Morgunblaðið - 04.11.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.11.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2014 Karl Ágúst Úlfsson stendur í ströngu í bókaútgáfu þessa dag-ana. Hann er að undirbúa útgáfu bókarinnar Aþena, Ohio oger að fjármagna hana í gegnum Karolina Fund. „Fólk er að veita mér stuðning við að koma bókinni í gegnum prentsmiðjuna. Ég stefni að því að bókin komi út í byrjun desember og er bjartsýnn á að það hafist. Þetta eru 75 örsögur um líf Íslendings í amerískum smábæ sem þykir eitt og annað undarlegt í þessu framandi umhverfi. Bókin er byggð á pistlum sem voru fluttir vikulega á Rás 2 fyrir 20 árum, en þá var ég einmitt í námi í Aþenu í Ohio. Þessir textar hafa legið óhreyfðir síðan og nú tók ég þá ákvörðun að gefa þá út á prenti.“ Bókaútgáfuna Undur og stórmerki hefur Karl Ágúst rekið í nokkur ár. „Núna tekur bókaútgáfan mestan tíma minn, en ég er einnig að gefa út fjórar nýjar bækur um Bjarnastaðabangsana og alls hafa þá komið út 16 titlar um þá á íslensku. Svo reyni ég að skrifa eitt og ann- að sem ég þarf að koma frá mér og við Spaugstofumenn erum dugleg- ir að hittast – það er alltaf mikill hugur í okkur. Við erum ekki með sjónvarpsþætti í vetur og erum að skoða ýmsa aðra möguleika. Okkur liggur ennþá svo margt á hjarta og svo höfum við bara svo gaman hver af öðrum.“ Karl Ágúst hefur ánægju af því að ganga á fjöll og reynir að nýta hvert tækifæri til þess. „Ef veðrið verður jafn gott í dag og það var í gær þá væri fínt að fara í fjallgöngu. Svo fæ ég mér líklega gott að borða í tilefni dagsins en býst við að vera tiltölulega rólegur að flestu leyti.“ Karl Ágúst Úlfsson er 57 ára í dag Afkomandi víkinganna Karl Ágúst með Aþenu, Ohio í baksýn. Spaugstofan gefst aldrei upp Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hjördís Silja Karvelsdóttir, Dalía Pagzko og Sóldís Lára Sigurðardóttir héldu tombólu hjá Krónunni í Rofabæ og gáfu Rauða krossinum ágóðann, 1.892 kr. Hlutavelta J óhann Ólafur er fæddur á Jarðbrú í Svarfaðardal 4.11. 1964 og ólst þar upp á stóru heimili, gekk í Húsabakkaskóla, lauk grunnskólaprófi frá Gagnfræðaskól- anum í Ólafsfirði og stúdentsprófi frá MA 1985. Veturinn eftir stúdentspróf vann Jóhann Ólafur við löndun- og út- skipun á Dalvík, við byggingar og múrverk í Reykjavík veturinn 1986- 87, en vorið 1987 var hann ráðinn blaðamaður að dagblaðinu Degi á Akureyri. Þar starfaði hann sam- fleytt fram á haust 1996 og var síð- ustu tvö árin ritstjóri við hlið bróður síns, Óskars Þórs. Jóhann Ólafur starfaði sjálfstætt við blaðamennsku og í almanna- tengslum á árunum 1996-2001 og stofnaði fyrirtækið Áform almanna- tengsl ehf. Það fyrirtæki var sam- einað Athygli ehf. árið 2000 og hefur hann síðan verið hluthafi í Athygli og stýrt starfstöð fyrirtækisins á Akureyri. Vinna og félagsstörf Jóhann Ólafur hefur ritstýrt sjáv- arútvegstímaritinu Ægi um árabil sem og ýmsum öðrum blöðum sem Athygli hefur gefið út. Meðal verk- efna á almannatengslasviðinu má nefna vinnu við sameiningar sveit- arfélaga, m.a. verkefnisstjórn sam- einingar fjögurra sveitarfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu sem nú mynda Húnavatnshrepp. Jóhann Ólafur Halldórsson, blaðam. og ritstjóri á Akureyri - 50 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Jóhann Gylfi, Katrín, Halldór Rafn, Úlfar Bjarki, Jóhann Ólafur og Inga Hildur. Gegnheill Svarfdælingur Blaðamaðurinn Jóhann Ólafur slappar af á ritstjórnarfundi hjá Degi árið 1987. Ljósmynd/Auðunn Níelsson Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Þarftu að framkvæma? Við eigum pallana fyrir þig Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Kvarnatengi fyrir zetur og sakkaborð Til í þremur lengdum: 15,18 og 20 cm. 70 kr. stk. Nýt t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.