Selfoss - 16.01.2014, Síða 8

Selfoss - 16.01.2014, Síða 8
8 16. janúar 2014 Jólin kvödd á Suðurlandi Það er óhætt að segja að jólin hafi verið kvödd með pompi og prakt um allt Suðurland á þrettándanum. Fjölmenni var við jólalok þrett- ándakvöld á Selfossi. Blysför hélt frá Tryggvaskála klukkan átta um kvöld að brennustæði á tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt var í þrettándabálkesti. Álfar og tröll og jólasveinar slæddust með og virt- ust taka því fagnandi. Mikilvægur dagur hjá þeim þar sem sagt er að álfar og huldufólk hafi vistaskipti á þrettándanum. Eitthvað virtust jóla- sveinarnir líka hafa ruglast í alman- akinu. Kertasníkir fer síðastur sveina úr mannabyggð til fjalla, en fleiri en hann höfðu augljóslega brugðið sér með. Glæsileg flugeldasýning lýsti upp himininn. Að venju var þrett- ándahátíðin í árvökulum höndum Ungmennafélags Selfoss og Björg- unarfélags Árborgar. Þrettándinn markar tímamót hjá fjölskyldum. Sól rís hærra með hverjum degi. Jólin hátið ljóss að baki. Börnin sýna afrakstur leiks og starfs á jólaskemmtunum. Jó- laundirbúningurinn tekur ærinn tíma, en aðventan hlýtur æ stærra pláss í hjörtum mannanna. Þús- undir Íslendinga búa erlendis og heimsóknir út eða heim í jólafríi eru kærkomnar. ÞHH

x

Selfoss

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.