Morgunblaðið - 04.11.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.11.2014, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2014 ✝ GuðmundurJón Jóhanns- son (Mundi frá Tungu), fv. lög- regluþjónn, fædd- ist að Háakoti í Stíflu í Fljótum 18. desember 1919. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 17. október 2014. Foreldrar hans voru hjónin Jó- hann Benediktsson, f. 14. júní 1889, d. 9. júní 1964, og Sig- ríður Jónsdóttir, f. 17. maí 1890, d. 14. október 1939. Systkini Guðmundar í ald- ursröð: Sóley Stefanía, f. 1910, d. 1980, Jónína Guðrún, f. 1912, d. 1960, Margrét Petra, f. 1914, d. 1978, Stefán, f. 1916, d. 1997, Ingibjörg Sæ- unn, f. 1918, d. 2007, Árný Sigurlaug, f. 1921, d. 1996, Björg Sigurrós, f. 1923, d. 2007, Andrés Stefán, f. 1924, Sæmundur Jóhannes, f. 1926, d. 1927, Ólafur Guðmundur, f. 1927, d. 2013, Einar Ingiberg, f. 1929, d. 1983, og samfeðra Sigurður Þorsteinn, f. 1945. Guðmundur ólst upp frá þriggja ára aldri hjá heiðurs- hjónunum Jóni G. Jónssyni hreppstjóra í Tungu í Stíflu, f. Guðmundur giftist seinni konu sinni, Bryndísi Zoëga Magnúsdóttur, f. 1934, 18. des- ember 1977, með henni á hann kjördótturina Maríu, f. 1969, maki Rafn Y. Rafnsson, þau eiga tvær dætur, en Bryndís átti fjögur börn fyrir. Guðmundur var skíðamaður góður og hafði líka gaman af hestum og átti hann nokkra um dagana, hann var fé- lagslega sinnaður og sat hann í stjórnum ýmissa félaga og má þar nefna t.d. FÍB, sjálf- stæðisfélögin, Rotarý- hreyfinguna og frímúrararegl- una. Hann lauk búfræðikandí- datsnámi frá Hólaskóla um tví- tugt og eftir nám tók hann við stjórn mjólkurbús Siglfirðinga að Hóli. Fljótlega lá leiðin til lögreglunnar í Reykjavík þar sem hann starfaði fram til árs- ins 1959 er hann tók við for- stjórastöðu fangelsisins að Litla Hrauni og flutti þá bú- ferlum með fjölskyldu sína til Selfoss. Á Selfossi tók hann að sér um tíma stöðu stöðvar- stjóra Pósts og síma, áður en þau hjón héldu aftur til Reykjavíkur þar sem hann hóf störf hjá Póstgíróstofunni. Starfsævinni lauk hann 71 árs sem framkvæmdastjóri Vist- heimilisins að Skálatúni í Mos- fellsbæ. Útför Guðmundar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 4. nóvember 2014, og hefst at- höfnin kl. 13. 1880, d. 1971, og Sigurlínu I. Hjálm- arsdóttur, f. 1886, d. 1977, fóstur- systkin voru Dag- björt Jónsdóttir, d. 1996, Sigríður, d. 1991, Herdís Ólöf, d. 1996, og Hilmar, d. 1954. Hinn 25. desem- ber 1943 kvæntist Guðmundur fyrri konu sinni, Ólöfu Maríu Guð- mundsdóttur, f. 20. september 1919, d. 22. október 2012, frá Refsteinsstöðum í V-Húna- vatnssýslu. Þeirra börn eru: 1. Sigríður Jóhanna, f. 1942, gift Jóni Péturssyni, f. 1936, þau eiga tvö börn, þrjú barnabörn og eitt barnabarnabarn. 2. Ólöf Sigurlaug, f. 1947, d. 1989, maki var Sigurður Emil Ólafs- son, f. 1944, þeirra börn eru tvö og barnabörnin tvö. 3. Sig- urlína, f. 1949, var gift Gylfa Þór Gíslasyni, f. 1949, þeirra börn eru þrjú og barnabörnin níu, þau skildu og er núver- andi sambýlismaður Jean An- toine Posocco, f. 1961. 4. Guð- mundur Þröstur, f. 1953, kvæntur Björgu Ólafsdóttur, f. 1952, og eiga þau eina kjör- dóttur. Margs er að minnast og margs er að sakna eftir 72 ára sam- fylgd, samt er ekki auðvelt að setjast niður til að skrifa minn- ingargrein um stórbrotinn föður og vin. Honum Munda frá Tungu var ekki fisjað saman, hann var í orðsins fyllstu merkingu töffari síns tíma og vílaði hann ekki hlutina fyrir sér, hann flutti t.d. frumburð sinn tveggja vikna gamla ásamt móður frá Hofsós í bíl að félagsheimilinu Ketilás í Fljótum, lengra komst bíllinn ekki vegna snjóa og ófærðar svo þá tóku við skíði ásamt sleða sem við mæðgurnar sátum á og skíðaði hann næstum því Stíflu- dalinn á enda eða um 20 km leið til að koma okkur heim í hús, en hann var skíðamaður góður ásamt svo mörgu öðru sem hann var góður í. Hann var djarfur og áræðinn á yngri árum og átti hann það til að leggja sig í hætt- ur í fjalla- og klettaklifri þegar hann var að stytta sér leið t.d. frá Hólaskóla og heim í Stíflu og allt- af komst hann heill úr sínum hættuferðum þó stundum væri hann hætt kominn. Hann var bóndasonur alinn upp í einni fallegustu en harðbýl- ustu sveit landsins, hann ætlaði að verða bóndi eftir nám í Hóla- skóla en örlögin sendu hann í Mjólkurbú Siglfirðinga að Hóli sem verkstjóra, síðar varð hann lögregluþjónn, fangelsisstjóri, fulltrúi, framkvæmdastjóri og núna síðast eldri borgari og var hann flottur í öllum sínum hlut- verkum. Frá því að við munum fyrst eftir okkur bárum við virð- ingu fyrir honum, hann var sterkur persónuleiki og stóð allt- af heill á skoðunum sínum og stýrði hann okkur krökkunum sínum af ákveðni, en var aldrei ósanngjarn en nei þýddi nei og því varð ekki haggað svo við töld- um oft betra að fara til mömmu ef við þurftum að rella um eitt- hvað, en við komum jafnnær til baka því við vorum send aftur til hans. Hann var skapstór og ákveðinn en samt ljúfur, hann var húmoristi og oft með kímnig- lampa í augum, hann var fé- lagslega sinnaður og tók þátt í mörgu félagsstarfi, eins var hann góður penni og skrifaði hann margar greinar í Morgunblaðið og sérstaklega eftir að hann kynntist sjálfur afkomu eldri borgara og eftirlaunum þeirra. Við systurnar vorum endalaust hreyknar og þakklátar fyrir að eiga hann sem föður og ekki var það leiðinlegt þegar vinkonur og skólasystur sögðu að þær væru skotnar í honum, hann væri svo sætur og flottur. Elsku pabbi, við vitum að þú ert hvíldinni feginn og að stóri frændgarðurinn þinn sem farinn er á undan hefur tekið fagnandi á móti þér. Við trúum því líka að þú verðir í hlaðvarpanum og tak- ir á móti okkur þegar okkar tími kemur og munir leiðbeina okkur með þinni styrku hendi eins og forðum. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku pabbi, við þökkum þér samfylgdina, elsku vinur, og ósk- um þér góðrar heimkomu. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. (V. Briem) Þínar dætur, Sigríður og Sigurlína (Sirrý og Lína). Þrátt fyrir að pabbi hafi náð virðulegum aldri er erfitt að kveðja þá sem skipa stóran sess í lífi manns, skipta mann miklu máli og manni þykir óendanlega vænt um. Pabbi kom inn í líf mitt þegar ég var aðeins sex ára stelpuskott. Ég var nú ekki alltof hrifin í fyrstu enda hafði ég haft mömmu út af fyrir mig um tíma og var bara sátt við það fyrir- komulag. Pabbi beið þolinmóður og smám saman gaf ég mig, fyrst einn putta, síðan annan, svo kom öll höndin og að lokum tilkynnti ég pabba að núna ætti hann mig alla. Ég gat alltaf leitað til pabba, hvort sem það þurfti að hlýja köldum höndum, kúra í pabba fangi eða síðar að leita góðra ráða hjá honum, þá var hann allt- af til staðar, tilbúinn að ræða málin eða bara hlusta. Við áttum margar góðar stundir saman og ófáar ferðir voru farnar norður á æskuslóðir pabba, þá var hann óþreytandi að segja mér frá kennileitum og mikill var fróðleikurinn, ég í minningunni oftast hálfsofandi í aftursætinu. Mörgum árum síðar fór hann með okkur hjónum á sömu slóðir og er sú ferð okkur eftirminnileg í alla staði. Pabbi var mikill listamaður, hann var einstaklega handlaginn og gerði marga listmuni sem hann skar út, á ég bæði klukku og hillur eftir hann sem mér þyk- ir afskaplega vænt um, dúkku- húsið sem ég fékk ein jólin á ég ennþá og geymi á góðum stað. Hann byggði sumarhúsið undir Ingólfsfjalli og eru mér kærar minningar frá ófáum sumrum sem við eyddum þar litla fjöl- skyldan. Ég man þegar ég kynnti kær- astann, sem varð síðar eiginmað- ur minn, til sögunnar. Pabba var nú aldeilis ekki sama um það hver væri að hitta litlu stelpuna hans og þurfti aðeins að taka piltinn út. En þessi drengur var samþykktur og gekk pabbi stolt- ur með mér inn kirkjugólfið nokkrum árum síðar, þá sá ég í fyrsta sinn þennan mikla og sterka mann fella tár. Þau pabbi og mamma nutu sín vel í hita og sól, enda voru þau dugleg að ferðast og dvelja vik- um saman á sólarströndum um allan heim. Það var okkur ómetanlegt þegar hann og mamma komu til okkar eitt sumar á meðan við hjónin bjuggum í Danmörku og við ferðuðumst niður til Þýska- lands saman, það var góð ferð og stendur sterkt í minningunni. Pabbi fylgdist vel með okkur öllum, hann hafði einlægan áhuga á því sem við vorum að gera. Ég fann hvað hann var stoltur af mér þegar ég sagði honum fyrir fimm árum að ég ætlaði í háskólanám, hann spurði mig ávallt hvernig mér gengi í skólanum og var alveg með það á hreinu fram á hans síðasta dag í Guðmundur Jón Jóhannsson Elsku amma Rósa, þín verður sárt saknað, eftir að þú kvaddir okk- ur hef ég hugsað til þín alla daga og fer yfir minningarnar sem ég átti með þér og afa, þær eru svo margar og allar svo glaðlegar. Þetta er eitt af því erfiðasta sem ég hef gert, að kveðja elsku bestu ömmu mína. Mínar helstu minningar um þig eru úr gamla húsinu í Stað- arhrauninu, þetta var mitt ann- að heimili, þú varst alltaf með einhverjar kræsingar á boðstól- um og maður átti helst að borða á sig gat og ef ég sagði nei, ég er ekki svöng, þá varstu bara hálf fúl, svo ég lét mig oftast hafa það að fá mér eitthvað. Ég fór alltaf til þín eftir skóla og oftast með einhverja vini með mér sem voru hæstánægðir með allar kræsingarnar. Mér og Rósu fannst svo gott að vera hjá þér og afa og það lýsir því einna helst er Rósa ákvað að fara að heiman því hún var eitthvað fúl út í mömmu og pabba. Hún pakkaði niður í tösku og fór, svo hringd- ir þú eftir smástund og sagðir að Rósa væri flutt inn til þín. Einn besti tíminn sem ég átti með þér og afa er þegar við fór- um saman í sveitina (Hvamm), bara við þrjú, ég elskaði þann tíma og hugsa oft um hann, ég var mikil afastelpa og gat eytt öllum stundum með honum, en að fá knús frá þér, amma, var það besta sem hægt var að fá. Ég elska þig, amma Rósa. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera ömmubarnið þitt og að þú hafir fengið að kynn- ast Helga mínum og mínum yndislegu börnum, Ísold og Nóa. Hvíldu í friði. Þín Rut. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Það var alltaf svo gott að heim- sækja þig því þú varst alltaf brosandi þegar ég kom til þín, ég gat alltaf talað við þig um hvað sem er og þér fannst alltaf jafngaman að heyra það sem ég hafði að segja. Það verður erfitt að sætta sig við það að þú sért farinn frá okkur en ég trúi því að þú sért komin á betri stað. Ég skal alltaf vera duglegur að hugsa um afa fyrir þig og hjálpa honum. Ég mun ávallt elska þig, amma, og mun aldrei gleyma þér. Þinn ömmustrákur, Gauti. Elsku besta amma mín, ég á mjög erfitt með að meðtaka það Rósa E. Þorsteinsdóttir ✝ Rósa E. Þor-steinsdóttir ljósmóðir fæddist 30. nóvember 1929. Hún lést 23. októ- ber 2014. Útför Rósu fór fram 3. nóvember 2014. að þú sért farin frá okkur, því alltaf þegar allt reyndist ætla að fara á versta veg með heilsufar þitt þá komst þú aftur til baka og hresstist við. En ég veit að þú átt alltaf eftir að vaka yfir okkur öll- um með bros á vör. Þú varst alltaf svo yndisleg við mig og kallaðir mig alltaf prinsinn þinn, sem ég á aldrei eftir að gleyma. Þú átt alltaf vel valinn stað í mínum innstu hjartarótum, elsku amma mín, og ég veit að ég á aldrei eftir að gleyma þér og ég mun hugsa til þín oft á dag. Hvíl í friði, elsku besta amma mín. Þinn prins, Kristján. Elsku amma, ég trúi ekki að þú sért farin. Finnst svo erfitt að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að sjá þig aftur, aldrei eft- ir að sjá þig aftur í hvíta stóln- um þínum við borðstofuborðið eða við eldhúsborðið takandi á móti manni eins og þér einni var lagið og alltaf vildirðu fá knús og kossa. Þær eru nú ófá- ar stundirnar sem við höfum átt saman, allt frá því að ég var pínulítil stelpa hef ég verið mik- il ömmustelpa og hef alltaf ver- ið með annan fótinn hjá þér og afa. Ég man vel eftir því þegar við Sólveig Helga vinkona kom- um heim til ömmu og afa eftir skóla, nánast á hverjum degi, og fengum ristað brauð með súkkulaði og kakó. Oft spiluðum við líka hæ gosi og hlógum eins og vitleysingar því þú gast ekki flautað, þú frussaðir bara. Við amma áttum það til að sitja inni í stofu á Staðarhrauninu, setja tónlist á og svo sungum við saman öll gömlu góðu lögin sem henni fannst svo falleg. Þér fannst svo gaman að hlusta á mig syngja og baðst mig oft að syngja fyrir þig. Einnig varstu mjög þolinmóð við að hlusta á mig þegar ég var að læra á trompet, get alveg ímyndað mér að það hafi ekki alltaf verið gaman en alltaf sast þú og þótt- ist njóta misgóðra tóna. Ég man vel eftir því þegar ég ákvað að reyna að kenna ömmu á vídeóið og þá sérstaklega til að geta tekið Nágranna upp á spólu fyr- ir mig því ég var alltaf á æfing- um á þeim tíma sem þeir voru sýndir. Það tók smátíma fyrir hana að læra á tækið en þegar það var komið missti ég sko ekki af þætti þar sem amma stóð vaktina vel. Það sem hún gerði ekki fyrir Rósu sína. Þegar ég var 12 ára ákvað ég að flytja að heiman, pakkaði í bakpoka og þegar mamma spurði mig hvert ég ætlaði að fara var svarið einfalt: nú til ömmu og afa og þar bjó ég í tvær vikur í góðu yfirlæti. Þannig var það bara, ég gat alltaf leitað til ömmu Rósu. Þegar ég var 24 ára flutti ég til ömmu og afa og svaf á bedda inni í sjónvarpsherbergi. Þarna átti ég æðislegt sumar með þeim en það var alltaf svo gott að vera hjá ömmu og afa. Þetta sumar áttum við amma ófáar stundir þar sem við horfðum saman á Glæstar vonir, vina- fólkið sitt eins og hún kallaði það. Núna seinni ár er ég svo glöð að hafa flutt aftur í Grinda- vík og getað verið nálægt ykkur afa. Þú hafðir svo mikið dálæti á strákunum mínum og varst alltaf að spyrja mig um þá. Ég er svo þakklát fyrir að þeir hafi fengið að kynnast langömmu Rósu og átt með þér góðar stundir. Leiðir okkar hafa legið sam- an nánast upp á dag núna síð- ustu ár og er ég svo þakklát fyrir þennan tíma sem við höf- um átt og allar þær fallegu minningar sem við eigum sam- an. Þegar ég var yngri var ég vön að segja við þig: Amma, þegar þú deyrð þá dey ég líka. Núna ertu farin og ég hugga mig við það að við eigum eftir að hittast aftur seinna, faðmast og hlæja saman. Við amma höfum alltaf verið svo góðar vinkonur og nánar og núna held ég áfram að vera ömmustelpan þín og náin þér í hjarta mínu. Elsku amma, ég elska þig alltaf. Þín Rósa litla. Í dag er til moldar borin frá Grindavíkurkirkju kær vinkona, Rósa Þorsteinsdóttir. Kynni okkar hófust þegar Rósa gerðist ljósmóðir í Grinda- vík árið 1960. Þá var ég nýbök- uð mamma og leitaði oft ráða hjá henni með góðum árangri. Upp úr því hófust góð kynni okkar í milli og tók hún á móti barni nr. 2 og barni nr. 4. Þegar Rósa fór svo að taka sængur- konur inn á sitt heimili æxlaðist það þannig að ég aðstoðaði hana gjarnan við fæðingarnar. Árið 1965 stofnuðu svo fern hjón í Grindavík útgerðarfyr- irtækið Fiskanes hf. Það voru Inga systir mín og Björgvin, Willard bróðir og Valgerður, Rósa og Stjáni og við Dagbjart- ur. Ekki minnkuðu samskipti okkar Rósu við það og má með sanni segja að aldrei bar þar skugga á. Rósa hafði einstak- lega létta lund og gat alltaf komið auga á það hlægilega í lífinu. Þó að hún væri ekki sú allra hraustasta var hún ekki að kvarta eða bera það á torg. Ég fann það einhverju sinni út að trúlega hefði hún lengt líf sitt um mörg ár með sínu góða skapi. Stjána sínum var hún af- skaplega notaleg og indæl eig- inkona og börnunum sínum, Helgu og Stefáni góð móðir. Hún naut þess að hugsa um heimilið meðan kraftarnir leyfðu og eitt er víst að það fór enginn svangur út frá Rósu og Stjána. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, Rósa mín, og þakka allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Ég votta fjöl- skyldu þinni samúð mína og óska þér góðrar heimkomu í nýjum heimkynnum. Guð blessi þig, Birna Óladóttir. Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.