Morgunblaðið - 11.10.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.10.2014, Blaðsíða 43
gamla sál. Vil helst fá aftur gömlu hvítu og bláu mjólkurfernurnar með Auðhumlu, finnst gott að hlusta á Rás 1 þegar hún minnir mig á gamla tíma og sé fyrir mér barnæskuna þegar ég var að koma heim úr berjamó, mamma að steikja kleinur með til- heyrandi kleinuilmi, sól úti og óskalög sjúklinga í útvarpinu, sennilega „Í bljúgri bæn“ með kveðjum til starfs- fólksins á deild 3C. Ég hef alltaf haft áhuga á fortíðinni, nýt þess að hlusta á eldra fólk tala um gamla tíma og vildi gjarnan setjast niður með mömmu og pabba og skrifa upp minningabrot fyrir börnin mín um þessa daglegu hluti og yndislegu smáatriði sem aldrei rata í sögubæk- urnar. Mér þykir vænt um dýr og þekki yfirleitt alla fjórfætlinga í hverfinu með nafni þótt ég viti ekkert endilega hvað fólkið í næsta húsi heitir. Svo get ég verið mótsagnakennd í mannlegum samskipum, einhvers konar félagslynd mannafæla með símafóbíu. Ómissandi hluti af lífi mínu eru vinkonur mínar í leynifélaginu Svörtu hendinni, en ég hef verið í dag- legum samskiptum við þær í fimmtán ár. Fjölskylda Eiginmaður Svanhildar er Logi Bergmann Eiðsson, f. 2.12. 1966, sjón- varpsstjarna. Hann er sonur Eiðs Bergmann, f. 22.11. 1915, d. 3.2. 1999, og Valborgar Sveinsdóttur, f. 13.6. 1934. Börn Svanhildar eru Valur Hólm Sigurgeirsson, f. 9.9. 1996, nemi við MA; Brynhildur Hólm Logadóttir, f. 21.7. 2006, nemi í Melaskóla; Hrafn- hildur Hólm Logadóttir, f. 13.3. 2010, leikskólastúlka á Hagaborg. Börn Loga: Elín Tinna Logadóttir, f. 19.9. 1988, verslunarstjóri í Reykja- vík; Fanndís Birna Logadóttir, f. 22.2. 1995, nemi við VÍ; Linda Björg Loga- dóttir, f. 4.5. 1997, nemi við VÍ; Lilja Katrín Logadóttir, f. 30.4. 2003, nemi í Hvassaleitisskóla. Systir Svanhildar er Margrét Hólm Valsdóttir, f. 10.6. 1967, hótelstjóri í Mývatnssveit. Foreldrar Svanhildar eru Fjóla Stefánsdóttir, f. 12.1. 1948, fyrrv. starfsmaður RSK, og Valur Hólm Sigurjónsson, f. 27.5. 1946, vélfræð- ingur. Þau eru búsett á Akureyri. Úr frændgarði Svanhildar Hólm Svanhildur Hólm Valsdóttir Guðni Guðnason útgerðarm. og húsasm. á Siglufirði Pálína Jónsdóttir húsfr. á Siglufirði Gústaf Guðnason bifreiðarstj. á Siglufirði Guðrún Bjarnadóttir Tingvold frá Bakka á Siglufirði, húsfr. í Ebeltoft í Danmörku Valur Hólm Sigurjónsson vélfr. á Akureyri og fyrrv. aðstoðarst.stj. í Laxárvirkjun Ólöf Þorláksdóttir húsfr. á Siglufirði Bjarni Guðmundsson sjóm. á Siglufirði Ingibjörg Guðnadóttir húsfr. í Rvík Hjördís Böðvarsdóttir húsfr. í Rvík Guðni Bergsson knattspyrnu- kempa og lögfræðingur Bjarney Bjarnadóttir húsfreyja Eysteinn Óskar Einarsson bókbindari Bjarni Sigurjónsson framkvæmdastj. á Akureyri Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari Stefán Jónasson útgerðarm. á Akureyri Jónas Stefánsson fyrrv. kennari við VMA Ásdís Jónasdóttir framkvæmdastj. á Dalvík Snæbjörn Magnússon vél- og trésmiður á Akureyri, systursonur Rósu, langömmu Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra, og Steinþórs, langafa Bernharðs Haraldssonar, fyrrrv. skólam. VMA Svanborg Jónasdóttir húsfr. og verkak. á Akureyri Stefán Kjartan Snæbjörnsson f. á Dalvík, vélvirki og kennari á Hólum í Hjaltadal Sigurlaug Jóhannsdóttir verkak., síðast á Akureyri Fjóla Stefánsdóttir fyrrv. starfsm. RSK á Akureyri Jóhann Björnsson sjó- og tómthúsm. á Akureyri Sigurhanna Kristjánsdóttir húsfreyja á Akureyri, frá Þorsteinsstöðum Afmælisbarnið Svanhildur Hólm. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2014 Þórður kakali fæddist árið1210, sonur Sighvats Sturlu-sonar, héraðshöfðingja á Grund í Eyjafirði, og k.h., Halldóru Tumadóttur. Bræður Sighvats voru Snorri, sagnaritari og höfðingi í Reykholti, og Þórður, höfðingi á Stað. Bræður Halldóru voru Kolbeinn á Víðimýri, og Arnór, faðir Kolbeins unga. Sturla, bróðir Þórðar kakala, fór herför norður í Skagafjörð gegn Kolbeini unga, höfðingja Skagfirð- inga, en Kolbeinn og Gissur Þor- valdsson, leiðtogi Haukdæla, sam- einuðust gegn Sturlungum og unnu þá í Örlygsstaðabardaga 1238. Þar féllu þeir feðgar, Sighvatur og Sturla en bræður Sturlu, Markús, Kolbeinn og Þórður yngri voru höggnir eftir bardagann. Þórður kakali var í Noregi, fjarri góðu gamni, þegar faðir hans og bræður féllu við Örlygsstaði. Hann hélt til Íslands 1242 og þó Kolbeinn væri þá allsráðandi á Norðurlandi, safnaði Þórður liði gegn honum og náði ótrúlegum árangri. Sumarið 1244 hélt Þórður með skipaflota frá Ströndum áleiðis til Eyjafjarðar en Kolbeinn ungi kom þá siglandi úr Skagafirði með mikið lið. Flotarnir mættust á Húnaflóa og þar sló í Flóabardaga. Þórður var mun fá- mennari og hörfaði undan en Kol- beinn beið þó afhroð. Er Kolbeinn lá banaleguna, ári síðar, lét hann Þórði eftir föðurveldi sitt í Eyja- firði og Þingeyjarsýslu. Þórður tókst síðan á við Brand Kolbeins- son, frænda Kolbeins unga, í Haugsnesbardaga 1246 og hafði betur, en Brandur féll. Þórður var nú alls ráðandi á öllu Norðurlandi og atti þá kappi við Gissur Þor- valdsson, höfðingja Haukdæla á Suðurlandi. Þeir skutu máli sínu til Hákonar Noregskonungs sem úr- skurðaði Þórði í vil, sendi hann til Íslands til að koma landinu undir konungsveldið, en kyrrsetti Gissur. Þremur árum síðar var Þórður svo kallaður til Noregs og kyrr- settur þar, en Gissur sendur til Ís- lands í erindum konungs. Þórður fékk þó fararleyfi heim 1256 en lést áður en heimförin hófst, 11.10. 1256. Merkir Íslendingar Þórður kakali Málverk/Gísli Sigurðsson listmálari 90 ára Bára Þorsteinsdóttir Ingibjörg Gunnarsdóttir Jón Ragnar Lárusson 85 ára Gígja Kristinsdóttir Samúel Dalmann Jónsson 80 ára Benedikt Karlsson Gísli Þórir Victorsson Guðjón Loftsson Gunnar Guðjónsson Húnbogi Þorsteinsson Þorbjörg Einarsdóttir 75 ára Ása Ketilsdóttir Helgi Konráðsson Svala Gísladóttir 70 ára Birna Hjaltested Geirsdóttir Einar Baxter Erla G. Waage Jónína Guðrún Svanborgardóttir Nína Draumrún Guðleifsdóttir Ragnhildur Ásgeirsdóttir Sigríður Lúðvíksdóttir 60 ára Auður Valdimarsdóttir Ágústa Halldórsdóttir Árni Hrólfsson Guðmundur Kristján Tómasson Guðrún Þorsteinsdóttir Halldóra Snæland Hreinsdóttir Hallur Andrés Baldursson Hanna Jóhannsdóttir Hanna Þóra Friðriksdóttir Ingibjörg Þórarinsdóttir Sigmundur Kristján Pétursson Stefán Þ. Halldórsson Þórunn Óskarsdóttir 50 ára Árdís Markúsdóttir Barbara Teresa Chrzan Björgvin Ploder Guðmundur Birgir Ívarsson Guðmundur Jóhann Jóhannesson Hrafnhildur L. Ævarsdóttir Kári Hafsteinsson Magga S. Brynjólfsdóttir Yukie Moriyama Þorsteinn Grétar Einarsson 40 ára Anna Giudice Álfhildur Eiríksdóttir David Paul Peter Nickel Elvar Níelsson Elvar Smári Sævarsson Hilmar Finnsson Íris Sæmundsdóttir Jum Dinkrathok Theódóra Anna Torfadóttir Unnar Jónsson Vilhjálmur Sanne Guðmundsson Yupin Chamnongsak Þóra B. Líndal Sigurðardóttir 30 ára Artur Karim Berimi Berglind Birgisdóttir Ditte Höjgaard Elmar Freyr Kristþórsson Eyþór Tómasson Gunnar Örn Ólafsson Hafdís Magnea Jóhannsdóttir Jesus Rodriguez Comes Kolbeinn Aðalsteinsson Malin Marika Eldh Sigríður Erla Viðarsdóttir Sigrún Helga Björgvinsdóttir Simona Zemitanaite SUNNUDAGUR 95 ára Hildegard A. Valdason 90 ára Ingibjörg Pálsdóttir Sigurjón Guðmundsson 85 ára Inga Jónsdóttir Jóhann Gunnar Halldórsson Sigurjón Jónsson 80 ára Árni Steinar Hermannsson Kristinn Lúðvíksson Lúther S. Kristjánsson Njáll Trausti Þórðarson Páll Auðunsson 75 ára Anna Sigurborg Þórarinsdóttir Ingvar Kristjánsson Sigríður Guðmundsdóttir Örn Haukur Ingólfsson 70 ára Bjarghildur María Jósefsdóttir Hallgrímur Sigmundsson Hrafnhildur Sigurðardóttir Jóhannes Óli Garðarsson Jón Svanbjörnsson Kristjana Samper Lára G. Oddsdóttir Magnús Elí Bárðarson Ólafur Bjarni Halldórsson Sesselja Finnsdóttir Sigurður V. Sigurjónsson Vikar Pétursson 60 ára Anna Pétursdóttir Friðrik Bjarnason Guðrún Jóhannsdóttir Krzysztof Wolodko 50 ára Arnar Guðmundsson Elín Einarsdóttir Hlíðar Sæmundsson Jens Jóhannsson Jóhann Bjarni Pálmason Jónas Bragi Jónasson Kristbjörg M. Guðbjörnsdóttir Kristín Heiða Christiansen Sarah Catherine Ruth Buckley Sigríður Brynja Hauksdóttir Sigríður Karen Amby Lárusdóttir Sigurgrímur Á. Ingimarsson Svanhildur Vilbergsdóttir 40 ára Anna Elín Jóhannsdóttir Arnar Hlynur Ómarsson Auður Steinarsdóttir Erla K. Bergmann Sigurðardóttir Gerður Marín Gísladóttir Ingibjörg Magnadóttir Judith Catian Doroon Margrét Jónsdóttir Matthías Þór Matthíasson Unnur Ásta Kristinsdóttir Þórhildur Ósk Ólafsdóttir 30 ára Ásrún Karlsdóttir Dagný Björk Erlingsdóttir Eva Kristjánsdóttir Gréta Guðbjörg Zimsen Hannes Garðar Stefánsson Heikki Juhani Hietala Hrafnhildur Ómarsdóttir Kristín Birgisdóttir Sigurður Kári Tryggvason Unnur Elísabet Gunnarsdóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.