Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2014
Laus er til umsóknar staða yfirvélaviðgerðamanns á
verkstæði Golfklúbbi Reykjavíkur í Grafarholti.
Starfssvið:
• Umsjón, eftirlit- og viðgerðir á vélum félagsins.
Menntun og hæfniskröfur;
• Menntun í; Vélvirkjun, bifvélavirkjun eða önnur menntun
í vélafræði.
• Reynsla og þekking í: Almennum viðgerðum, rafmagns-
viðgerðum, vökvakerfum.
• Vinnuvélapróf.
• Færni í mannlegum samskiptum.
• Stundvísi, frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
• Vinnutími er frá kl. 7-15 mánudaga–föstudaga.
• Góð laun í boði.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Garðar Eyland í
síma 660-9755 eða á gardar@grgolf.is
Golfklúbbur Reykjavíkur auglýsir
eftir vélaviðgerðarmanni á verkstæði
klúbbsins í Grafarholti.
Vélaviðgerðarmaður
Ó. Johnson & Kaaber ehf
Óskar eftir sölumanni til starfa á Akureyri
Starfið felst í kaffiþjónustu og sölu til fyrirtækja og
stofnana.
Viðkomandi þarf að vera drífandi og skipulagður auk
þess að vera góður í mannlegum samskiptum.
Gott væri ef viðkomandi hefði reynslu af sölu-
mennsku til fyrirtækja eða kaffiþjónustu.
Þeim sem hafa áhuga er bent að leggja inn umsókn
og ferilskrá á póstfang ooj@ojk.is
Fullum trúnaði heitið
Hjúkrunarheimili
Skjól hjúkrunarheimili
Kleppsvegi 64, 104 Reykjavík
Iðjuþjálfi
Óskum eftir iðjuþjálfa til starfa frá 1. febrúar
2015. Starfshlutfall samkomulag.
Hæfniskröfur:
Próf í iðjuþjálfun frá skóla viðurkenndum af
Heimssamtökum í iðjuþjálfun (WFOT)
Umsóknir þurfa að berast fyrir 30. nóv. nk.
Upplýsingar veita:
Guðný H. Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri hjúkrunar.
Sími 522 5600, netfang gudny@skjol.is
eða
Sigurbjörn Björnsson,
framkvæmdastjóri lækninga.
Sími 5225600 sigbb@skjol.is
Skjól hjúkrunarheimili,
Kleppsvegi 64, 104 Reykjavík.
Sími 522 5600.
Skjól er reyklaus vinnustaður.
Starf í Noregi
Lyfsöluleyfishafi/lyfjafræðingur
í Ditt Apotek Amfi Os
Við leitum að lyfjafræðingi sem helst hefur reynslu sem
yfirmaður. Hann þarf að vera metnaðargjarn og hafa mikla
þjónustulund til viðskiptavina og samstarfsaðila í heilbrigðis-
þjónustunni. Góð samskiptahæfni er mikilvæg í apótekinu.
Starfsmenn verða að læra/kunna góða norsku bæði munn-
lega og skriflega. Staðan er laus frá 1. febrúar 2015 eða eftir
samkomulagi. Góð laun og vinnuskilmálar
eftir nánara samkomulagi.
Umsóknarfrestur: Sem fyrst
Nánari upplýsingar
veitir framkvæmda-
stjórinn Håvard Røkke
(+47-91104825)
Umsóknir sendist til
jobb@apovest.no
Eftirlitsaðili
skipasmíði í Kína
Skipasýn ehf. auglýsir eftir aðila til að annast eftirlit
vegna smíði tveggja ísfisktogara fyrir Vinnslustöðina
hf. í Vestmannaeyjum og Hraðfrystihúsið-Gunnvör
hf. á Ísafirði. Togararnir verða smíðaðir í skipasmíða-
stöðinni Huanghai Shipbuilding Co. Ltd. í borginni
Rongcheng, Shandong Province í Kína.
Starfssvið:
Starfið felur í sér yfireftirlit með smíði skipanna frá
því smíði hefst fram að afhendingu skipanna til
eiganda. Viðkomandi þarf að vera staðsettur í Kína á
meðan á smíðinni stendur. Starfið krefst mikilla
samskipta við fólk og þarf viðkomandi m.a. að vera í
reglulegu sambandi við eigendur og hönnuði.
Ráðningartími:
Gert er ráð fyrir að eftirlitsaðili hefji störf um
áramótin 2014-2015 og starfi fram á mitt ár 2016.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Vélfræði-, véltæknifræði- eða skipatæknifræði-
menntun eða sambærileg menntun.
Góð tök á ensku.
Almenn tölvukunnátta.
Góð færni í rituðu máli, reynsla af skýrslugerð.
Reynsla af skipasmíði, að hafa starfað sem
vélstjóri á fiskiskipi eða reynsla af eftirliti með
skipasmíði er kostur.
Umsóknir og fylgiskjöl sendist til Skipasýn ehf.,
Grandagarði 14, 101 Reykjavík, rafrænar umsóknir
sendist á rakel@skipasyn.is. Einnig er hægt að óska
eftir nánari upplýsingum um starfið sem veittar eru í
samráði við eigendur á þetta sama netfang eða í
síma 561 9595.
Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 2014.
GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ!
MOGGINN Í
IPADINN
WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD
Um síðustu áramót voru
27.447 innflytjendur á Íslandi
eða 8,4% þeirra sem landið
byggja. Það er fjölgun frá því
í fyrra þegar innflytjendur
voru 8,1% landsmanna eða
25.926 manns. Í annarri kyn-
slóð innflytjenda fjölgaði
einnig á milli ára, í henni
voru 3.204 í fyrra en 3.532 nú.
Samanlagt var fyrsta og önn-
ur kynslóð innflytjenda 9,5%
af mannfjöldanum og hefur
það hlutfall einungis verið
hærra árið 2009, eða 9,6%.
Einstaklingum með erlendan
bakgrunn, öðrum en innflytj-
endum, fjölgaði einnig lít-
illega milli ára, voru 6,4%
mannfjöldans í fyrra en eru
6,5% nú.
Innflytjandi er ein-
staklingur sem er fæddur er-
lendis og á foreldra sem einn-
ig eru fæddir í útlöndum, svo
og báðir afar hans og báðar
ömmur. Í annarri kynslóð
innflytjenda eru ein-
staklingar sem fæddir eru á
Íslandi og eiga foreldra sem
báðir eru innflytjendur. Fólk
er talið hafa erlendan bak-
grunn ef annað foreldrið er
erlent, segir í frétt á vef Hag-
stofu Íslands.
Eins og síðustu ár eru Pól-
verjar langfjölmennasti hóp-
ur innflytjenda hér á landi.
Hinn 1. janúar síðastliðinn
var 10.141 hér á landi sem
átti uppruna sinn í Póllandi
eða 36,9% allra innflytjenda.
Þar á eftir koma innflytj-
endur frá Filippseyjum og
Litháen, 5,2% frá hvoru land-
inu.
Þann 1. janúar síðastliðinn
bjuggu 20.689 fyrstu og ann-
arrar kynslóðar innflytjendur
á höfuðborgarsvæðinu, 66,8%
allra innflytjenda á landinu.
Hlutfall þessa hóps af heild-
armannfjölda var hæst á
Vestfjörðum, en þar eru
13,2% íbúanna innflytjendur
af fyrstu eða annarri kynslóð.
Næsthæst er hlutfallið á Suð-
urnesjum þar sem 13,1%
mannfjöldans er innflytj-
endur eða börn þeirra. Lægst
er þetta hlutfall á Norður-
landi vestra, en þar eru um
4,5% mannfjöldans innflytj-
endur eða börn þeirra
597 fengu
ríkisborgararétt í fyrra
Í fyrra fengu 597 ein-
staklingar íslenskan rík-
isborgararétt og er það nokk-
ur fjölgun frá fyrra ári, þegar
413 einstaklingar fengu ís-
lenskt ríkisfang. Af þeim 597
einstaklingum sem fengu ís-
lenskt ríkisfang voru flestir
frá Póllandi og Filippseyjum,
eða 89 frá hvoru landi um sig.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Rósa Braga
Innflytjendur Fólk af erlendum uppruna er í aðalhlutverki til
dæmis í framleiðslugreinum svo sem matvælavinnslunni.
Innflytjendum
fjölgar áfram
Eru orðnir 8,4% þjóðarinnar
Flestir á höfuðborgarsvæðinu
Þekkingarsetur Suðurnesja,
ásamt stoðstofnunum þess,
Náttúrustofu Suðvesturlands
og Rannsóknasetri Háskóla
Íslands á Suðurnesjum, varð
á dögunum 71. aðili að INT-
ERACT (International Net-
work for Terrestrial Rese-
arch and Monitoring in the
Arctic). Það er er alþjóðlegt
net rannsóknastöðva á norð-
lægum slóðum sem fengið
hefur peninga úr ramma-
áætlunum Evrópusambands-
ins um rannsóknir og þróun.
Meginhlutverk INTERACT
er að byggja upp aðstöðu og
þekkingu til að skilgreina og
bregðast við umhverfisbreyt-
ingum á norðlægum slóðum.
Erlent samstarf
Í aðild Þekkingarsetursins
að INTERACT eru sögð fel-
ast margs konar tækifæri
fyrir starfsemi í Sandgerði,
auk samstarfsmöguleika við
fjölmarga erlenda vís-
indamenn og rannsókna-
stofnanir á norðurslóðum.
Tvær aðrar íslenskar rann-
sóknastöðvar eru aðilar að
INTERACT; stöðvarnar á
Litla-Skarði í Borgarfirði og
á Raufarhöfn.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Vísindi Úr heimsókn Terry Callaghan, umsjónarmanns INT-
ERACT, í Þekkingarsetrið í Sandgerði á dögunum.
Aðild opnar tækifæri
Þekkingarsetur Suðurnesja til
samstarfs á vettvangi INTERACT