Selfoss - 13.02.2014, Blaðsíða 4

Selfoss - 13.02.2014, Blaðsíða 4
4 13. febrúar 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 3. TBL. 3. ÁRGANGUR 2014 Selfoss inn á hvert heimili! Hellisheiðin lagfærð Þær væru tilbúnar í Hveradala-brekkunni að hefjast handa við lagfæringu á veginum yfir Hellisheiði. Það á að breikka veginn og veitir ekki af. Verklok eru áætluð 2015. Tíðin hefur verið góð það sem af er vetri. Fjölbreytt og vaxandi starfsemi hjá Fræðslunetinu á vorönn - Austur-Skaftafellssýsla bætist við starfssvæðið Starfsemi vorannar Fræðslu-netsins – símenntunar á Suðurlandi er nú komin á fullan skrið. Mikið er um að vera og námsmenn fjölmargir, bæði í form- legu námi og stökum námskeið- um. Formlegt nám, eða svokallaðar námsbrautir fara fram á Selfossi og Þorlákshöfn þessa önnina en annað nám og námskeið vítt og breitt um Suðurland. Leiðbeinendur eru um 100 á hverju ári og námsmenn yfir 1.000. Fastir starfsmenn eru tíu. Um áramótin var formlega samþykkt í stjórn Fræðslunetsins að víkka út starfssvæðið og er nú sveitarfélagið Hornafjörður orðið hluti af starf- seminni. Við það hefur hvorki meira né minna en heil sýsla bæst við starfssvæðið. Við þá breytingu mun starfsemin vaxa og starfsfólki fjölga. Þegar hefur verið auglýst eftir náms- og starfsráðgjafa á Hornafirði. Hluti af starfsemi Fræðslunetsins er að þjónusta aðra aðila sem halda námskeið, s. s. Birtu starfsendurhæf- ingu Suðurlands, Kötlu jarðvang og fleiri. Allar upplýsingar um starfsem- ina má sjá á vefnum http:/ / fraeds- lunet.is. Þar er einnig hægt að skrá sig á námskeið. Til fróðleiks og gamans er hér birt yfirlit af starfsemi vikunnar, sem er eins og sjá má afar fjöl- breytt. Vinnslustöðin með 4,4% heildarkvóta Vinnslustöðin í Vestmanna-eyjum er í 6. sæti í úthlut-uðum afla í byrjun árs skv. tölum frá Fiskistofu. Heildar- þorskígildi fyrirtækis nemur 4,4% af heildarkvóta. Ísfélag Vestmanna- eyja er með 3.6%. Mestur kvóti er hjá HB Granda 12,3%. Útreikningur til þorskígilda miðast við allar tegundir aðrar en þær sem alfarið veiðast utan ís- lenskrar lögsögu en eru þó kvóta- bundnar, þ. e. þorskur í Barents- hafi og rækja á Flæmingjagrunni eru ekki talin með. Mánudagur 10. febrúar 2014 10.00 – 12.00 Fjölheimar: Litaðu lífið - Birta starfsendurhæfing 10.00 – 14.00 Þorlákshöfn: Landnemaskóli II 10.20 – 11.40 Fjölheimar: Hollur og góður heimilismatur 10.20 – 11.40 Fjölheimar: Lestur og ritun 13.10 – 14.30 Fjölheimar: Rofar og umhverfisstjórnun 15.00 – 16.00 Fjarkennsla: Vaxtarsprotar í Kötlu jarðvangi 16.30 – 17.50 Fjölheimar: Hollur og góður heimilismatur 16.30 – 17.50 Fjölheimar: Myndlist 17.10 – 20.00 Fjölheimar: Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum 17.20 – 19.30 Þorlákshöfn: Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum 17.30 – 20.30 Fjölheimar: Leikskólabrú 2. önn – fjarkennsla 17.15 – 20.15 Fjölheimar: Félagsliðabrú 18.00 – 20.10 Fjölheimar: Lærðu á iPad 18.00 – 20.10 Vík: Íslenska I og II 18.00 – 20.50 Fjölheimar: Íslenska III 18.00 – 20.50 Hvolsvöllur: Íslenska II 18.00 – 21.30 Hvolsvöllur: Handmálun og spaði, framhaldsnámskeið 19.00 – 21.50 Flúðir: Íslenska III Þriðjudagur 11. febrúar 10.00 – 14.00 Þorlákshöfn: Landnemaskóli II 13.00 – 14.30 Fjölheimar: Lífsstíll og heilsa 19.20 – 20.40 Fjölheimar: Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum 17.20 – 19.30 Þorlákshöfn: Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum 17.30 – 20.20 Reykholt: Íslenska II 18.00 – 20.10 Fjölheimar: Tölvur II 19:30 – 22:00 Fjölheimar: Íslenska I 19.00 – 21.50 Flúðir: Íslenska III Miðvikudagur 12. febrúar 09.30 – 12.00 Fjölheimar: Draumar og drekar 10.00 – 17.00 Hvolsvöllur: Vinnuverndar- og réttindanámskeið fyrir bændur, LBHÍ 10.00 – 14.00 Þorlákshöfn: Landnemaskóli 13.10 – 14.10 Fjölheimar: Mál, tjáning og sjálfsmynd 13.15 – 15.45 Fjölheimar: Úr skuldum í jafnvægi, fjármálanámskeið 14.00 – 16.00 Fjarfundur: Vaxtarsprotar í Kötlu jarðvangi - Upplifun, sérstaða 16.10 – 17.30 Fjölheimar: Prjónasmiðja 16.10 – 17.30 Fsu: Smíði 16.10 – 17.30 Fjölheimar: Tónlist, skynjun og samspil 17.10 – 20.40 Fjölheimar: Nám og þjálfun 17.15 – 20.15 Fjölheimar: Félagsliðabrú 17.20 – 19.30 Þorlákshöfn: Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum 17.30 – 20.30 Fjölheimar: Leikskólabrú 18.00 – 20.10 Vík: Íslenska I og II 18.00 – 20.50 Fjölheimar: Íslenska III 18.00 – 20.50 Hvolsvöllur Íslenska II 19.00 – 21.30 Fjarfundur: Staðarleiðsögn á jarðvangi II Fimmtudagur 13. febrúar 10.00 – 14.00 Þorlákshöfn: Landnemaskóli II 10.00 – 17.00 Hvolsvöllur Vinnuverndar- og réttindanámskeið fyrir bændur 13.00 – 14.30 Fjölheimar: Bætt andleg líðan 13.40 – 15.00 Fjölheimar: Hollur og góður heimilismatur 13.40 – 15.00 Fjölheimar: Lestur og ritun 16.10 – 17.10 Fjölheimar: Tónlist, söngur og hljóðfæri 16.10 – 17.30 Fjölheimar: Lærðu um réttindi þín 17.00 – 19.00 Klaustur: Íslenska I – IV 17.10 – 20.00 Fjölheimar: Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum 17.10 – 20.50 Fjölheimar: Orkering 17.20 – 19.30 Þorlákshöfn: Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum 17.30 – 20.20 Reykholt: Íslenska II 18.00 – 20.10 Fjölheimar: Tölvur II 18.00 – 20.50 Fjölheimar: Íslenska I Mikið starf fer fram í fjölheimum á Selfossi. Myndin er tekin við vígslu húsnæðisins Mynd: ÞHH úr Vestmannaeyjahöfn. Mynd: ÞHH

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.