Morgunblaðið - 21.10.2014, Blaðsíða 5
var ekki að flýta mér og svo gafst
einstakt tækifæri til að líða hljóð-
laust og hreinlega um miðborgina
í Vín á fallegu ökutæki. Hann gekk
nefnilega á rafmagninu nánast all-
an tímann í öngþveitinu. Innan um
reykjandi vörubíla sat maður inni í
bílnum með tandurhreina sam-
visku.
Þegar út á hraðbraut var komið
var ljómandi skemmtilegt að finna
snerpuna í bílnum og um leið
horfa á eyðslutölurnar sem voru í
engu samræmi við þyngdina á
bensínfætinum. Þ.e. tölurnar voru
réttar en óvenjulegar miðað við
hressilega aksturslagið.
Þægilegur er hann, það má
hann eiga. Allur sá munaður sem
manni dettur í hug er til staðar og
líka ýmiss konar munaður sem
manni datt einfaldlega ekki í hug.
F-Sport útfærsla bílsins er mjög
áhugaverð og skemmtileg. Fjöðr-
unin er mun stífari (til dæmis í
Sport+ stillingunni). Skiptingin er í
takt við sportið og bíllinn skiptir
sér á hærri snúningi.
Akstur var í alla staði ánægju-
legur en mikill vill meira segir ein-
hvers staðar, ekki satt? Ég vildi
aflmeiri bíl. Eins og 197 hö séu
ekki nóg. Það er því gaman að
geta greint frá því að á næsta ári
er Turbo útgáfa væntanleg af NX
bílnum. Eftir því sem kunnugir
segja er það eitthvað sem auð-
veldlega má hlakka til.
Eitt er það sem sífellt getur farið
í mínar fínustu taugar. Það er svo-
kallað „Active Sound Control“ en
það er nokkuð öflugt vélarhljóð
sem fylgir snúningi véla í sport
stillingu en er samt ekki í raun og
veru frá vélinni sjálfri. Ég hef hitt
marga bílablaðamenn sem eru
mjög hrifnir af þessari tækninýj-
ung sem gefur bílstjóra og farþeg-
um þá tilfinningu að þeir séu í bíl
með sex lítra V12 vél. Kannski á ég
eftir að læra að meta þetta en
núna truflar þetta mig. Svona er
einmitt í F-Sport bílnum þegar
hann er í sport + stillingu. Auðvit-
að er þetta flott, alveg þar til hug-
urinn minnir mann á að þetta sé
ekki alvöru.
Öryggi og samkeppni
NX er búinn allskyns öryggis-
búnaði og má þar nefna veglínu-
lesara sem kemur í veg fyrir að
ökumaður húrri yfir á öfugan veg-
arhelming eða fari út af. Bíllinn
tekur stjórnina ef í voða stefnir.
Annað er „blind spot monitor“
sem lætur ökumann vita með
blikki í hliðarspeglum ef ökutæki
er í blinda svæði ökumanns. Þeir
bílar sem fáanlegir eru hér á landi
og segja mætti að væru í beinni
samkeppni við NX eru BMW X3 og
jafnvel BMW X4 og Audi Q5. Til að
einfalda málin og gæta sanngirni
er best að halda sig við einn af
hvorri tegund og hafa því X3 og
Q5 til viðmiðunar. Ódýrastur fæst
NX á 8.590.000 kr. og dýrastur
(Luxury úrfærslan) á 12.480.000
kr. Þar á milli eru þrjár útfærslur.
Q5 er í ódýrustu útfærslu á
10.460.000 kr. og í þeirri dýrustu
á 13.490.000 kr.
X5 fæst í tveimur útfærslum og
kostar sú ódýrari 6.990.000 kr.
og sú dýrari 9.560.000 kr.
Eyðslutölur NX og X3 eru sam-
bærilegar en CO2 gildið í NX er
lægst af þessum þremur, enda eini
tvinnbíllinn af þessum þremur.
NX er áhugaverður kostur í
þessum flokki jepplinga og verðið
er sanngjarnt í hinu stóra sam-
hengi.
malin@mbl.is
Afturhluti NX 300h er fyllilega í samræmi við aðra hönnun bílsins sem
stingur í stúf við aðra bíla á götunni. Hún er framúrstefnuleg og töff.
Blaðamaður f́ékk að prófa 360° myndavélarnar í ýmsum þrautum og þá var bannað að horfa á annað en skjáinn
í bílnum. Þetta gekk ljómandi vel og ekki annað hægt að segja en að tæknin sé ótrúlega nákvæm í alla staði.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2014
BÍLAR 5