðið/Ómar Fjölmenni Sýningargestir komu víða frá, enda er sjávarútvegurinn í eðli sínu alþjóðleg atvinnugrein sem einkennist af hraða og örum tækniframförum. Sýningin var mannlífstorgs lands og sjávar Morgunblaðið/Ómar Spjall Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís, lengst til vinstri, rabbar við góða gesti á sýningunni. Morgunblaðið/Ómar Rúllubretti Miklar tækniframfarir eru í sjávarútvegi, sem allar létta fólki lífið og störf sín. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þorlákshöfn Ólafur Hannesson og foreldrar hans, Þórhildur Ólafsdóttir og Hannes Sigurðsson sem reka Hafnarnes-Ver. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Olía Þau Díana Dögg Víglundsdóttir, Halldór Harðarson og Thelma Grétardóttir kynntu ýmsar vörur og þjónustu hjá N1. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skagamaður Jóhannes Eyleifsson sjómaður frá Akranesi mætti á svæðið. Morgunblaðið/Ómar Kaðlakarlar Um margt var skrafað á básunum enda er sjáv- arútvegssýningin ekki síst mannamót og vinafundur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kópavogur Sýningin var sem áður í Smáranum. Skip voru sýnd utandyra.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.