Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2014 3 Viðgerðarmaður Óskast til starfa á viðgerðum á bílum og sláttuvélum. Gott tækifæri fyrir handlagna einstaklinga. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknir á www.gardlist.is Hæfniskröfur: • Stundvís • Hress • Metnaðarfullur • Útsjónarsamur • Sjálfstæður • Reglusamur • Sveigjanlegur • Talar Íslensku vELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ Embætti landlæknis auglýst laust til umsóknar Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti landlæknis. Um embætti landlæknis fer samkvæmt lögum nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu, lögum nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu og öðrum lögum eftir því sem við á. Landlæknir er skipaður af heilbrigðisráðherra til fimm ára í senn að fengnu mati nefndar skv. 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu. Umsækjendur um embætti landlæknis skulu hafa sérfræðimenntun í læknisfræði, þekkingu á sviði lýðheilsu og víðtæka reynslu eða menntun á sviði stjórnunar. Leitað er að einstaklingi með samskipta- og leiðtogahæfileika og góða þekkingu og reynslu af rekstri og stefnumótun. Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af stjórnunarstörfum innan heilbrigðisþjónustu. Embætti landlæknis er undir yfirstjórn heilbrigðisráðherra og er meginmarkmið með starfrækslu þess að stuðla að heilbrigði landsmanna. Landlæknir ber ábyrgð á því að embættið starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Hann ber jafn- framt ábyrgð á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma embættisins sé í samræmi við fjárlög og að fjár- munir séu nýttir á árangursríkan hátt. Hlutverk landlæknis er m.a. eftirfarandi: Að veita ráðherra og öðrum stjórnvöldum, fagfólki og almenningi ráðgjöf og fræðslu um málefni á verk- sviði embættisins. Að annast forvarna- og heilsueflingarverkefni. Að efla lýðheilsustarf í samvinnu við aðra sem að þeim málum starfa og styðja við menntun á sviði lýðheilsu. Að vinna að gæðaþróun. Að hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum. Að hafa eftirlit með lyfjaávísunum og fylgjast með og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun landsmanna. Að veita starfsleyfi til einstaklinga sem uppfylla skilyrði laga og reglugerða til notkunar starfsheita löggiltra heilbrigðisstétta. Að stuðla að því að menntun heilbrigðisstarfsmanna sé í samræmi við kröfur heilbrigðisþjónustunnar á hverjum tíma. Að sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Að bera ábyrgð á framkvæmd sóttvarna, sbr. sóttvarnalög. Að safna og vinna upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu. Að meta reglulega árangur af lýðheilsustarfi og bera hann saman við sett markmið. Að stuðla að rannsóknum á starfssviðum embættisins. Að sinna öðrum verkefnum sem honum eru falin samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða ákvörðun ráðherra. Skipulag og verkaskipting stjórnsýslustofnana ráðuneytisins kann að koma til endurskoðunar á skipunar- tímanum, m.a. í þeim tilgangi að efla heilbrigðisþjónustu og forvarnir. Það kann að leiða til þess að breyting- ar verði gerðar á starfsemi embættisins. Lögð er áhersla á að landlæknir taki þátt í þeirri vinnu. Skipað verður í embættið frá 1. janúar 2015. Um kjör landlæknis fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs, sbr. lög nr. 47/2007, um kjararáð. Ráðuneytið hvetur konur, jafnt sem karla, til að sækja um embættið. Upplýsingar um starfið veita Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri (postur@vel.is) og Margrét Björnsdóttir skrifstofustjóri (margret.bjornsdottir@vel.is) í síma 545 8100. Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2014. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfylli hæfniskröfur fyrir starfið. Umsóknir skulu sendar til velferðarráðuneytisins, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 101 Reykjavík eða á netfangið postur@vel.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Atvinna Óskum eftir blikksmið - járnsmið eða vönum manni. Blikksmiðja Ágústar Guðjónssonar ehf Vesturbraut 14, 230 Reykjanesbæ. agblikk@simnet.is SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi www.hagvangur.is Á dögunum var bílafloti sá sem sölumenn heildversl- unarinnar 1912 ehf. nota endurnýjaður. Fyrirtækið er móðurfélag Natan og Olsen. Fyrir á annan tug milljóna króna voru keyptir sex bílar af gerðinni Hyundai i30 frá BL ehf. 1912 ehf. er eitt af stærstu fyrirtækjum lands- ins í heildverslun með dag- vöru og með um 100 starfs- menn. Vörur eru seldar til smásala, stóreldhúsa, iðn- aðar og fríverslunar með kost. Vegna þessa eru sölu- menn fyrirtækisins mikið á ferðinni og aka um 750 þús- und km á ári. sbs@mbl.is 1912 endurnýjar bílaflotann Floti Fyrirtæki með fína bíla. Sveitarstjórnarmenn á Aust- urlandi vilja að hluti útgerðar þyrlusveitar Landhelgisgæsl- unnar verði á Egilsstaða- flugvelli. Einnig vilja þeir að á Egilsstöðum verði flugmiðstöð vegna hugsanlegrar olíuleitar á Drekasvæðinu. Ályktun um þetta var samþykkt á aðal- fundi Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn var á dögum. Flugmál bar mjög á góma á fundinum eystra. Sveit- arstjórnarmenn vilja að innan- landsflug verði skilgreint sem almenningssamgöngur og jafnsett öðrum kostum í því sambandi. Tryggja verði að áætlunarflug til Vopnafjarðar haldist áfram og að peningar fáist til viðhalds á flugvellinum þar. Þá þurfi bundið slitlag á Norðfjarðarflugvöll, svo hann geti þjónað sjúkraflugi sem best. Á aðalfundi SSA voru ítrekaðar fyrri ályktanir um mikilvægi þess að Reykjavík- urflugvöllur fái að halda sér. Ætli Reykjavík að standa und- ir nafni sem höfuðborg alls landsins sé mikilvægt að sam- göngur þangað séu góðar. Þá verði flugfélög og ríkið að beita sér fyrir endurskoðun óhóflegra flugfargjalda í inn- anlandsflugi, en það háa verð hefur verið áberandi umkvört- unarefni að undanförnu. sbs@mbl.is Vilja þyrlusveit á Egilsstöðum  Miðstöð fyrir Drekasvæðið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Egilsstaðir Flugsamgöngur skipta landsbyggðina miklu. Vænst er allt að 600 þátttak- enda á kaupstefnuna Vestnor- den Travel Mart, sem haldin verður í Reykjavík í byrjun næstu viku. Að ferða- kaupstefnunni, sem nú er haldin í 29. sinn, stendur North Atlantic Tourism Asso- ciation (NATA) sem er ferða- málasamband Norður- Atlantshafsins og samstarfs- vettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands. Vestnorden Travel Mart er mikilvægasta kaupstefnan í ferðaþjónustu á norð- urslóðum. Íslandsstofa hefur framkvæmd Vestnorden Tra- vel Mart með höndum, en kaupstefnan er haldin annað hvert ár á Íslandi og hin árin til skiptis í Færeyjum eða á Grænlandi. Í tilkynningu er haft eftir Ingu Hlín Pálsdóttir að kaup- stefnan fái aukið vægi á hverju ári, það er í takt við aukinn fjölda ferðamanna. „Ísland, Grænland og Fær- eyjar eru allt áfangastaðir sem búa yfir einstökum tækifærum fyrir ferðamenn. Náttúran, fólkið og menningin eru eig- inleikar sem áfangastaðirnir þrír deila að einhverju leyti og við finnum mikinn styrk í því að geta unnið saman á þessum vettvangi að því að kynna löndin saman. Löndin bjóða öll spennandi og fjölbreytta ferðaþjónustu sem fellur vel að þörfum okkar markhópa,“ er haft eftir Ingu Hlín. Skapa tengsl og kynnast löndum Kaupstefnan Vestnorden Travel Mart er sögð ekki að- eins gefa tækifæri til að skapa og viðhalda viðskiptatengslum heldur einnig til að kynnast löndunum þremur sem að við- burðinum standa. Í tengslum við kaupstefnuna er boðið upp á kynnisferðir til landanna þriggja. Geta ferðalangar þá kynnst vel fjölbreyttum mögu- leikum og ferðaþjónustu á Ís- landi, Grænlandi og í Fær- eyjum. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Almannagjá Ferðamönnum sem til Íslands koma fjölgar jafnt og þétt, enda er mikill kraftur í markaðsstarfi greinarinnar. Vægið eykst með fjölgun ferðamanna  Vestnorden Travel Mart  Ísland, Grænland og Færeyjar á kaupstefnu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.