Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2014 5 Raðauglýsingar 569 1100 Útboð Veiðifélag Álftár á Mýrum, Borgarbyggð, óskar hér með eftir tilboðum í lax- og silungsveiði í Álftá á Mýrum til þriggja ára (2015-2017) eða fimm ára (2015-2019), að báðum árum meðtöldum, samkvæmt meðfylgjandi útboðsskilmálum og fyrir- liggjandi upplýsingum. Útboðsgögn verða afhent hjá Guðbrandi Brynjúlfssyni, Brúarlandi, Borgarbyggð. Útboðsgögnin verða eingöngu send út á rafrænu formi. Þeir sem óska eftir gögnum snúi sér til Guðbrands Brynjúlfssonar, netfang: buvangur@emax.is, s. 844-0429 eða 437-1817. Tilboðum skal skila til formanns Veiðifélags Álftár á Mýrum, Halldórs Gunnlaugssonar, Hundastapa, 311 Borgarbyggð, merkt Útboð v/ Álftár á Mýrum. Frestur til að skila tilboði rennur út fimmtu- daginn 27. nóvember 2014 kl. 14.00. Tilboðin verða opnuð laugardaginn 29. nóvember kl. 14.00, í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska, í veiðihúsi Álftár á Mýrum í landi Arnarstapa, Borgarbyggð. F.h.Veiðifélags Álftár á Mýrum Halldór Gunnlaugsson, formaður Veiði Til sölu Útboð Faxaflóahafnir sf. óska eftir tilboðum í verkið: Göngubrýr við Sjóminjasafnið Handrið 2014 Verkið felst í smíði og uppsetningu á handriðum úr stáli á göngubrýr við Sjóminjasafnið Víkin í Vesturbugt í Gömlu höfninni í Reykjavík. Um er að ræða 192 m af handriðum. Verklok eru 13.mars 2015. Útboðsgögn verða afhent án gjalds á stafrænu formi með því að senda beiðni á netfangið akranes.utbod@mannvit.is, frá miðvikudeginum 19.nóvember 2014. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Faxaflóahafna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík, fimmtudaginn, 4.desember 2014 kl. 11:00. Bókasprengja hjá Þorvaldi í Kolaportinu laugardag og sunnudag 50% afsláttur af öllum bókum Ath! Aðeins þessa einu helgi Tilboð/útboð *Nýtt í auglýsingu *15692 Útboð á ræstingarþjónustu fyrir Rekstrarfélag Stjórnarráðsins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og velferðarráðu- neytið Ríkiskaup, fyrir hönd Rekstrarfélags Stjórnar- ráðsins (RFS), kt 420169-0439, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis (ANR), kt. 710812-0120 og velferðarráðuneytis (VEL), kt. 601210-1340, óska eftir tilboðum í ræstingar á húsnæði því sem kaupendur hafa umsjón með. Óskað er eftir tilboðum í reglulega almenna dagræstingu á ársgrundvelli. Útboðið nær til fimm (5) bygginga hjá Rekstrarfélagi Stjórnarráðsins, alls 10.717 m², einnar (1) byggingar 1.385 m² hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og einnar (1) byggingar 2.455 m² hjá velferðarráðuneyti. Heildarstærð gólfa í þessum 7 byggingum er samtals 14.557 m². Kaupendur gera kröfur til bjóðanda í umhverfis- og gæðamálum og gera kröfur um Svansvottun eða sambærilegt. Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is Opnunartími tilboða er 22. desember 2014 kl. 11.00 hjá Ríkiskaupum. Útboð nr. 20150 Þeistareykjavirkjun Byggingar Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í byggingu stöðvarhúss fyrirhugaðrar Þeistareykja- virkjunar í Þingeyjarsveit samkvæmt útboðs- gögnum nr. 20150. Í megindráttum felst verkið í byggingu stöðvarhúss og þróa undir kæliturna. Verktaki skal skila stöðvarhúsi tilbúnu með öllum búnaði, föstum innréttingum og hús- kerfum, sem tengjast byggingunum sjálfum. Stöðvarhús er um 127x43 metrar að grunn- fleti, en húsið skiptist í vélasali, tengibygg- ingu og þjónustukjarna auk grófvinnuverk- stæðis. Vélasalir og grófvinnuverkstæði eru samtengd stálgrindarhús á staðsteyptum undirstöðum og undir vélasölum er steyptur kjallari að hluta.Tengibygging og þjónustu- kjarni eru staðsteypt. Steyptar þrær undir kæliturna eru um 50x20 metrar að grunnfleti hvor og er dýpt þeirra um 1,5 metrar. Helstu magntölur í verkinu eru: (1) Gröftur 5.000 m³ (2) Burðarfyllingar 15.000 m³ (3) Steinsteypa 7.000 m³ (4) Járnbending 490 tonn (5) Mótafletir 25.000 m² (6) Stálgrindur húsa 420 tonn (7) Gólffletir (nettó) 7.750 m² (8) Utanhússklæðningar 3.650 m² (9) Þök 4.600 m² (10) Rafstrengir og raftaugar 70 km (11) Lampar 920 stk. (12) Loftræsting 170.000 m³/klst. Verkinu skal að fullu lokið 30. nóvember 2016. Útboðsgögn eru aðgengileg á útboðsvef Landsvirkjunar, http://utbod.lv.is Tilboðum skal skila til Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, fyrir klukkan 12.00 fimmtu- daginn 22. janúar 2015. þar sem þau verða opnuð kl. 1.:00 sama dag og lesin upp að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Guðný Kristjánsdóttur fékk í vikunni Súluna, menning- arverðlaun Reykjanesbæjar, fyrir árið 2014. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa unnið vel að menningu og listum og var þetta í átjánda sinn sem Súlan var afhent. Verðlaunagripurinn er hannaður og smíðaður af keflvísku listakonunni El- ísabetu Ásberg. Formaður menningarráðs Reykjanes- bæjar, Eva Björk Sveins- dóttir, afhenti verðlaunin fyrir hönd bæjarstjórnar. Það var árið 1981 sem Guðný, þá fjórtán ára göm- ul, steig fyrst á svið með Leikfélagi Keflavíkur í hlut- verki hérakrílis í Rauðhettu og úlfinum. Um tvítugt kom Guðný af fullri alvöru inn í starf leikfélagsins með þátt- töku í verkinu Skemmtiferð á vígvöllinn í leikstjórn Huldu Ólafsdóttur, sem Guðný segir eiga stóran þátt í því að hún byrjaði í leik- list. Heiðarskóli og Gargandi snilld „Um þetta leyti voru hjól Leikfélagsins farin að snú- ast á nýjan leik eftir að hafa staðið í stað um nokkurt skeið. Síðan hefur ekkert stöðvað framgang leik- félagsins og hefur Guðný staðið þar í stafni,“ segir í frétt frá Reykjanesbæ. Þar kemur fram að á ferli sínum hafi Guðný tekið þátt í upp- setningu á 31 leikverki hjá leikfélaginu, auk verkefna í tengslum við þrettándagleði, Ljósanótt, 17. júní og fleira. Þá hefur hún leikstýrt tveimur verkum fyrir félag- ið ásamt öðrum. Vorið 1989 kom Guðný inn í stjórn leik- félagsins og hefur setið þar síðan, nánast óslitið, og unn- ið málefnum félagsins fram- gang á ýmsum sviðum. Í dag starfar Guðný við leiklistarkennslu í Heið- arskóla og rekur fyrirtækið Gargandi snilld sem heldur úti leiklistar- og söng- námskeiðum fyrir krakka frá 7 ára aldri. Megi blómstra og skila fjölbreytni „Það eru því mikil verð- mæti fólgin í því að skóli geti skapað þannig aðstöðu fyrir unga fólkið að það fái tækifæri til að rækta eins mikið af hæfileikum sínum og völ er á, svo það megi blómstra og skila okkur fjöl- breytni, bættu mannlífi, skapandi hugsun og nýjum lausnum. Þannig geta hinir ólíku þættir menningar- innar, svo sem skóli, listir og atvinnulíf, spilað saman og stutt hver við annan með heillavænlegri útkomu fyrir alla,“ segir í frétt frá Reykjanesbæ. sbs@mbl.is Menning Frá afhendingu Súlunnar: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ, leikkonan Guðný Kristjánsdóttir og Eva Björk Sveinsdóttir, formaður menningarráðs. Unga fólkið fái að rækta hæfileika  Súlan var afhent  Guðný fékk menningarverðlaunin Stjórn Landssambands lög- reglumanna lýsir í ályktun sem samþykkt var í vikunni yfir fullum stuðningi við Læknafélag Íslands í þeirri baráttu sem félagið nú stend- ur í fyrir bættum kjörum fyr- ir sína félagsmenn. Harmað er að ríkið skuli hafa hleypt málum í þann farveg, að komið hafi til verkfalls. Lögreglumenn óttast, seg- ir í ályktun, að heilbrigð- iskerfi landsmanna sem nú þegar sé afar illa statt vegna gegndarlauss niðurskurðar margra undangenginna ára, muni bíða varanlega skaða af óbilgirni ríkisvaldsins er kemur að launakröfum ís- lenskra lækna. Ljóst sé að velmenntaðir íslenskir læknar eigi mjög auðvelt að sækja í mun betur launuð störf utan Íslands. Veruleg hætta sé á því að læknar, starfandi hér á landi, leiti til útlanda í betur launuð störf og betra starfsumhverfi. Einnig að læknar sem þegar eru erlendis, ýmist í sér- fræðinámi eða vinnu, snúi ekki til baka. „LL þekkir vel, af eigin raun og verandi stéttarfélag án verkfallsréttar, hvernig það er að vera samningslaust svo mánuðum skipti og hvet- ur stjórnvöld til að ganga nú þegar frá kjarasamningi við Læknafélag Íslands,“ segir í ályktun. Lögreglumenn styðja lækna Morgunblaðið/Þórður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.