Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2014 3 Sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs Við leitum að metnaðarfullum leiðtoga til að stýra nýju velferðar- og mannréttindasviði. Undir sviðið heyrir félagsleg ráðgjöf og fjárhagsaðstoð, húsnæðismál, barnavernd, málefni aldraðra, málefni fatlaðra, atvinnumál, jafnréttis- og mannréttindamál. Meðal brýnna verkefna á næstu árum er að móta stefnu í þjónustu við aldraða og fatlaða einstaklinga, fylgja eftir framkvæmdaáætlun í mannréttinda- málum og þróa samráð við fulltrúa helstu hagsmunahópa. Ennfremur að móta verkferla og undirbúa stefnu sviðsins í þjónustu- og gæðamálum. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Fagleg forysta í málaflokkum sem heyra undir sviðið • Undirbúningur mála og eftirlit með að ákvörðunum velferðar- og mannréttindaráðs sé framfylgt • Yfirstjórn stofnana sem heyra undir sviðið • Yfirumsjón með gerð starfs- og fjárhags- áætlunar sviðsins og eftirfylgni • Mótun gæða- og þjónustustefnu sviðsins Menntunar- og hæfnikröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsnám á sviði stjórnunar æskilegt • Reynsla af stefnumótun og breytingastjórnun • Stjórnunarreynsla og reynsla af opinberri stjórnsýslu • Mikil samskipta- og samstarfshæfni • Hæfni í framsetningu á efni í ræðu og riti • Góð þekking og reynsla af fjárhagsáætlanagerð Ráðið er í stöður sviðsstjóra hjá Akraneskaupstað í 5 ár í senn með möguleika á endurráðningu. Nánari upplýsingar um starfið veitir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri í síma 4331000. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðning fyrir hæfni í starfið. Umsóknarfrestur er t.o.m. 14. desember næstkomandi. Akraneskaupstaður auglýsir eftir öflugum leiðtoga Do you need a nanny or „Mary Poppins“ to look after your children? I am a kindergarten teacher from Germany and would like to work for 1 year in Island. I am fascinated by the people and the nature. I have good references. Speaking german, english and trying to learn icelandic Contact: dorle.roeckl@gmx.de RÁÐGJAFI Í SÖLUDEILD Leitum að öflugum ráðgjafa í söludeild Brimborgar fyrir nýja og notaða Mazda og Citroën bíla. Sæktu um núna á www.brimborg.is Umsóknarfrestur er til 24. nóvember Verkfall prófessora sem boð- að hefur verið dagana 1. til 15. desember lamar stærsta vinnustað landsins og því verður ekki trúað upp á stjórnvöld að þau láti slíkt gerast, öðru sinni. Staðan er óboðleg og verkfall á þessum viðkvæma tíma er ekki í þágu nemenda. Til langtíma litið er öllum í hag að byggja upp há- skóla sem eftirsóknarvert er að starfa við. Þetta segir í ályktun Stúdentaráðs Há- skóla Íslands sem samþykkt var í vikunni. Þar segir að hagur nem- enda sé að kjör prófessora standist samanburð við aðra háskóla. Því skuli gengið að samningaborði. Í ályktun segir að fyr- irhugað verkfall hafi slæm áhrif á áætlanir og fram- færslugetu námsmanna. „Óvissan sem því fylgir, að vita ekki hvort eða hvenær prófað verði úr námskeiði hefur ein og sér slæmar af- leiðingar fyrir nemendur. Of- an á hana leggst sú staðreynd að námslán verða ekki greidd út á réttum tíma, fyrir stóran hluta námsmanna, ef til verk- falls kemur. Námsmenn sem margir hverjir eru barnafólk, fengju ekki greidd námslán og eiga því á hættu að geta ekki séð fyrir sér og sínum,“ segir Stúdentaráð sem telur bagalegt hve sjaldan samn- ingsaðilar fundi. Fundi daglega „Stúdentaráð krefst þess af samningsaðilum að þeir sýni ábyrgð, hafi hag nemenda í huga og fundi daglega fram- vegis, svo leysa megi deil- urnar og afstýra verkfalli. Nemendur geta ekki unað við verkfall,“ segir Stúdentaráð. Morgunblaðið/Eggert Stúdentar Að ganga menntaveginn er braut til framtíðar. Óvissan slæm og framfærsla í hættu  Stúdentaráð HÍ vill samninga við prófessora  Sýnd sé ábyrgð Fulltrúar Landsbankans og Símafélagsins hafa gengið frá samkomulagi um að fyrr- nefnda félagið veiti bankanum altæka netþjónustu. Mun Símafélagið samkvæmt þessu reka og viðhalda tengileið Landsbankans inn á netið. „Við höfum lagt mikla áherslu á að byggja upp traust og öflug upplýsinga- og fjar- skiptakerfi og teljum okkur nú vera jafnoka stóru símafyr- irtækjanna á þessu sviði,“ seg- ir Brjánn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Símafélagsins, í tilkynningu. Þar er og haft eft- ir Ragnhildi Geirsdóttur, sem stýrir rekstar og upplýsinga- tæknisviði bankans, að miklu skipti fyrir starfsemina að fjarskipti séu bæði örugg og hröð. Á öllum sæstrengsleiðum Af Símafélaginu er það að segja að það hefur yfir að ráða eigin gagnasamböndum til Evrópu og Bandríkjanna um allar sæstrengsleiðir til og frá landinu. Samið hefur verið við alþjóðleg fjarskiptafyrirtæki um netþjónustu en áherslur Símafélagsins beinast að fyr- irtækjamarkaði. sbs@mbl.is Net Brjánn Jónsson frá Símafélaginu og Ragnhildur Geirs- dóttir Landsbankakona ganga frá samkomulagi. Fjarskipti örugg og hröð  Símafélagið tengir Landsbanka Hola, félag spænskumælandi fólks á Íslandi, heldur í dag kl. 16 kynningarfund að Laugavegi 178 í Reykjavík. Efni fundarins er í anda markmiða félagsins, það er að efla spænskumælandi til virkrar þátttöku í samfélag- inu. Á fundinum í dag verður Gerður Gestsdóttir frá Vinnumálastofnun með er- indi, og segir frá því hvernig gera á ferilskrá og hvernig skuli bera sig að við atvinnu- leit. Hún talar einnig um réttindi og skyldur á vinnu- markaði, svo sem launaseðla, kjarasamninga, orlof, veik- indarétt og uppsagnarfrest. Þá mun Margrét Jónsdóttir Njarðvík, vararæðismaður Spánar, ræða um menntun og möguleika á því sviði og hvernig standa skal að stofn- un fyrirtækja. Margt er í deiglunni á vett- vangi Hola. Félagið fékk ný- lega styrk frá Velferð- arráðuneytinu til að halda námskeið með það markmið að þátttakendur kynnist ís- lensku samfélagi sem auð- veldi þeim þátttöku og geri lífið innihaldsríkara. sbs@mbl.is Spænskumælandi verði virkari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.