Selfoss - 16.01.2014, Side 6

Selfoss - 16.01.2014, Side 6
16. janúar 2014 FRÁ GRIKKLANDI Ég hef áður minnst á grísk-an mat. Gríska eldhúsið er dæmigert Mijarðarhafseld- hús þar sem eru áhrif frá Balkanskag- anum, Tyrklandi og Mið – Aust- urlöndum. Hefðbundinn grískur matur er einfaldur, litríkur og hlaðinn bragð- miklum kryddum. Þótt margir rétt- ir beri keim af forsögu Grikklands, bera þeir sín sérkenni sem lítið hafa breyst í gegnum árin. Grísk mat- argerðarlist hefur langa hefð fyrir vandaða matargerð. Við fórum í fyrrasumar með tvo átján ára ömmustráka í vikuferð til Grikklands. Þeir heilluðust af matn- um sem og öðru. Guðjón Helgi sem er búsettur í Hollandi fékk óskagjöf- ina í desember sem er bók á hol- lensku um Gríska eldhúsið. Þegar við vorum í heimsókn hjá þeim á aðventunni fannst okkur tilvalið að hafa grískt kvöld. Hann valdi þrjár uppskriftiir úr bókinni góðu. Dæmigerðar grískar uppskriftir. Einn grænmetisrétt, einn fiskrétt og svo dæmigerðar lambafarsbollur. Á markaðnum fengum við svo í sölu- básnum hjá „Grikkjanum“ ólífur, tatziki, hrognakæfu, eggaldinmauk, hummus, alvöru fetaost, ekta grískt jógúrt og allskonar grænmeti. Grænmetisrétturinn er mjög skemmtilegur bæði sem réttur og sem meðlæti. Eggaldin -og tómata „kökur“. u.þ.b. 800 gr. eggaldin 1,5 dl. ólívuolía 2 stórir laukar, fínskornir 3 hvítlauksrif, pressuð eða skorin mjög fínt 500 gr. vel þroskaðir tómatar, fín- skornir og afhýddir ef vill (má nota niðursoðna) 1½ tsk. þurrkað óregano og timjan ½ tsk. sykur 3 msk. söxuð steinselja (helst flat- laufa) 1 msk. tómatpúrra, uppleyst í 1,5 dl. af heitu vatni Salt og pipar eftir smekk Aðferð. Skerið eggaldin í u.þ.b. sentimetra þykkar sneiðar og steikið upp úr helmingnum af ólívuolíunni þar til sneiðarnar eru ljósbrúnar báðum megin. Einnig er hægt að pensla sneiðarnar með olíu og grilla á grillpönnu. Hitið olíu í potti eða pönnu og steikið laukinn þar til hann er ljós- brúnn. Bætið hvítlauknum við og steikið í smá stund. Setjið tómatana, tómatpúrruna, óregano, timjan, sykur, salt og pipar og sjóðið sósuna undir loki í u.þ.b. korter. Hrærið af og til og bætið steinselju við í lokin. Hitið ofninn í 190 gráður. Raðið eggaldinsneiðunum í eldfast mót eða ofnskúffu og setjið 1-2 msk. af tómatmauki á hverja sneið. Bakið í 20-25 mín. Hægt er að bera réttinn fram hvort sem er heitann eða við stofuhita. Smokkfiskur með kartöflum. 1 kg. smokkfiskur, hreinsaður og snyrtur 1,5 dl. ólívuolía 1 stór laukur eða 2 minni (u.þ.b. 225 gr.) fínsaxaður 1,75. dl. hvítvín 3 dl. heitt vatn 500 gr kartöflur, afhýddar og skornar í bita 4-5 vorlaukar, saxaðir Safi úr einni sítrónu 4 msk. ferskt dill Salt og pipar eftir smekk Aðferð. Smokkfiskurinn skorinn í 2 cm þykkar ræmur. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann hef- ur tekið á sig ljósbrúnan lit. Bætið smokkfisknum á pönnuna og steikið þar til allur vökvi hefur gufað upp, tekur 10-15 mín. Hellið hvítvíni á pönnuna og leyfið að sjóða niður áður en vatninu er bætt við. Eldið undir loki í 10 mín. Bætið kartöflum, vorlauk, sítrónusafa, salti og pipar og vatni ef með þarf þannig að fljóti yfir. Sjóðið undir loki í 40 mín. eða þar til smokkfiskurinn er orðinn mjúkur. Bætið dillinu á pönnuna og sjóðið í 5 mínútur í viðbót. Hér hefur stundum verið hægt að fá frosinn smokkfisk sneiddan í hringjum. Smokkfiskur er mikið borðaður í Grikklandi. Ef notaður er annar fiskur má ekki sjóða hann svona mikið heldur bæta honum í pottinn rétt í lokin. Kjötbollur í tómatsósu Bollur: 50 gr. brauðmylsna 1,5 dl.mjólk 675 gr. lambahakk eða blandað nauta-og svínahakk 2 msk. raspaður laukur, eða einn lítill mjög fínt saxaður 3 hvítlauksrif, pressuð 2 tsk. cummin (broddkúmen) 2 msk. flatlaufa steinselja, fínsöxuð Hveiti til að velta bollunum upp úr Ólívuolía til steikingar Tómatsósa: 2 dósir af söxuðum tómötum 1 tsk. sykur 2 lárviðarlauf 1 lítill laukur, fínsaxaður Salt og pipar Aðferð. Blandið í skál hráefnunum fyrir bollurnar, ásamt góðum skammti af salt og pipar og vinnið vel saman. Mótið bollur með höndunum og veltið upp úr hveitinu. Hitið olíu á pönnu og steikið bollurnar í u.þ.b. 8 mín. þar til þær eru vel brúnaðar. Takið til hliðar og setjið hráefnin í tómatsósuna á pönnuna. Látið sós- una sjóða í 20 mín., bætið bollunum við og sjóðið í 10 mín. í viðbót. Þetta var frábært kvöld með grískri músik og góðri stemningu. En skemmtilegast var að elda með ömmustráknum mínum. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. Kveðja, KS 6 Allt í einum pakka í Víkingastræti Öðruvísi stemmning w w w . f j o r u k r a i n . i s - P ö n t u n a r s í m i : 5 6 5 1 2 1 3 Þrumandi þorrablót að hætti Víkinga hefjast 24.janúar ATH. Morgunmatur innifalinn í öllum pökkum.Tilboð gilda til 30. apríl 2014. Aukanótt í 2ja manna herbergi kr. 5.000, á mann. 1. Þorrapakki: Gisting, bjór og þorrahlaðborð. Víkingasveitin leikur fyrir matargesti. Tveggja manna herbergi kr. 13.400 á mann. Þorrahlaðborð án gistingar kr. 6.600 á mann. 2. Árshátíðarpakki: Gisting með fordrykk og þriggja rétta hátíðarkvöldverði. Tveggja manna herbergi kr. 13.700 á mann. 3. Sælkerapakki: Gisting og kvöldverður með þriggja rétta sælkeraveislu. Tveggja manna herbergi kr. 13.000 á mann. Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar. www.fjorukrain.is HLIÐ ÁLFTANESI Veitingar og gisting Hlið á Álftanesi Við kynnum nýjan möguleika í mat og gistingu. Verið velkomin Víkingasveitin leikur fyrir matargesti öll kvöldin eins og þeim einum er lagið. Gerum tilboð fyrir hópa í gistingu og mat Sérréttamatseðill Pakkatilboð í Víkingastræti Að hætti hússins Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is

x

Selfoss

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.