Morgunblaðið - 21.10.2014, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2014
BÍLAR 7
Á
ttunda kynslóð VW Pas-
sat er nú kynnt fyrir
heimspressunni á eyj-
unni Sardiníu í Miðjarð-
arhafinu. Blaðamaður Morg-
unblaðsins var á staðnum og hafði
bílinn til reynsluaksturs en nánar
verður fjallað um hann á bílasíð-
um blaðsins síðar.
Tveir seldir á hverri mínútu
VW Group seldi 1,1 milljón Pas-
sat bíla á heimsvísu í fyrra sem
þýðir að tveir slíkir fara í hendur
eigenda sinna á hverri mínútu.
Alls hafa 22 milljónir eintaka verið
seldar af þessum vinsæla bíl síðan
framleiðsla á honum hófst en
hann er mikilvægur á íslenskum
markaði að sögn Friðberts Frið-
bertssonar, forstjóra Heklu. „Við
eigum von á fyrstu bílunum í febr-
úar og munum fara að geta tekið
við pöntunum strax um áramót.
Hann verður frá byrjun fáanlegur
með öllum níu vélunum sem í boði
eru, sem stallbakur eða lang-
bakur, framhjóladrifinn eða fjór-
hjóladrifinn. Ég get ekki staðfest
hvað hann mun kosta ennþá en
hann mun verða mjög nálægt
gamla bílnum í verði.“
Breyttur og hlaðinn búnaði
Bíllinn er talsvert mikið breyttur
frá fyrri kynslóð og til að mynda er
hjólhaf hans mun meira sem eyk-
ur innanrými bílsins. Einnig er
hann allt að 85 kílóum léttari en
áður með endurhönnuðum und-
irvagni og yfirbyggingu, sem og
nýjum vélum sem létta bílinn mik-
ið.
„Bíllinn er hlaðinn tækninýj-
ungum og nýjum öryggisbúnaði
eins og stafrænu mælaborði, bún-
aði sem aðstoðar ökumann að
bakka með tengivagn og árekstr-
arvara með 360 gráðu myndavél,“
sagði Friðbert ennfremur.
njall@mbl.is
Nýr Passat
í febrúar
Friðbert Friðbertsson, forstjóri
Heklu, við glænýjan VW Passat.
N
issan Leaf hefur af
óvenjulegu meti að
státa, hann er hrað-
skreiðasti bíll heims –
aftur á bak. Metið setti áhættuök-
umaður á hraðahátíðinni í Go-
odwood í Englandi.
Rafbílatækni er ekki svo ýkja
flókin. Rafgeymir er tengdur raf-
mótor gegnum rafeindastýringu
sem kemur einnig á sambandi
mótorsins og hjólanna. Ekki þarf
gírkassa því ólíkt bensín- og dísil-
vélum skilar rafmótor fullu torki,
snúningsmætti, á öllu snúnings-
sviðinu. Bara að stíga á aflgjöfina
og bíllinn sækir strax á hámarks
ferð.
Rafbílar gætu í sjálfu sér ekið
jafnhratt aftur á bak sem áfram,
en þar sem býsna erfitt yrði að
stýra bíl á 150 km hraða með
framhjólum sem þá sneru aftur
hafa framleiðendur rafbíla tak-
markað í rafeindastýringunni
hversu hratt verður bakkað.
Á hátíð hraðans í Goodwood
ákvað Nissan að aftengja stýring-
artakmörkin í þágu mettilraunar
áhættuökumannsins Terry Grant,
sem fékk það verkefni að reyna
að setja heimsmet á rafbílnum
Leaf í því að bakka eina enska
mílu, 1.609 metra, upp fræga
kappakstursbrekku í Goodwood.
Grant hafði unnið sér það til
frægðar árið áður að aka Nissan
Juke upp brekkuna, sem er mjög
hlykkjótt.
Metið virtist honum ekki ýkja
erfitt því hann byrjaði á því að slá
það á föstudegi. Reyndi síðan aft-
ur daginn eftir og þriðja sinni á
sunnudegi hátíðarinnar og bætti
metið báða dagana. Lokatíminn á
þriðja degi var 1:37,02 mínútur,
eða sem svarar 88,5 km/klst.
meðalhraða.
„Á stundum var ég ekki viss um
hvort ég væri að koma eða fara,“
sagði Grant í léttum tón. „En
þökk sé lágum þyngdarpunkti
Leaf – rafgeymarnir eru hluti af
bílgólfinu – þá er bíllinn ein-
staklega stöðugur á veginum, al-
veg sama í hvaða átt honum er
ekið. Hið eina sem ég get kvartað
yfir er lítilsháttar hálsrígur sem
ég fékk af því að þurfa alltaf að
horfa um öxl,“ bætti hann við.
Met hans var skráð í Heims-
metabók Guinness og er þar enn,
að því er best er vitað.
agas@mbl.is
Laufið hraðskreiðast
aftur á bak!
Rafbíl má aka jafnhratt aftur á bak og áfram. Hér er Nissan Leaf metbíll-
inn á ferð á hraðahátíðinni í Goodwood. Hann reyndist hraðskreiðastur.
N
ý rannsókn bendir til
þess að hreinlæti sé
ábótavant þegar bíl-
stólar fyrir börn eru
annars vegar. Jafnvel að í þeim sé
að finna tvöfalt það magn af
hættulegum bakteríum og sýklum
sem er að finna í klósettskál.
Að þessari óskemmtilegu nið-
urstöðu komust rannsakendur við
Birmingham-háskólann í Englandi
núna í haust. Tóku þeir sýni með
því að strjúka barnabílstóla í 20
bílum og klósettskálar á jafn-
mörgum heimilum með eyrnap-
innum.
Niðurstaðan var sú að 100 sýkl-
ar mældust á hvern fersentimetra
í bílstólunum miðað við 50 sýkla á
jafnstórum bletti í klósettskál.
Meðal örveira sem fundust voru
bakteríur sem valdið geta meðal
annars niðurgangsveiki og salm-
onellu.
Í rannsókn á bílunum sjálfum
kom í ljós að í þeim er að finna
hættulegri bakteríur og sveppa-
tegundir en á heimilum. Óhrein-
ustu blettirnir í bílunum voru gólf-
in undir fótum ökumanns og
farþega. Þar var að finna þúsundir
örveira á fersentimetra.
Til stuðnings rannsókninni
framkvæmdi dekkjafyrirtækið
Continental könnun meðal 2.000
bílstjóra. Helmingur þeirra var að
jafnaði á ferðinni á bíl þar sem
ægði saman alls kyns rusli. Tíundi
hver gekkst við því að draslið hefði
ýmist valdið árekstri eða að legið
hefði við slysi vegna þess, til
dæmis með því að gosflaska eða
-dós hefði smokrað sér undir
bremsufetilinn.
Í ljós kom einnig, að tveir þriðju
bílstjóranna voru í engu meðvit-
aðir um hættuna sem heilsu fólks
stafar af skítugum bíl. Fimmti hver
sagðist aðeins þrífa bílinn að inn-
anverðu einu sinni á ári – venju-
lega áður en farið var með hann á
verkstæði til að dytta að ein-
hverju.
agas@mbl.is
Barnabílstólarnir
löðrandi í bakteríum
Þrifum á barnabílstólum virðist
yfir höfuð nokkuð ábótavant.
Chevrolet hefur náð þeim áfanga
að selja eina milljón eintaka af
smábílnum Spark, sem margir Ís-
lendingar kannast vel við, um
heim allan.
Eigi liggur fyrir nákvæmlega
hvenær þessi áfangi náðist en að
sögn Chevrolet var það nú nýver-
ið.
Spark er minnsti bíll sem
Chevrolet hefur nokkru sinni
smíðað en auk þess að vera fá-
anlegur með bensínvél fæst hann
einnig í rafútgáfu frá og með
árinu í ár.
Þessi smái en knái bíll hefur
öðlast miklar vinsældir í löndum
á borð við Bandaríkin, Mexíkó og
Suður-Kóreu, en þangað á hann
uppruna sinn að rekja.
„Litlu bílarnir okkar – Spark,
Sonic og Cruze – draga fleiri
nýja bílkaupendur til Chevrolet
en nokkrir aðrir smíðisbílar okk-
ar, yfir 60% kaupenda smábíl-
anna hafa aldrei átt Chevy áður,“
segir forstjóri Chevrolet Alan Ba-
tey.
Upphaflega var Chevrolet
Spark bíll með heitinu Daewoo
Matiz, sem smíði var hafin á árið
1998. Þetta er fimm dyra stall-
bakur með þverstæða vél og
framdrifinn. Önnur kynslóð hans
kom á götuna 2005 og síðan sú
þriðja 2009.
Í Suður-Kóreu gengur bíllinn
undir heitinu Daewoo Matiz
Creative en sem Chevrolet Spark
í Evrópu, Norður-Ameríku og
Mið-Austurlöndum, sem Chevr-
olet Spark GT víða í Suður-
Ameríku, sem Chevrolet Beat í
Indlandi og sem Holden Barina
Spark í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.
Chevrolet Spark er framleiddur
í Suður-Kóreu, Indlandi, Úsbek-
istan, Kólumbíu og Víetnam.
agas@mbl.is
Milljón Chevrolet
Spark-bílar seldir
Chevrolet Spark fæst nú einnig sem rafbíll.
Bilasmáauglýsingar
JEEP LIBERTY 2007 TIL SÖLU.
Ekinn 43 þ. m. eingöngu á malbiki. Yfir-
bygging var lagfærð við komuna til lands-
ins 2007, ekki tjónabíll. Í topplagi, skoð-
aður 2015. Nr. VL-N08. Gott verð 1.390.000.
Sími 694 3636.