Morgunblaðið - 11.10.2014, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.10.2014, Blaðsíða 37
Og nei, kæri tengdapabbi, auð- vitað gleymi ég ekki að nefna Elvis Presley, en hann var þitt uppáhald og það sást heima hjá þér, en það væri hægt að setja upp Elvis-safn með öllum flottu hlutunum sem þú keyptir, m.a. þegar þú fórst með Agli þínum, Sigurði og Aðalsteini til Grace- land. Síðasta fjölskyldusamvera okkar var í fermingarveislu Hrafnhildar Maríu núna í apríl sl. og ég er svo fegin að við tókum mikið af myndum af þér og okkur saman, núna eru þessar myndir ómetanleg eign. Elsku Systa, megi guð styrkja þig í sorg þinni vegna missis eig- inmanns þíns og félaga. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Sigurósk Kristjánsdóttir. Elsku Kristján. Við vorum harmi slegin þegar Kristján Örn, sonur ykkar Systu, hringdi í okkur og færði okkur þau sorgartíðindi að þú værir lát- inn. Á þessari sorgarstundu verð- ur okkur orða vant og sorgin er mikil. Við kveðjum þig með söknuði og þökkum þér fyrir allar þær óteljandi, skemmtilegu og gef- andi samverustundir sem við höf- um átt síðustu árin. Þegar kemur að leiðarlokum kemur upp í hug- ann innilegt þakklæti fyrir allt það góða og fallega sem þú hefur gefið með nærveru þinni. Við vor- um svo sannarlega lánsöm að þekkja þig og hafa þig í fjölskyld- unni. Þú varst öðlingsdrengur, geysilega myndarlegur og stór- glæsilegur svo eftir var tekið. Duglegur, klár, framtakssamur og með yndislega fallega útgeisl- un. Kostir þínir voru ótalmargir, þú varst hjálpsamur, ráðagóður, góðmenni, traustur, skemmtileg- ur, mikil húmoristi, frábær fag- maður, tónlistarmaður og svona mætti lengi telja. Það var svo skemmtilegt að umgangast þig því þú varst alltaf svo jákvæður og geislaðir af gleði. Þú áttir svo gott með að hrífa fólk með út- geislun þinni, enda varstu mjög félagsyndur og áttir fjölmörg áhugamál. Þú notaðir tímann vel og fannst ungur ástina, þegar þú kynntist Systu. Ást ykkar hefur blómstrað alla tíð og þið hafið verið lánsöm að eiga hvort annað og seinna meir eignuðust þið gullmolana ykkar Kristján Örn, Ásdísi, Maríu og Egil Jón. Sem öll eiga orðið sín eigin börn og fjölskyldur sem þú elskaðir svo sannarlega mikið og í hvert sinn sem þú minntist á börnin þín, barnabörn og fjölskylduna alla þá sá maður væntumþykjuna í aug- um þínum. Það var yndislegt að koma norður á Sauðárkrók til ykkar Systu því þið tókuð alltaf svo vel á móti okkur fjölskyld- unni og ekki vantaði kaffi eða bakkelsi á borð. Þegar við kom- um akandi að húsinu ykkar á sumrin, sátuð þið svo oft út á ver- önd í blíðskaparveðri, kaffibrún og sælleg með hundinn ykkar, Elvis, sem var í miklu uppáhaldi. Okkur stóð líka til boða að gista og þáðum það nokkrum sinnum, í þau skipti sem við gerðum það var setið fram á nótt og spjallað um lífið og tilveruna. Þú átt líka stærsta og flottasta Elvis Pres- ley-safn Íslands sem þú hefur unnið svo ötullega að í gegnum árin. Það var svo skemmtilegt að fá að skoða allt fína og flotta dótið sem þú hafðir safnað að þér með Elvis Presley. Þú hafðir líka mjög gaman af því að labba með manni um safnið og sýna okkur alla fallegu gripina. Það var líka skemmtilegt að fá ykkur Systu í mat til okkar því við gátum spjall- að svo mikið. Einnig eru ljúfar minningar þegar öll systkini Systu hittust á Akureyri og síðar meir í Kvistalandi. Minningarnar eru góðar og ylja manni um hjartarætur. Við kveðjum þig nú hinstu kveðju og biðjum þess að algóði Guð blessi minningu þína og varðveiti þig. Við vottum eft- irlifandi eiginkonu þinni og ást- inni í lífi þínu okkar dýpstu sam- úð. Börnum ykkar, barnabörnum, tengdafólki og fjölskyldu og vin- um okkar dýpstu samúð. Sorgin er sár djúp og mikil. Guð blessi ykkur öll. Svavar mágur, Berglind og börn. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um réttan veg fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt því þú ert hjá mér. Sproti þinn og stafur huggar mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mé alla ævidaga mína, og í húsi drottins bý ég langa ævi Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. (23. Davíðssálmur) Með þessum orðum viljum við kveðja elsku Kristján Hansen og biðjum almáttugan Guð að blessa minningu hans. Elsku Systa litla, systir pabba míns. Það er erfitt að vera svona langt í burtu og geta ekki tekið utan um þig og vottað þér samúð. Við biðjum algóðan Guð að gefa þér, börnunum þínum, barnabörnum og allri fjölskyld- unni styrk á þessari miklu sorg- arstundu. Minningin um elsku- legan eiginmann, yndislegan pabba, afa og góðan fjölskylduvin lifir áfram. Guð blessi ykkur öll. Hinsta kveðja, Helga Dís og Shaun. Samstarfsmaður og vinur til fjölda ára er fallinn frá. Höggið var stórt þegar það kom og eft- irsjá er að góðum manni. Krist- ján var vandvirkur til vinnu. Hann hafði einlægan áhuga á gömlu handverki og hafði mikla ánægju af að gera upp gömul húsgögn. Kirkjumálun lá einnig vel fyrir honum því var oft leitað til hans á þeim vettvangi. Krist- ján var bestur starfsmanna á því sviði enda bæði vandvirkur og þolinmóður en þolinmæði átti Kristján nóg af og þá ekki síst gagnvart samstarfsmönnum. Hann bjó yfir gríðarlega mikilli reynslu og var alltaf tilbúinn að miðla henni til annarra. Kristján var léttur í lund og gerði oft at í vinnufélögum sínum og öðrum iðnaðarmönnum. Samferðar- menn Kristjáns hjá Dodda mál- ara eiga góðar minningar um Kristján og Systu, bæði frá árshátíðum og utanlandsferðum. Minningar um Kristján í vinnu og utan vinnu eigum við skemmti- legar og góðar. Um leið og við kveðjum góðan mann vottum við Systu og fjölskyldu allri innilega samúð okkar. Þórarinn Thorlacius og strákarnir. Þriðjudaginn 30. september sl. kvaddi vinur minn og góður fé- lagi, Kristján Þór Hansen. Ég kynntist Kristjáni fyrir alvöru ár- ið 1978 þegar hann bauð mér vinnu hjá sér og Sigurði Snorra- syni málarameistara, þá strax vissi ég að ég hafði eignast góðan vin og félaga. Ég þáði vinnuna og frá þeim degi tókst hjá okkur góður vin- skapur sem entist með okkur alla tíð, þó hefði sambandið mátt vera meira síðustu árin. Kristján var afburðafagmaður, hann hafði gaman af vinnunni og skilaði hann henni alltaf 100%, sérstak- lega hafði hann gaman af ná- kvæmnisvinnu sem þurfti mikla vandvirkni. Kristján var einnig flinkur við og hafði gaman af að gera viðareftirlíkingar og alls- konar skraut. Það eru ekki fáar kirkjurnar sem hann málaði og má þar nefna Hóladómkirkju, Sauðárkrókskirkju og Reyni- staðarkirkju, þar sem allt þurfti að mála eftir gamalli fyrirmynd og helst með sömu gömlu efnun- um. Hann hafði einnig gaman af að mála og gera upp gamlar komm- óður og þess háttar en allt virtist leika í höndum hans. Kristján var ekki bara góður málari, hann var líka nokkuð fær trommuleikari og hafði mikið yndi af tónlist. Kristján hlustaði á alla góða tón- list þó að einn tónlistarmaður hafi verið í miklu uppáhaldi hjá honum en ekki er hægt að tala um Kristján án þess að minnast á Elvis Presley. Kristján átti að ég held allar plötur og diska sem komið hafa út með Elvis og hann átti stórt safn af allskonar minja- gripum er tengdust goðinu sem hann hafði safnað að sér í gegn- um árin. Það var ekki leiðinlegt að setjast niður með Kristjáni á góðum kvöldstundum og hlusta á Elvis og lærði maður fljótt að meta þennan snilling sem Elvis var. Mig langa því að þakka Kristjáni fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman í gegnum árin. Það eru mikil for- réttindi að hafa fengið að kynnast þér. Elsku Systa, Kristján Örn, Egill, Ásdís, María, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn, ég votta ykkur samúð mína í allri þeirri sorg og þeim mikla söknuði vegna fráfalls Kristjáns. Munið að það er ekki erfitt að setja Elvis á fóninn og minnast um leið allra þeirra góðu stunda sem við áttum með Kristjáni. Árni Hjaltason. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2014 Sjöfn Zophoníasdóttir, æsku- vinkona mín, er látin. Við geng- um veg okkar samstíga allt frá innan fermingar til þessa dags. Vinskapur okkar var náinn alla tíð og bar þar aldrei skugga á. Við ólumst upp með svipuðum hætti, á heimilum okkar ríkti gamla munstrið hefðbundna. Ný- ir og breyttir tímar unglingsár- anna tóku völdin fyrirvaralaust, hermenn á götum úti og borgar- bragurinn breyttist. Upp úr tvítugu höfðum við báðar lokið grunnnámi á þeim sviðum sem við höfðum valið okk- ur, hún í Fósturskólanum, ég í Myndlista- og handíðaskólanum. En við vildum sjá meira af um- Sjöfn Zophoníasdóttir ✝ Sjöfn Zophoní-asdóttir fædd- ist í Reykjavík 22. júní 1931. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Droplaug- arstöðum 27. sept- ember 2014. Sjöfn var jarð- sungin frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 3. október 2014. heiminum og helst komast í Evrópu- ferð þar sem sí- gaunatónarnir óm- uðu, lögðum við því af stað með Gull- fossi til Kaup- mannahafnar í nám og störf eins og það var orðað þá. Á leið- inni stoppaði skipið dagpart í Leith í Skotlandi. Ógleym- anleg varð sú stund okkur báðum þegar við stóðum í fyrsta skipti á erlendri grund nokkuð óvænt á miðju Princess Street og lífið breyttist. Kastalar voru í augsýn, hitamolla lá yfir öllu, verslanir í röðum með varningi sem við höfðum aldrei séð áður. Þessi nýja upplifun fullkomnaðist svo í Kaupmannahöfn þar sem list- hönnun og listalífið allt var í al- gleymingi, aldeilis eitthvað fyrir okkur fagurkerana. Frá Kaup- mannahöfn komumst við í Evr- ópuferðina langþráðu í skröltandi lestum og sígaunatónarnir fylgdu okkur. Þegar við komum til baka festum við illa svefn því það vant- aði skröltið. Margt átti eftir að breytast í fyrirhuguðu púsluspili okkar en heillastjarnan fylgdi okkur í hverju því sem við tókum okkur fyrir hendur. Í Kaupmannahöfn mættust þau Sjöfn og Gunnar, gæfa beggja. Síðan gengu þau saman sinn æviveg, byggðu sér vandað heimili og eignuðust tvo sólar- geisla, Snorra og Lilju Önnu. Á því heimili ríkti allt sem þurfti, hlýja, virðing og samheldni í öllu enda afraksturinn eftir því. Þeg- ar svo höggið kom og Sjöfn greindist með ólæknandi sjúk- dóm var ekki hægt að standa sig betur en fjölskyldan gerði í einu og öllu. Þegar Sjöfn var komin á Droplaugarstaði, leið ekki sá dagur að Gunnar væri ekki kom- inn í heimsókn og eftir atvikum, systkinin, tengdadóttirin og litli engillinn hún Kristrún Sjöfn. Hvar sem Sjöfn fór fylgdi henni þetta trausta gefandi yfir- bragð og næmleiki hennar fyrir því sem var að gerast í augnablik- inu. Sjöfn, forstöðukonan í Grænuborg, var kona á réttum stað. Með sínum mjúku höndum strauk hún tár af kinn og sætti ólík sjónarmið smáfólksins með sínum djúpa skilningi uppaland- ans. Sjöfn var einstök, það var yndislegt að eiga hana að vini í gegnum árin. Hafi hún ómetan- lega þökk mína. Blessuð sé minn- ing hennar. Fjölskyldu Sjafnar og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Hólmfríður Árnadóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, RAGNHEIÐAR ÖNNU STEFÁNSDÓTTUR sjúkraliða. Margrét Stefanía Sveinsdóttir, Stefán Þór Herbertsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Víðir Þór Herbertsson og fjölskyldur. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LÁRU MARGRÉTAR BENEDIKTSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og hjúkrunarfræðinga Karítas. Jón Karlsson, Ingrid Karlsson, Áslaug Lára Jónsdóttir, Scott Lamb, Axl, Lilý, Birgitta Sif Jónsdóttir, Bergþór Ásgeirsson, Sóley Sif, Salka Sif, Louise Jónsdóttir Karlsson, Deisa G. Karlsdóttir, Tommy Holl, Hanna Aarnesdóttir Närhi. ✝ Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Furulundi 3b, Akureyri. Margrét Einarsdóttir, Ástvaldur Guðmundsson, Hólmar Ástvaldsson, Óla Björk Eggertsdóttir, Álfheiður H. Ástvaldsdóttir, Halldór Björn Halldórsson, Ásgeir Ástvaldsson, Karólína Einarsdóttir, Bergdís Hólm Davíðsdóttir, Styrmir Haraldsson, Einar Hólm Davíðsson, Auður Kristinsdóttir, Nanna Hólm Davíðsdóttir, Valdimar Geir Valdimarsson, Orri Þór, Birna Hrund, Dagur, Egill Birnir, Lilja Hrönn, Þórdís Marín, Einar Steinn, Erna Sjöfn, Davíð, Ólavía Klara og Atli Hrannar. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, VIGDÍSAR ESTERAR EYJÓLFSDÓTTUR, Vallartröð 10, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 11G, LSH og líknardeildar LSH í Kópavogi. Ingimar G. Jónsson, Valgerður Ingimarsdóttir, Andrés Indriðason, Jón Ingimarsson, Kristín H. Traustadóttir, Eyjólfur Ingimarsson, Margrét Á. Gunnarsdóttir, Guðrún Hrönn Ingimarsdóttir, Gunnar Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson STOFNUÐ 1996 STOFNUÐ 1996 Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.