Morgunblaðið - 04.11.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.11.2014, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2014 Elsku pabbi. Hér sit ég ein með sjálfri mér og hugsa um þig. Hjarta mitt er brostið og hugur minn fullur af hugsunum og spurningum. Ég bara get ekki skilið af hverju þú varst hrifsaður svona fljótt frá okkur. Hvaða gagn getur verið í því að skilja okkur hin eftir í sorg og sárum? Af hverju gátum við ekki fengið aðeins lengri tíma? Ég er enn að átta mig á því að þú sért farinn að eilífu. Þú fékkst allt of lítinn tíma hér með okkur en í stað þess að vera leið og sár yfir því ætla ég að reyna að gleðjast yfir tímanum sem við áttum saman. Ég minnist þess óneitanlega þegar við áttum saman einn þann besta dag sem ég hef átt á ævi minni. Daginn sem ég giftist ástinni minni og þú fylgdir mér svo stoltur upp að altarinu og sagðir mér svo á eftir að gang- urinn hefði bara alls ekki verið nógu langur. Þú elskaðir mig en þú varst maður fárra orða og talaðir ekki mikið um tilfinning- ar þínar. Þú varst bara af þeirri tegund, sem er allt í lagi. Ég veit að þú varst svo endalaust stoltur af mér og börnunum mínum og talaðir um það við alla sem vildu hlusta. Sárast finnst mér að þau muni ekki kynnast afa sínum betur. En þau munu þó eiga góðar minningar um afa stríðnispúka og Karen Hulda er mjög ánægð með að hún megi núna eiga allar Harry Potter myndirnar hans afa Sigga. Við lofum að passa þær vel. Ég er svo ánægð að ég sagði þér hvað ég elska þig mikið og að við átt- um nokkur góð samtöl áður en þú fórst. Þetta er bara svo virki- lega ósanngjarnt því að við vor- um öll bara ennþá að átta okkur á því að þú værir veikur og þú líka. Ég var svo tilbúin að fylgja þér hvert einasta skref í þessum veikindum þínum en djúpt, djúpt í hjarta mínu er ég svo þakklát fyrir að þú þurftir ekki að kvelj- ast og þjást. Þú hefðir frekar viljað fara svona, ég veit það. Það hefði bara verið svo ljúft og yndislegt að fá aðeins meiri tíma, bara hittast, tala saman, borða saman, sitja í sófanum og segja ekkert, það þurfti nú ekki mikið umstang til þess að gleðja þig. Nú eru öll þessi skipti sem ég pirraði mig á fréttatímanum og hvað sjónvarpið var hátt stillt svo ómerkileg og óþörf að ég vildi bara óska að ég gæti spólað til baka. Þar sem þú hefur setið undir stýri mest alla ævi þá kemur óneitanlega upp í huga mér þeg- ar þú varst að kenna mér á bíl. Sem þú gerðir svo snilldarlega enda fáar konur sem bakka jafn vel í stæði og ég. Ég held líka að mamma hafi sjaldan hlegið eins mikið og þegar þú bakkaðir á bílskúrshurðina í Borgarhlíðinni. Við erum svo lík að svo mörgu leyti og ég er t.d. þrjósk og full af þvermóðsku alveg eins og þú. En ég fékk líka marga góða eig- inleika frá þér, vinnusemi, dugn- að og vandvirkni sem kom mér áfram í gegnum allt mitt nám og hefur hjálpað mér í lífinu öllu og mun gera áfram. Ég hefði mátt fá dass af þolinmæðinni þinni en þú hefur sennilega þurft hana alla, svona þar sem ég er nú dóttir þín. Og góðan húmor, við hefðum getað hlegið svo mörg góð ár í viðbót. Þetta áttu að vera bestu árin þín. Sigurður Arnar Magnússon ✝ Sigurður Arn-ar Magnússon fæddist 7. maí 1962. Hann lést 17. október 2014. Útför Sigurðar fer fram 3. nóvember 2014. Elsku pabbi minn, það er svo margt sem mig langar að segja en ég held að það sé best að ég geymi bara minningarnar okkar í hjarta mínu. Ég á eftir að sakna þess að hitta þig og faðma. Ég mun sakna þess að heyra rödd þína og hláturinn þinn en mest mun ég sakna þín. Hvíl í friði, elsku pabbi minn. Við elskum þig og með okkur munu minningarnar lifa. Sigrún Björk Sigurðar- dóttir og fjölskylda. Elsku frændi og vinur. And- lát þitt kom mér að óvörum. Allt of snemma, allt of snemma. Ömmur okkar voru systur og voru alltaf afar samrýndar, ég var skírð í höfuð föðursystur þinnar er lést aðeins 25 ára að aldri og fyrir vikið var tenging mín enn meiri við ömmu þína sem var aldrei langt undan. Móðir þín hún Guðfinna, eða Finna eins og hún er alltaf köll- uð, var ein besta vinkona móður minnar og einstaklega góð kona. Það sama má segja um alla þína fjölskyldu. Við vissum alltaf hvort af öðru, jafngömul og fylgdumst að. Það er ekki langt síðan ég gerði að gamni mínu við þig þegar þú varðst orðinn afi og ég sagði að þú værir eldri en ég þótt ekki munaði á okkur nema nokkrum mánuðum en svo stuttu seinna varð ég amma líka. Það eru reyndar liðin nokk- ur ár en tíminn er svo afstæður. Það á enginn að þurfa að fara í gegnum það sem foreldrar þín- ir þurfa að gera núna, það er að jarða barnið sitt. Fyrir aðra er það líka allt of snemmt. Það er mikil sorg í huga fal- legrar fjölskyldu við fráfall þitt. Ég bið Guð að varðveita alla þína ástvini og veita þeim hugg- un í þessum miklu erfiðleikum sem nú eru. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Takk fyrir allt og allt. Þín frænka, Sigurlína Hólmfríður Styrmisdóttir. Við sem þekktum Sigga Magg vissum að illlæknanlegur sjúkdómur hafði komið sér fyrir í líkama hans og svo sannarlega vissum við hvert stefndi. Dauð- inn var og er alltaf fjarlægur í huga okkar og því var höggið mikið fyrir okkur vini hans þeg- ar kallið kom og hann hvarf á vit nýrra heima. Hann byrjaði barnungur að vinna við bíla, fyrst að setja á þá bensín og strax og hann fékk ökuréttindi fór hann að aka þeim og alltaf stærri og stærri bílum. Hann var svo sannarlega bílstjóri með stóru B. Hann erfði sennilega þennan áhuga frá föður sínum sem var þekkt- ur vörubílstjóri. Í upphafi þessar aldar gekk Sigurður í reglu frímúrara hér á Akureyri og var allt frá fyrsta degi duglegur og iðinn bróðir, hæglátur og prúður sem hafði mikinn vilja til að gera vel. Hann var vel látinn meðal bræðranna og ávann sér vin- skap og traust þeirra. Aðeins tveimur dögum áður en hann lést sat hann meðal okkar í kaffisamsæti. Hann hafði skýrt okkur frá veikindum sínum sem bar brátt að því síðasta sumar vann hann við akstur hópferða- bíla. Hann tók þessu hins vegar með æðruleysi og yfirvegun eins og honum einum var lagið. Við vinir hans í frímúrarareglunni söknum góðs vinar og svo sann- arlega lifir minning hans í hjört- um okkar. Minning um góðan dreng sem okkur öllum þótti svo vænt um. Nú á skilnaðarstund- inni þökkum við samveruna og biðjum hinn hæsta höfuðsmið að halda sinni verndarhendi yfir eftirlifandi fjölskyldu hans svo og öllum þeim sem þótti vænt um hann. Hvíl þú í friði kæri vinur og bróðir. Ólafur Ásgeirsson. Komið þið sæl, þannig heils- aði Siggi gjarnan þegar hann kom í heimsókn til okkar eða við til hans. Föstudaginn 19. sept- ember sl. fengum við þær fréttir að þú værir með ólæknandi sjúkdóm, þú kíktir í heimsókn til okkar um kvöldið í afmæl- iskaffi hjá Kalla, þessi samveru- stund er okkur hjónum og dætr- um okkar afar dýmæt og ógleymanleg, margt var spjall- að, ýmislegt skemmtilegt rifjað upp, ferðirnar okkar saman bæði innanlands og utanlands, þú ræddir það við okkur að von- andi gætum við farið í eina góða ferð til Krítar aftur, við leggjum í eina góða ferð þegar við hitt- umst öll aftur. Ekki hvarflaði það að okkur að við fengjum ekki að hafa þig lengur hjá okk- ur en til 17. október, en þann dag kvaddir þú á heimili þínu. Við fjölskyldan erum þakklát fyrir að hafa átt þig sem vin og félaga í rúm 30 ár. Við sendum fjölskyldu þinni innilegar samúðarkveðjur. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekkert svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku Siggi okkar. Ólöf og Hersteinn Karl. Það sem heimurinn getur verið skrýtinn og oft á tíðum ósanngjarn. Heimurinn er ósanngjarn vegna þess að Siggi Magg. vinur minn hefur kvatt þessa jarðvist alltof snemma, skrýtinn vegna þess að ég sit og skrifa minningarorð um þennan snilling. Við kynntumst fyrir 23 árum, ég nánast krakki og þú aðeins eldri, og á þessum árum hafa fjölskyldur okkar verið nánar og átt ótal góðar og skemmtilegar stundir saman. Siggi Magg. var einstakur mað- ur, fyndinn, ákveðinn, pínu þrjóskur, stríðinn og svo hafðir þú ákveðnar skoðanir á hlutum og málefnum. Við héldum ekki með sama liði í Formúlunni og að sjálfsögðu voru okkar lið best, mitt þó sýnu betra. Þú hafðir gaman af því að segja sögur og enn skemmtilegra var að hlusta á þig segja þær og hugmyndaflugið var einstakt. Þegar þú varst þrítugur mættir þú í vinnu hjá Möl og sandi í hvítri skyrtu og með rautt bindi, en sagðir engum að tilefnið væri afmælið þitt en gladdir vinnu- félaga þína með kökum og hnall- þórum í morgunkaffinu. Einu sinni varstu staddur í sumarbú- stað í Borgarfirði og ég með mína fjölskyldu á leiðinni þang- að keyrandi á Kjalarnesi, þú hringir og biður fyrir þau skila- boð til mín að nöldrið og hávað- inn í mér heyrðist upp í Borg- arfjörð … ótrúlegt. Þú varst fljótur að sjá spaugilegu hlið- arnar á flestu og gerðir óspart grín að aðstæðum, atvikum og náunganum en alltaf í góðu. Margar voru sumarbústaðaferð- irnar og í einni þeirra í Bisk- upstungum rakstu tá í trésúlu sem var fyrir háaloftið, dætrum mínum fannst það frekar fyndið og sprungu úr hlátri þegar heyrðist í þér: „Guðmundur al- máttugur … táin, táin, táin“ og hoppaðir um á einum fæti. Það var líka ánægjulegt og gaman þegar ég útskrifaðist sem sjúkraliði um jólin 2007 að hafa góða vini til að gleðjast með mér og mínum svo ekki sé nú minnst á gjöfina frá þér og þínum sem var ekki af verri endanum, þessi líka fíni hjúkkubúningur og það var mikið hlegið þegar hann var dreginn upp úr pakkanum. Já, Siggi minn, margt skemmtilegt hefur verið brallað á þessum ár- um og það sem ég er búin að hlæja með þér og að þér. Það væri synd að segja að þú hefðir ekki gætt líf mitt og dætra minna gleði. Mér finnst gott að hugsa til þess þegar ég hitti þig snemma í vor og við sátum langalengi og spjölluðum saman um heima og geima, hlógum og höfðum gaman. Þá stund geymi ég vel í huga mínum og hjarta. Það er sárt að kveðja þig, Siggi minn, og ég trúi því að þú sért á góðum stað, hress og laus undan þrautum. Þessi orð úr Háva- málum eiga vel við þig og vin- skap okkar síðustu ár. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Hvíldu í friði kæri vinur. Elsku Sigrún Björk, Rósa og fjölskyldur, guð veiti ykkur styrk í sorginni og megi fallegu englarnir og góðu minningarnar umvefja ykkur. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins vef ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. – (Gísli á Uppsölum) Auður og fjölskylda. Nú er elskulegur mágur minn farinn frá okkur og er hans sárt saknað. Við vit- um að hann átti góða endurkomu á nýjum stað, þar sem Bíbí tekur á móti honum. Ég á ekkert nema góðar minningar um þau hjón. Börnin hans tvö sjá nú á bak elskulegum föður og barnabörn- in og langafabörnin hafa nú misst ástríkan afa. En minningin um hann verður ætíð í hjörtum okkar allra. Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd geymdu’ hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól Guð mun vitja um þitt ból. (Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi.) María Jónína Ásgeirsdóttir. Á vordögum árið 1958 hóf undirritaður störf í hlaðdeild Flugfélags Íslands sem á þessum árum var í umfangsmiklum flug- rekstri. Á þessum tíma var flug- félagið að endurnýja flugvéla- kost sinn, frá Catalina-flugbátum og DC 3-vélum upp í Viscount- og DC 6B-flugvélar. Eins og nærri má geta þurfti í mörg horn Sverrir Jónsson ✝ Sverrir Jónssonfæddist 6. mars 1924. Hann lést 19. október 2014. Útför hans fór fram 3. nóvember 2014. að líta hvað varðaði skipulagningu og framkvæmd þess- arar starfsemi. Þar var valinn maður í hverju rúmi. Einn af þessum mönnum var Sverrir Jóns- son, stöðvarstjóri félagsins, sem við kveðjum hér hinstu kveðju. Sverrir hóf störf hjá flugfélag- inu hinn 1. maí 1951 og vann hann nær allan sinn starfsaldur hjá flugfélaginu. Það er margs að minnast frá þessum árum, allir lögðust á eitt til að allt gengi sem best. Ég man þá tíð að þegar mikið var að gera í fluginu og klára þurfti viss verkefni komu bæði skrifstofumenn, flugmenn og flugvirkjar og lögðu okkur hlaðmönnum lið. Þetta þótti sjálfsagt og taldi enginn eftir sér að aðstoða þegar mikið lá við. Sverrir var mikill félagsmála- maður, þegar hann lét af störfum beitti sér hann fyrir stofnun Fé- lags eldri starfsmanna félagsins og var hann forvígismaður þeirra samtaka um árabil. Sverrir var afar vel liðinn maður og kunni vel mannaforráð. Samstarf okk- ar varði um hálfan fimmta ára- tug og þakka ég Sverri góða við- kynningu og störf hans í þágu flugmála á Íslandi. Ég votta ástvinum hans mína dýpstu samúð. Veri hann að ei- lífu Guði falinn. Aðalsteinn Dalmann Októsson. Útfararþjónusta Hafnarfjarðar Sími: 565-9775 www.uth.is. uth@simnet.is. Við sjáum um alla þætti útfararinnar. Seljum kistur,krossa og duftker hvert á land sem er. Persónuleg þjónusta. Stapahrauni 5 Hafnarfirði. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, SIGURÐUR BALDURSSON læknir, varð bráðkvaddur 20. október í Svíþjóð. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 7. nóvember kl. 13.00. . Jóhanna Ingvarsdóttir, Jóhanna María Sigurðardóttir, Arnar Þórisson, Erna Guðrún Sigurðardóttir, Jón Axel Jónsson, Baldur Sigurðsson, Hera Líf Liljudóttir, Ingvar Sigurðsson, Helen Jónsdóttir, Selma Sigurðardóttir, Sigurveig Þórarinsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, TEITUR BERGÞÓRSSON kennari, lést föstudaginn 31. október á bráðamóttöku Landspítalans. Útför fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. nóvember klukkan 15.00. . Guðný María Hauksdóttir, María Teitsdóttir, Hulda Teitsdóttir, Elís Hólm Þórðarson, Hrund Teitsdóttir, Þorvaldur Örn Kristmundsson, Björg Arnþórsdóttir, Michael C. Martinsen og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, HELGA K. EINARSDÓTTIR bókasafnsfræðingur, síðast til heimilis að Melgerði 15 í Kópavogi, er látin. Jarðarförin fer fram frá Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 6. nóvember kl. 15.00. Einar Torfi Finnsson, Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, Hjörleifur Finnsson Glóey Finnsdóttir, Scott Riddell, Örn Þorvaldsson, Rannveig Þorvaldsdóttir, barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.