Morgunblaðið - 21.10.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.10.2014, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2014 4 BÍLAR S íðastliðinn laugardag var Lexus NX 300h kynntur hér á landi. Um er að ræða spánnýja línu frá framleiðandanum sem er sett á markað með það fyrir augum að aná til yngri hóps kaupenda en RX bíllinn gerir. RX kom á markað árið 1998 og hefur selst ljómandi vel og er NX ekki ætlað að leysa hann af hólmi enda gjörólíkur bíll. Blaðamaður var þeirrar ánægju aðnjótandi að fara til Vínarborgar í Austurríki á dögunum og reynslu- aka þessum áhugaverða bíl. Ekki nóg með það heldur gafst tæki- færi til að hlýða á verkfræðing úr hönnunarteymi Lexus NX 300h og það er nú ekki ónýtt! Eftir hverju sækist ungt fólk? Það ætti undirrituð nú að vita þrátt fyrir að eiga sjálf gamla bíla. Það segir ekki alla söguna. Ungt fólk sem er á ferð og flugi vill nefnilega eiga bíl sem nýtist bæði til daglegra nota og í sportið. Til- heyri maður þeim hópi er nauð- synlegt að vera á bíl með drátt- arkróki, sem er töff, rúmgóður og lipur. Þá er hægt að taka kajakinn með, vélsleðann og allt það sem gaman er að taka með í frítím- anum. Það er hægt á þessum bíl. Hann er með dráttargetu upp að 1500 kílóum og flennistórt farang- ursrými (1600 lítrar að stærð felli maður aftursætin niður. Annars er það 555 lítrar). Annað sem vert er að taka fram að fólk af iPod kynslóðinni er yf- irleitt ekki mikið fyrir segulbands- tæki í bílum. Það vill geta notað öll tækin og tólin sem það hefur eignast. Í bílnum sínum. Snjall- símana, tónhlöðurnar og jafnvel alnetið. Nú kunna einhverjir að spyrja hvað þessi ósköp eigi að fyrirstilla - bíll sé til þess að kom- ast á milli A og B! Jú, það er vissulega sjónarmið sem ber að virða en Lexus NX var ekki hann- aður eingöngu til að komast á milli A og B. Hann er í raun snjall- bíll handa snjallkynslóðinni. Í honum er þráðlaus hleðsla fyrir snjalltækin sem og möguleiki á þráðlausu neti fyrir alla þá sem með bílnum ferðast. Þannig má til dæmis fræðast, fylgjast með gangi heimsmála eða hlýða á hvaða tónlist sem er á leiðinni á milli A og B. Í bílnum er að sjálfsögðu 6,2" upplýsingaskjár þar sem fylgjast má með allri vinnslu bílsins og líka því sem hinn almenni bílstjóri velt- ir sjaldnast fyrir sér, þar til kannski núna? Hér er verið að vísa til sér- staks G-krafts mælis. Ungt fólk virðist upp til hópa meðvitað um að framtíð jarðar sé á einhvern hátt í okkar höndum. Þess vegna gera evrópskir bíla- kaupendur í auknum mæli kröfur um að mengunargildi nýrra bíla sé lágt og að eyðslutölurnara séu lágar. Þar skorar NX sennilega í mark því mengunargildið er í kringum 117 g CO2/km og eyðslan í blönduðum akstri er í kringum 5 lítrar á hundraðið. Og það er hægt að aka drjúgan spöl innanbæjar á rafmagninu eingöngu. Það er sannarlega vel. Akstur og upplifun Í upphafi áhugaverðrar bílferðar um Vínarborg og nágrenni í góð- um félagsskap prófaði blaðamað- ur svokallaða „stau“. Í Austurríki er þetta notað yfir umferðaröng- þveiti, sem er mun óþjálla og lengra orð. Það tók rosalega lang- an tíma að komast úr „stau“ en það var fjarri því óþolandi því ég Malín Brand reynsluekur Lexus NX 300h Morgunblaðið/Malín Brand Lexus NX 300h F-Sport er sannarlega sportlegur ́í útliti og spilar þar grillið viðamikið hlutverk. Aksturseiginleikar F-Sport eru skemmtilegir og ekkert er til sparað í tæknibúnaði bílsins. Rós í hnappagat Lexus Stjórnstöðin í Lexus NX 300h kann að virðast flókin í fyrstu en í raun er hún einfald í notkun, einkum og sér í lagi hjá snjallkynslóðinni. Lexus NX 300h Árgerð 2015 • 17 tommastálfelgur • Eiginþyngdkg: 1.785bsk • Farangursrými:555L/1600L • 0-100km/sek:9,2 •Hámark: 180km/klst • Fjórhjóladrif •Verð frá: 8.590.000kr. • 5,1-5,3L/100km íbl akstri • Umboð: LexusKauptúni •Mengunargildi: 177gCO2/km • 2,5lbensín-ografmagnsvél • 197hestöfl • 7þrepaECVTssk Grillið er fagurt og ögrandi í senn. Það tilheyrir F-Sport útfærslunni. Framljósin gefa bílnum mjög sér- stakt og fagurt yfirbragð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.