Selfoss - 13.02.2014, Blaðsíða 2

Selfoss - 13.02.2014, Blaðsíða 2
2 13. febrúar 2014 Takmarkaður áhugi á eldfjalli við Biskupstungnaafleggjara? Bæjarráð Árborgar fjallaði á fundi 6. feb. um hugmynd þá að verslanamiðstöð mm. við gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar. Eins og kunnugt er hafa birst skissur af miðstöðinni þar sem m. a. getur að líta spúandi eldfjall. Bæjarráð segir að ekki verði ráðist í deiliskipulag af svæðinu. Vegagerðin endurskoði veglínu Suðurlandsvegar. „. Í dag liggur ekkert vilyrði fyrir af hálfu Sveitarfélagsins Árborgar um lóð við Biskupstungnabraut og verður ekki ráðist í deiliskipulag þess svæðis á þessu kjörtímabili. Enginn samningur er á milli Gatnamóta ehf. og sveitarfélags- ins og verður ekki farið í úthlutun lóða við Biskupstungnabraut enda liggur ekki endanleg veglína fyrir.“ Lögð verði áhersla á að byggja upp miðbæ Selfoss og aðra byggðakjarna. Græn svæði og verslunargötur með göngu- og hjólastígum. ÞHH Hugnast ekki nafngiftin „Hinn árlegi Suðurlandsskjálfti“ Bæjarráð Hveragerðisbæjar fjallaði 16. janúar sl. um bréf sem barst frá SASS. Í fundargerð má lesa: Í bréfinu er kynntur „Hinn árlegi Suðurlandsskjálfti“ en það er hátíð sem haldin verður á Suðurlandi í mars/ apríl með inntakið „Matur – saga – menning“ Bæjarráð setur fyrirvara við nafnið á viðburðinum sem virkar mjög neikvætt þar sem það vísar til erfiðrar upplifunar íbúa á svæðinu. Óeðlilegt er að tengja slíkan atburð við skemmtun. Erindinu var síðan vísað til menn- ingar-, íþrótta- og frístundanefndar. Sama bæjarráð ályktaði á fundi 6. febrúar um garðyrkjunám að Reykjum. „Brýnt er að glata ekki þeirri þekkingu, reynslu og aðstöðu sem þar er að finna,“ segir m.a. í samþykktinni. Bæjarráð felur bæjar- stjóra og formanni bæjarráðs að ræða við rektor Landbúnaðarháskólans „vegna þeirra breytinga á umhverfi skólans sem í farvatninu eru.“ Er þar átt við umræðuna um sameiningu skólans við Háskóla Íslands. Á bæjarráðsfundinum 6.2. voru opnuð tilboð í sorphirðu. Lægsta boð kom frá Gámaþjónustunni en ekki tekin afstaða til tilboðanna og málinu vísað til bæjarstjórnar. „Stjórnvöld skáka í því skjólinu“ „Eins og er sjáum við ekkert annað en áframhaldandi halla-rekstur sem sveitarsjóður þarf að bera. Mér finnst dálítið eins og stjórnvöld skáki í því skjólinu að ekki er vilji til þess í sveitarstjórn- um að láta ónógt fjármagn bitna á íbúum þessara heimila,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri um rekstur Hjallatúns í Mýrdalshreppi. Í blað- inu í dag er fjallað um rekstur hjúkr- unar- og dvalarheimila á Suðurlandi. Viðvarandi hallarekstur blasir við hjá flestum. Ekki er nóg tekið tillit til aðstæðna í dreifbýli er meðal þess sem kemur fram í viðtölum við for- stöðumenn. Sjá frekar á síðum 8-9. Gáfu sveitarfélaginu sínu handaför allra á leikskólanum Börn og starfsfólk á Leikskól-anum Örk á Hvolsvelli færðu sveitarfélaginu sínu skemmti- legt listaverk á degi leikskólans, 6. febrúar. Listaverkið er handaför þeirra allra barna og starfsmanna, um 130 talsins. Ísólfur Gylfi, sveitarstjóri, tók við gjöfinni og spilaði undir í nokkrum lögum og börnin sungu hástöfum við þetta tækifæri. 130 handaför. Hjallatún, hjúkrunar- og dvalarheimili í Vík (og heilsugæslan framar á mynd) Hveragerði. Mynd af vef sveitarfélagsins Við biskupstungnaafleggjara Nú er bara að bíða og vona Enn er ekki ljóst hvort styrk-ur sá (IPA) sem Háskólafélag Suðurlands fékk frá Evrópu- sambandinu komi til greiðslu að fullu. Við greindum frá því í Sel- fosss-Suðurlandi 19. desember sl. að ESB hygðist segja samningum upp. Háskólafélaginu gafst kostur á að bregðast við formlegri tilkynningu ESB sem barst 6. desember. „Af IPA er það að frétta að við sendum okkar viðbrögð til Brüssel 20. desember. Síðan fréttist ekkert fyrr en síðari hluta janúar. Þá stóð víst til að senda uppsagnarbréfin til Íslands en fyrir milligöngu starfs- manna utanríkisráðuneytisins var komið á fjarfundi styrkþega með fulltrúum framkvæmdastjórnar- innar mánudaginn 27. janúar. Við sendum síðan frekari gögn til þeirra á þriðjudeginum og sl. föstudag (31. jan) fengum við svo aftur fjarfund með Brüssel. Niðurstaða hans var sú að við sendum enn frekari gögn í gær, miðvikudag, og nú bara bíðum við og vonum hið besta. Einhverj- um IPA samningum mun nú þegar hafa verið sagt upp,“ segir Sigurður Sigursveinsson, framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlamds í samtali við blaðið í fyrri viku. Um verkefnið sagði Sigurður fyrr í sumar: „Þetta byrjar í rauninni með átaksverkefninu Net þekkingar frá Markarfljóti að Skeiðará, en það fól í sér tilraun til að greina vaxtar- möguleika á svæðinu. Jarðvangurinn er meginafurð þessa verkefnis og ég held að það hafi skipt máli að þetta var ekki einhver skýrsla "sérfræðinga að sunnan" heldur greining fólks sem hafði bæði þekkingu og áhuga á að þróa raunhæft byggðarþró- unarverkefni fyrir svæðið. Ég held að stærsti ávinningur sveitanna verði fjölgun heilsársstarfa í ferðaþjónust- unni og þar með möguleikar unga fólksins í héraðinu að skapa sér lifi- brauð þar.“ Háskólafélagið er í samstarfi við fjölmargar aðila. Hér gengur Sigurður Sig- ursveinsson frá samningi við rektor Háskólans á akureyri. Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Hfj • Sími 588 3355 www.4h.is Mikið úrval auka og varahluta í flestar gerðir hjóla. Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Haf • S. 588 3355 www.4h.is Eigum til reimar í miklu úrvali í flestar gerðir snjósleða og fjórhjóla.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.