Morgunblaðið - 21.10.2014, Side 2

Morgunblaðið - 21.10.2014, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2014 2 BÍLAR Í þennan þátt hefur margur frægur maðurinn og fyr- irmennið ratað enda for- vitnilegt fyrir okkur brauð- stritarana að sjá hvaða bíla þeir einstaklingar kjósa sem vita ekki aura sinna tal og geta látið allt eftir sér sem hugurinn á annað borð girnist. Oftar en ekki felur það í sér draumabíla sem flest okkar verða að láta sér nægja að dreyma um. En hvað þá um þann ein- stakling sem jafnan er talinn með helstu skemmtikröftum 20. aldarinnar – ef ekki einfaldlega sá mesti – sjálfan Frank Sinatra? Í krafti vinsælda sinna og goð- sagnar gat hann veitt sér flest sem honum kom í hug og bifreið- ar þar með taldar. Lítum á bílana sem Röddin, öðru nafni Bláskjár gamli, enn öðru nafni Stjórn- arformaðurinn, ók á meðan hann var og hét. Amerískir öndvegisvagnar Litlum sögum fer af því hvaða bílum Sinatra ók á fyrri hluta fer- ils síns, til ársins 1950, og þegar hann gekk í gegnum lægðina miklu á ferlinum á árunum ’51- ’53 þurfti hann sjálfsagt að fá far hjá vinum og samstarfsfólki, svo illa gaf á bátinn hjá honum. En hann reif sg upp og varð í kjölfar- ið vinsælli en nokkru sinni, frá og með Óskarsverðlaunum sem hann hlaut fyrir leik sinn í kvik- myndinni From Here To Eternity árið 1953, og þá var ekki að sök- um að spyrja. Hann ók eintóm- um lúxusvögnum þaðan í frá. Fyrst ber að nefna Ford Thun- derbird-blæjubíl, árgerð 1955. Ár- ið sem kappinn gaf út meist- araverkið In The Wee Small Hours var hann aftur kominn á toppinn og lét ekkert minna duga en svartan T-Bird enda bíllinn þá með þeim vinsælustu vest- anhafs. Ljóst má vera að hann var sáttur við gripinn því árið eft- ir hélt hann tryggð við Ford- samsteypuna því þegar kom að því að bæta við flotann splæsti hann í Lincoln Continental Mark II, stóran og tilkomumikinn dreka. Árið 1957 sendi Frank svo frá sér hina víðfrægu plötu Come Fly With Me og leitaði um leið á meira framandi slóðir í bíla- kaupum. Sá næsti sem rataði í plássgóðan bílskúrinn var Dual- Ghia, módel 1957, en þar var á ferðinni sportlegur bíll sem Chrysler framleiddi og stjörn- urnar vestanhafs tóku ástfóstri við en tegundin reyndist engu að síður skammlíf. Sinatra auðn- aðist þó að bæta seinna við sig eintaki af 1962 af Dual-Ghia L6.4. Í millitíðinni átti hann líka ’58 módelið af Cadillac Eldorado. Evrópskir eðalvagnar í bland Þegar Sinatra varð fimmtugur, árið 1965, tókst hann á við mið- lífskrísuna eins og hvert annað karlmenni og fékk sér sportbíl. En sjálfur Stjórnarformaðurinn gat ekki fengið sér bara hvaða bíl sem var svo hann lét George Barris sérhanna fyrir sig Ford Mustang. Bíllinn, sem kallaður var Zebra Mustang, var sérkenni- legur útlits og lumaði á ýmsum nýjungum innanstokks. Þar á meðal voru glasahaldarar, sem reyndar rúmuðu heilar viskíflösk- ur (Sinatra var sólginn í Jack Daniel’s, þó ekki þegar hann sjálfur ók) en slíkt var þá ný- lunda. Einnig var í bílnum að finna lítið sjónvarp, svart/hvítt að vísu, en það þótti mikið undur á sjöunda áratugnum. Þegar Sinatra lét svo tilleiðast að fá sér evrópskan bíl réðst hann ekki á garðinn þar sem hann var lægstur frekar en endranær. Fyrir valinu varð Lam- borghini Miura, árgerð 1969, og frægt er hvað Sinatra sagði ein- hverju sinni um bílinn þann: „You buy a Ferrari when you want to be somebody. You buy a Lam- borghini when you are some- body.“ Af öðrum evrópskum gæð- ingum sem Sinatra ók um sína daga má svo nefna ’76 árgerð af himinbláum Rolls-Royce Silver Shadow og dökkgrænan Jaguar XJS frá árinu 1989. Þótti sá síð- arnefndi sérlega fallegur enda hafði kappinn mikið dálæti á honum. Að endingu er rétt að nefna bíl sem var sá eini sem Sinatra aug- lýsti um sína daga. Það var 1980 árgerðin af Chrysler Imperial, sem átti að setja ný viðmið í þægindum og munaði en þegar til kastanna kom reyndist hann bilanagjarn og erfiður við- ureignar. Bíllinn kom út í ljós- blárri Sinatra-útgáfu og tengingin er nóg til þess að bíllinn er eft- irsóttur söfnunargripur meðal áhugamanna enn í dag. jonagnar@mbl.is Ökuþórinn | Frank Sinatra Bílarnir hans Bláskjás gamla Aftur kominn á toppinn eftir mögur ár kringum 1950. Sinatra er hér með Ford Thunderbird árgerð 1955. Jaguar XJS sem Sinatra ók síðustu árin þótti með fallegustu bílunum sem stjörnurnar í Palm Springs óku á níundaáratugnum. Gullfallegur. Þannig var auglýsingin sem birtist í tímaritum í Bandaríkjunum 1980 þegar goðið lagði nafn sitt við Chrysler Imperial FS – Sinatra Edition. Francis Albert Sinatra hafði heiminn í hendi sér um áratugaskeið enda vinsælasti og valdamesti maður skemmtanabransans í vesturheimi. Þessi sérsmíðaði Mustang 1965, nefndur Zebra Mustang, var meðal Si- natra við miðlífskrísunni. Hann bauð farþegum upp á skota og sjónvarp. Lincoln Continental Mark II var drossía sem átti að koma framleiðand- anum aftur á kortið meðal lúxusbíla. Frankie valdi sér alltént einn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.