Morgunblaðið - 21.10.2014, Page 6

Morgunblaðið - 21.10.2014, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2014 6 BÍLAR F errari hefur ákveðið að smíða afburða sportbíl sem fengið hefur nafnið Ferrari F60 America. Skír- skotar það til þess að Ferrari hefur haldið úti starfsemi í Bandaríkj- unum í 60 ár. Þótt bíll þessi byggist á und- irvagni F12 Berlinetta deilir hinn opni F60 America ekki einum ein- asta hluta yfirbyggingarinnar með F12-bílnum. Í leiðinlegu veðri geta ferðalangar skýlt sér frá hinu versta með hjálp léttrar blæju. Er hún það óburðug að með hana uppi er hámarkshraði bílsins tak- markaður við 120 km/klst. F60 America verður knúinn sömu V12-vélinni og F12-bíllinn en hún er 6,3 lítra og krafturinn 545 kW og torkið 690 Newton-metrar. Með þetta afl undir húddinu kemst bíllinn úr kyrrstöðu í hundr- aðið á 3,1 sekúndu. Sæti ökumanns verður klætt rauðu leðri en farþegasætið svörtu leðri og að öðru leyti er mikið lagt upp úr frágangi og bryddingum í innra rýminu. Stríp- ur niður miðjuna á baki beggja sæta verða í bandarísku fánalit- unum. Eins og áður segir verða ein- ungis smíðuð 10 eintök af F60 America. Herma fregnir að þeim öllum hafi verið ráðstafað. Fylgir og fregnum, að hinir heppnu eig- endur þurfi að leggja 2,5 milljónir dollara á borðið fyrir eintakið. Jafngildir það 302 milljónum króna og eitt er víst: enginn hörg- ull var á mönnum sem fegnir vildu borga þetta verð fyrir bílinn sér- smíðaða. Og verðið er sjö sinnum hærra en það sem F12 Berlinetta kostar en í Bandaríkjunum hefur hún kostað 318.888 dollara á göt- una komin. F60 America verður frum- sýndur við athöfn um næstu helgi í Bandaríkjunum og verður það í leiðinni kveðjuhóf fyrir Ferrari- stjórann fráfarandi, Luca di Mon- tezemolo. agas@mbl.is Smíða aðeins 10 eintök af Ferrari F60 America 300 milljónir takk fyrir og slegist var um Ferrari F60 America. Leðursæti ökumanns og farþega verða hvort í sínum lit. G reinendur og sérfræð- ingar um bílamarkaðinn sjá fram á gríðarlega jafna og harða sam- keppni bandarísku bílrisanna þriggja í smíði og sölu pallbíla. General Motors, gegnum Chevrolet og GMC, og Chrysler Ram hafa ákveðið að sækja harð- ar fram og narta í hinn stóra skerf Ford á markaði fyrir pallbíla. Hafa þeir valið góðan tíma til þess en Ford hefur dregið úr framleiðslu á 2014-árgerðinni af F-150 pall- bílnum til að búa í haginn fyrir 2015-árgerðina; splunkunýja módelið sem að verulegu leyti er smíðað úr áli í stað stáls. Sérfræðingur hjá greiningarfyr- irtækinu LMC Automotive segir að hagnaðarprósenta bílsmiðanna tveggja muni lækka vegna auk- inna tilboða þeirra af afslætti sem þeir bjóði til að tæla kaupendur frá Ford. Tilboðin geri það að verk- um, að kaupendur sem hafa ekki nennu til að bíða eftir F-150 muni gera afar góð kaup með haustinu en á þeim árstíma sækir pallbíla- sala venjulega mjög í sig veðrið. Ford F-150-álbíllinn er fánaberi þrettándu kynslóðar bílsins sem verið hefur mest seldi pallbíll Bandaríkjanna í rúma fjóra ára- tugi. Framleiðslu á forveranum af 2014-árgerðinni var hætt fyrir nokkrum vikum í bílsmiðjunni í Dearborn í Michiganríki til að breyta búnaði og samsetning- arlínum fyrir 2015-bílinn nýja. Hið sama verður gert á næsta ári í smiðju í Kansas City sem fram- leiðir einnig F-150-bílinn. Vegna smíðastopps í Dearborn áætlar Ford að sölutapið nemi sem svari 90.000 eintökum af pallbílnum vinsæla. agas@mbl.is Ford F-150-álbíllinn er fánaberi þrettándu kynslóðar bílsins sem verið hefur mest seldi pallbíll Bandaríkjanna í rúma fjóra áratugi. Risar slást hart á pallbílamarkaði Svo virðist sem nokkurs misskiln- ings gæti meðal ökumanna ný- legra bíla um virkni þess dag- ljósabúnaðar sem fylgir bílnum. Töluvert er nefnilega um það að nýjum bílum sé ekið um vegi landsins í rökkri og slæmu skyggni án þess að kveikt sé á aðalljósum. Þetta kemur fram á vef Samgöngustofu. Kveikja þarf á aðalljósum Flestir nýir nýir bílar í dag eru með LED-ljós að framan, svo- nefnd dagljós, sem stöðugt er kveikt á svo lengi sem bíllinn er í gangi. Gallinn er hins vegar sá að ökuljósin, þ.m.t. afturljósin, loga ekki nema kveikt sé á aðalljós- unum og því eru dagljósin ekki fullnægjandi þegar rökkva tekur eða þegar skyggni er slæmt. Fram kemur á vefsvæði Sam- göngustofu að heimilt er að aka um með aðeins dagljósin kveikt á björtum degi en um leið og dimma tekur eða skyggni skerð- ist er mikilvægt og skylt að kveikja á aðalljósum. Samgöngu- stofa vill því benda eigendum ný- legra og nýrra bíla á að nauðsyn- legt er að kveikja á ökuljósum við þessar aðstæður svo bæði logi ljós að framan og aftan. Það get- ur borgað sig að kveikja einfald- lega á aðalljósunum um leið og bifreiðin er ræst, stingur Sam- göngustofa upp á. Ljósin séu nefnilega til þess að ökumaður sjái betur en jafnframt til þess að hann sjáist betur. jonagnar@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Misskilnings gætir víða hvað ljósabúnað nýrra bíla varðar, að því er fram kemur á vef Samgöngustofu. Dagljósin nægja ekki eftir að skyggja tekur. Misskilningur varð- andi ljósabúnað Þ að verður seint sagt um Íslendinga að þeir séu litaglaðir þegar kemur að kaupum á nýjum bílum. Litapallettan minnir einna helst á daga svarthvíta sjónvarpsins þar sem gráir, hvítir og svartir litir eru allsráðandi. Sumir litir verða þó vinsælli en aðrir eins og til dæmis hvítur, sem er næstvinsælasti litur á nýjum bílum í dag, á eftir gráum. Alls voru 22,6% bíla sem seldir hafa verið á þessu ári hvít, sem er aukning frá síðasta ári. Reyndar hefur hvítur litur sótt stöðugt á síðan árið 2007, en þá voru rúm 7% bíla hvít. Frá árinu 2004 hefur hlutfall grárra bíla farið úr 42% í tæp 52% árið 2011. Svartur litur var vinsælastur á uppgangs- árunum fyrir hrun. Til að mynda var svartur vinsæll árið 2007 þeg- ar hlutfall svartra bíla af nýjum seldum bílum var 16,2%, en er 6,7% í ár. Rauður tískuliturinn Rauðir og brúnir litir eru vinsæl- astir þegar kemur að litum utan gráskalans. Brúnir bílar eru 11,2% seldra bíla í ár og hefur hlutfall þeirra staðið nokkuð í stað. Rauðir bílar eru hins vegar að komast í tísku og eru 11,3% seldra bíla en voru 5,9% árið 2011. Öfugt er farið með bláa litinn sem var vinsæll 2004 með 14,2% hlutfall, en er aðeins 3,2% seldra bíla á þessu ári. Gulir og grænir bílar komast varla á blað og nær gulur litur aldrei einu prósenti á síðustu tíu árum. Grænir bílar hafa rokkað aðeins í vinsældum, seldust best 2004 þegar þeir voru 6% bíla en eru aðeins 0,8% í ár. Bleika bíla má svo telja á fingrum annarrar handar flestöll árin; eru aðeins þrír í ár en voru flestir sex 2011 og 2012. njall@mbl.is Morgunblaðið/Tryggvi Þormóð Ef hægt er að tala um tískulitina í ár eru það annars vegar hvítir bílar sem eru nú 22,6% seldra bíla og svo rauður sem hefur aukist um helming frá 2011, þegar þeir voru 5,9% seldra bíla en eru 11,2% í ár. Sjáum bílana í svart-hvítu Litur nýrra bíla undanfarinn áratug Litir á bílum 2004 2009 2014

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.