Morgunblaðið - 11.10.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.10.2014, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2014 Við Gróttu Seltjarnarnesið er lítið og lágt en þar leynist mikil fegurð í náttúrunni og ekki síst mistri undanfarinna daga auk þess sem útsýnið í átt að Keili svíkur engan. Kristinn Mikill er sá boð- skapur sem Atli Gísla- son hrl. boðar les- endum Morgunblaðsins í að- sendri grein í gær, föstudag. Í stuttu máli telur Atli að ekki skuli halla orðinu á dómara vegna dóma sem þeir kveða upp, sama hversu vitlausir þeir eru. Telur hann mig hafa farið með óréttmætum hætti að aðkomudómurunum þremur sem á dögunum í Hæstarétti sýknuðu Þor- vald Gylfason af kröfu minni vegna meiðyrða hans um mig. Örstutt upprifjun á sakarefni málsins er þessi: Þorvaldur sagði í háskólaritgerð að orðrómur væri um að ég hefði samið eina af kærunum vegna kosninganna til stjórnlaga- þings. Síðan hefði ég sem dómari við Hæstarétt stjórnað af- greiðslu hennar þar sem fallist hefði verið á að ógilda kosninguna vegna annmarka sem voru á framkvæmd hennar. Hér var skrúflulaust dylgjað um að ég hefði brotið með refsiverðum hætti gegn starfsskyldum mínum sem dómari við Hæstarétt Íslands. Málsvörn sína byggði Þorvaldur á því að hann hefði bara verið að breiða út orðróm, þar sem þetta hefði áður birst í sandkorni í DV og líka því að segja mætti þetta um mig þar sem ég hefði verið þátttakandi í almennum umræðum um þjóðmálin. Í 235. gr. almennra hegningarlaga segir svo: „Ef maður dróttar að öðr- um manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.“ Í þessu felst að það skuli teljast brot í sjálfu sér að bera aðdróttun út. Engin vörn getur því falist í að vísa til þess, eins og dómararnir gerðu í forsendum sínum, að þessi áburður hefði áður birst í DV. Síðan birtu dómararnir í for- sendunum staðhæfingu sem fól það í sér að á annan veg hefði verið dæmt ef annar dómari en ég hefði verið borinn þessum dylgjum um refsivert brot í starfi. Sagt er í for- sendum dómsins að ég hafi á löngum starfsferli mínum, meðal annars á þeim tíma sem ég var skipaður hæstaréttardómari, tekið virkan þátt í þjóðfélagsumræðu um ýmis málefni og verið talsmaður þess að dómarar verði að þola gagnrýni á störf sín á opinberum vettvangi. Halelúja! Hvernig getur þetta verið réttlæting fyrir út- breiðslu á dylgjum um að ég hafi brotið hegningarlög með því að semja erindi til Hæstaréttar og stjórnað afgreiðslu þess þar? Þetta er svo glórulaus vitleysa að enginn lögfræðimenntaður maður ætti að geta látið hana frá sér fara. Aðrar ástæður en fylgispekt við að- ferðir lögfræðinnar hljóta að hafa valdið þessu. Sá sem fyrir svona ódæmum verður hlýtur að hafa heimild til að velta fyrir sér ástæð- um þess að fólkið beygir sig svo í duft ruglsins. Það gerði ég og nefndi til sögunnar þá skýringu sem er eig- inlega sú eina sjáanlega, dómararnir væru að reyna að ganga í augun á vinahópnum sem öllu ræður í dóms- kerfinu og ákveður hverjir skuli verða dómarar við Hæstarétt. Svo var það skrítið, svo ekki sé meira sagt, að sóttir skyldu hafa verið dómarar í Héraðsdóm Reykjavíkur til að dæma á áfrýjunarstigi um dómsúrlausn kollega síns við sama embætti og skrafbróður á kaffistofu þess. Nóg var um aðra kosti við val á dómurum. Greinilegt er að Atli lögmaður hallast að því að maður sem fær dóm með svona vitlausum forsendum eigi helst að þegja. Allavega megi hann ekki geta sér til um ástæður hans. Og fyrst Atli telur mig hafa framið gjörning sem jafna megi til þess sem Þorvaldur framdi á mér, er kannski rétt að rifja upp fyrir honum að Þor- valdur var sýknaður! Ég gerði dóm- urunum allavega ekki annað en þeir höfðu talið Þorvaldi heimilt að gera mér. Nema Atli telji, eins og þeir, að annar réttur eigi að gilda um mig en aðra borgara? Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Og fyrst Atli telur mig hafa framið gjörning sem jafna megi til þess sem Þorvaldur framdi á mér, er kannski rétt að rifja upp fyrir honum að Þorvald- ur var sýknaður! Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögfræðingur. Atli minn! Þorvaldur var sýknaður Um þessar mundir eru 1,2 milljarðar manna í heiminum sem ekki eiga greiðan aðgang að rafmagni og þar af eru um 2,9 millj- arðar sem verða að mæta orkuþörf sinni með því að brenna við og taði. Á sama tíma fer orkuþörf jarðarbúa ört vaxandi. Það er því ljóst að útilokað er að vinna bug á fátækt ef ekki verður unnið að því að auka aðgengi að orku fyrir fá- tæka. Í víðara samhengi er enn- fremur útilokað að finna framtíð- arlausn á loftslagsvandanum án þess að auka nýtingu á hreinni orku. Á fundi þróunarnefndar Alþjóða- bankans í dag verða orkumál á alþjóðavísu í brennidepli. Þar mun ég ásamt öðrum ráð- herrum í nefndinni ræða áskoranir þróun- arlanda við að mæta aukinni orkuþörf og hvernig við tryggjum jafnan aðgang að orku fyrir alla, ásamt því að huga að umhverfinu. Eitt brýnasta verk- efnið á alþjóðavett- vangi nú um stundir er að styðja þróunarríki í að mæta orkuþörf sinni með nýtingu hreinna og endurnýjanlegra orkulinda þar sem þess er kostur. Með þeim hætti má stuðla að framþróun og tak- marka áhrif aukinnar orkufram- leiðslu á losun gróðurhúsaloftteg- unda. Í mínum huga er aukin nýting jarðhita í þróunarlöndum leið sem getur mætt öllum þessum erfiðu áskorunum og er ánægjulegt að sjá hversu mikil vakning er um hve mikilvæg þessi leið er á alþjóðavett- vangi. Á síðustu árum hefur Ísland lagt áherslu á orkumál í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Við höfum til að bera mikla sérfræðiþekkingu og áratuga reynslu á þessu sviði sem er vandfundin í heiminum. Alþjóðabankinn er mikilvægur samstarfsaðili á þessu sviði, enda einn helsti opinberi fjármögnunar- aðili orkuverkefna í fátækustu þró- unarríkjunum. Ísland hefur um langt skeið unnið að því að beina augum bankans að þeim mögu- leikum sem felast í nýtingu jarðhita og er sú vinna loks farin að skila góðum árangri. Samstarfsverkefni okkar um að hraða jarðhitanýtingu í Austur-Afríku er stórt skref í rétta átt og hefur verkefnið víða vakið verðskuldaða athygli. Er það áætl- un íslenskra stjórnvalda að styðja enn frekar við þetta verkefni á kom- andi mánuðum. Jarðhiti er vannýtt orkuauðlind sem býður upp á mikil tækifæri. Þetta þekkjum við Íslendingar best sjálf, enda lagði jarðvarminn og nýting hans grunn að efnahags- legum framförum og framþróun Ís- lands fyrir ekki svo mörgum ára- tugum. Nýting jarðhita getur einnig orðið mikilvægur liður í að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga í heim- inum og er Ísland komið í alþjóðlegt forystuhlutverk í myndun al- þjóðlegs samstöðuhóps um jarðhita- nýtingu. Þannig er Ísland orðið rödd jarðhitans á alþjóðavettvangi og með þeirri umræðu stuðlum við að auknum fjárhagslegum stuðningi við þetta mikilvæga málefni. Framtíðarsýn Alþjóðabankans er útrýming fátæktar og tekur Ísland virkan þátt í að sú sýn verði að veruleika. Verkefnið er stórt og glíma þarf við margs konar áskor- anir. Á sviði endurnýjanlegrar orku mun Ísland leggja sitt af mörkum í formi sérþekkingar og reynslu af jarðhitanýtingu. Þessari þekkingu ætlum við að miðla áfram og þannig stuðla að bættum lífskjörum í fá- tækari ríkjum heimsins. Eftir Gunnar Braga Sveinsson »Eitt brýnasta verk- efnið á alþjóðavett- vangi nú um stundir er að styðja ríki í að mæta orkuþörf sinni með nýt- ingu hreinna og endur- nýjanlegra orkulinda Gunnar Bragi Sveinsson Höfundur er utanríkisráðherra. Í nýtingu jarðvarma felast margvísleg tækifæri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.