Morgunblaðið - 04.11.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.11.2014, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2014 Íslenska fjölskyldumyndin Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum stekkur beint í efsta sætið yfir tekjuhæstu kvikmyndir helgar- innar hér á landi. Á aðeins þrem- ur dögum hafa 12.225 manns séð myndina. Þrjár aðrar íslenskar myndir rata á topp tíu listann, en þar er um að ræða hrollvekjuna Grafir og bein, sem 2.128 manns hafa séð; spennumyndina Borg- ríki 2 - Blóð hraustra manna sem 9.379 manns hafa séð, og gam- anmyndina Afinn sem 13.959 manns hafa séð. Spennumyndin Gone Girl er sú mynd á topp tíu listanum sem flestir hafa séð, en á þeim fjórum vikum sem liðnar eru frá frum- sýningu hafa alls 15.843 séð hana. Bíóaðsókn helgarinnar Bíólistinn 31. október-2. nóvember 2014 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum John Wick Grafir og bein Fury Borgríki 2 Blóð hraustra manna Gone Girl Box Trolls (Kassatröllin) Afinn The Rewrite Alexander and the Terrible, Horrible, No Good, Very Bad Day Ný Ný Ný 1 3 2 4 5 6 7 1 1 1 2 3 4 3 6 2 4 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Sveppi og Gói á toppnum Óhætt er að segja að leik-skáldið Ray Cooney kunnivel til verka þegar kemurað því að smíða farsafléttu. Beint í æð segir af raunum Jóns Borgars (Hilmir Snær Guðnason) yf- irlæknis taugadeildar á Landakoti. Þegar verkið hefst er hann að leggja lokahönd á mikilvægasta fyrirlestur lífs síns, því takist honum vel upp má hann búast við ýmsum vegtyllum á borð við fálkaorðuna og stöðu yfir- læknis spítalans. En aðeins rúmum klukkutíma áður en stóra stundin rennur upp birtist Díana Thors (Maríanna Clara Lúthersdóttir) til að upplýsa Jón Borgar um að ástar- fundur þeirra fyrir tæpum 18 árum hafi borið ávöxt í formi sonarins Frí- manns (Sigurður Þór Óskarsson) sem sé nú mættur á spítalann og geri kröfu um að faðir sinn nýfundni fylgi sér á lögreglustöðina ásamt lög- regluþjóninum Lofti (Valur Freyr Einarsson) sem hyggst yfirheyra soninn vegna umferðarlagabrots. Við tekur æsispennandi kapphlaup þar sem Jón Borgar reynir allt hvað hann getur til að hindra að Súsanna eiginkona hans (Jóhanna Vigdís Arn- ardóttir) komist að hinu sanna í mál- inu; að sonurinn hafi uppi á honum og að Loftur nái tali af Jórunni yfir- deildarhjúkrunarfræðingi (Þórunn Arna Kristjánsdóttir) sem í tilraun til að sprauta Frímann með róandi lyfj- um datt fram af gluggasyllu. Sam- tímis því reynir hann að telja sam- starfsfélaga sinn, Gretti Sig (Guðjón Davíð Karlsson), á að þykjast vera faðir drengsins; gerir allt sem hann getur til að standa sig gagnvart Páli Óskari yfirlækni sjúkrahússins (Halldór Gylfason) og flytja fyrirlest- urinn á réttum tíma. Inn í þetta allt fléttast síðan undirbúningur Gríms Briem læknis (Hjörtur Jóhann Jóns- son) fyrir jólaskemmtun spítalans með fjölbreyttu úrvali búninga. Verkið gerist í rauntíma og hefur stórri klukku verið komið fyrir á veggnum til að áhorfendur skynji alltaf vel þá tímapressu sem Jón Borgar er í. Sagt hefur verið að í farsa megi sjá venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum og greinilegt er að Halldóra Geirharðsdóttir leik- stjóri og Helga I. Stefánsdóttir leik- mynda- og búningahönnuður hafa tekið mið af því í nálgun sinni. Leik- myndin er natúralísk og birtir okkur læknaskrifstofu með sex útgöngu- leiðum, enda lykilatriði í farsa að leikarar geti stokkið inn og út af svið- inu um réttan inn- eða útgang. Aug- ljóst er að nostrað hefur verið við hvert smáatriði til að undirstrika raunsæið, hvort heldur það eru flúor- loftljósin sem Jón Borgar kveikir í upphafi verksins eða vídeóverkið sem blasir við út um stóran gluggann sem staðsettur er aftast fyrir miðju sviði, en þar getur að líta Landakots- kirkju með tilheyrandi bílaumferð í desembersnjónum. Raunsæið var að mestu líka ríkjandi í útliti og framkomu persón- anna. Aðeins Sigrún Edda Björns- dóttir var nær óþekkjanleg í gervi sínu sem Gróa, móðir Grettis, og fór þar á miklum kostum. Sama má segja um Örn Árnason sem var þræl- skemmtilegur sem elliæri sjúkling- urinn Manfreð. Með fyndnustu atrið- um sýningarinnar var þegar Manfreð og Grettir Sig misstu sig í sönglögum við litla hrifningu ann- arra leikpersóna en mikla kátínu leikhúsgesta. Raunsæið vék hins vegar þegar kom að hlutverkum Páls Óskars og Jórunnar því Halldór Gylfason og Þórunn Arna Kristjáns- dóttir virkuðu bæði of ung fyrir hlut- verk sín og náðu því ekki að skapa þá vigt og virðingu sem þjónað hefði gríninu betur. Frumsýningin byrjaði af miklum krafti með háu orkustigi sem höfðaði vel til áhorfenda sem tóku strax við sér. Gallinn við að spenna orkubog- ann svo hátt strax í byrjun er að lítið svigrúm gefst þá til að miðla þeirri stígandi í örvæntingu og flækjum sem á eftir kemur. Mikið mæðir á Hilmi Snæ Guðnasyni í hlutverki Jóns Borgars sem verkið hverfist um enda er hann á sviðinu nær allan tím- ann og það lendir að stærstum hluta á honum að keyra sýninguna áfram. Hilmir Snær hefur bæði góða fýsík og framsögn sem þjónaði hlutverk- inu vel, en Jón Borgar hefði mátt vera ögn „sympatískari“. Guðjón Davíð Karlsson býr yfir miklum sviðssjarma og naut sín vel í hlut- verki Grettis Sig. Tilraunir hans til að telja Lofti trú um að hann væri með Tourette-sjúkdóminn voru óborganlegar. Farsinn tekur sér sem kunnugt er bessaleyfi til að gera grín að öllu því sem vanalega má ekki hæðast að, hvort heldur það eru sjúkdómar og fatlanir hvers konar, kynhneigð, framhjáhald sem og kynlíf heilt yfir. Í viðtali við Morgunblaðið á frumsýn- ingardag sagði leikstjórinn að búið væri að snikka burtu brandara sem þóttu fyndnir þegar verkið var skrif- að en væru það ekki í dag, s.s. hommabrandarar. Sá niðurskurður hefði að ósekju einnig mátt ná til at- riða þar sem ólögráða unglingur og rænulaus hjúkrunarkona voru látin líkja eftir kynlífsathöfnum, enda þreytt grín þar á ferð. Þýðing og heimfærsla Gísla Rúnars Jónssonar var vel úr garði gerð. Val hans á nöfnum persóna sem snúa mætti út úr var skemmtilegt og leiktextinn þjáll og ekki spillti síðan fyrir að leik- urum gafst tækifæri á að vísa í sam- tímaatburði á borð við verkfall lækna og nýfundna faraómaura. Beint í æð er dæmigerður farsi og af viðtökum á frumsýningu að dæma stendur hann vel undir þeim vænt- ingum sem gerðar eru til slíkra verka, þrátt fyrir heldur yfirkeyrðan fyrirgang í upphafi og aðra hnökra sem hér hafa verið nefndir. Æsispennandi kapphlaup Borgarleikhúsið Beint í æð bbbnn Eftir Ray Cooney. Íslensk þýðing og heimfærsla: Gísli Rúnar Jónsson. Leik- stjórn: Halldóra Geirharðsdóttir. Leik- mynd og búningar: Helga I. Stefáns- dóttir. Lýsing: Þórður Orri Pétursson. Tónlist: Ólafur Björn Ólafsson. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir. Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Guðjón Davíð Karlsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Sigurður Þór Ósk- arsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Valur Freyr Einarsson, Þórunn Arna Kristjáns- dóttir, Halldór Gylfason, Sigrún Edda Björnsdóttir og Örn Árnason. Frumsýn- ing á Stóra sviði Borgarleikhússins föstudaginn 31. október 2014. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Ljósmynd/Grímur Bjarnason Dæmigerður „Beint í æð er dæmigerður farsi og af viðtökum á frumsýningu að dæma stendur hann vel undir þeim væntingum sem gerðar eru til slíkra verka,“ segir meðal annars í leikdómi um Beint í æð eftir Ray Cooney. TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Ísl. tal POWERSÝNING KL. 10:00 -H.S., MBL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 16 16 Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð L JOHN WICK Sýnd kl. 8-10:00 (power) GRAFIR OG BEIN Sýnd kl. 6 - 8 BORGRÍKI 2 Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:10 FURY Sýnd kl. 10:10 KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 5:50 ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Töff, naglhörð og dúndurskemmtileg hefndarmynd sem ætti alls ekki að valda hasarunnendum vonbrigðum. -T.V. - Bíóvefurinn.is Hörku spennumynd Keanu Reeves

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.