Selfoss - 13.02.2014, Blaðsíða 6

Selfoss - 13.02.2014, Blaðsíða 6
13. febrúar 20146 Hvað getur þú gert fyrir þína heilsu? Líkamleg og andleg endurhæfing hjá HNLFÍ Hafðu samband við lækninn þinn og kannaðu þína möguleika. Nánari upplýsingar í síma 483 0300 og á vefsíðunni www.hnlfi.is - berum ábyrgð á eigin heilsu Dvöl á Heilsustofnun gefur einstakt tækifæri til að huga að andlegri og líkamlegri líðan og t.d. koma reglu á hreyfingu, næringu og svefn. Læknisfræðileg endurhæfing á Heilsustofnun er góður kostur og miðar að því að ná mestri mögulegri færni og lífsgæðum og viðhalda þeim. 10 | SÓKNARFÆRI Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Símar: 467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441 „Þróun á veiðarfærum er mikilvægur þáttur í starfi netaverkstæða Ísnets. Þegar veiðarfæri er þróað, annað- hvort frá grunni eða eldri gerðir veiðarfæra endurbættar, þá er í öll- um tilfellum unnið með skipstjórum fiskiskipa annars vegar og birgjum félagsins hins vegar. Það er megin markmið okkar að prófa þau veiðar- færi sem við þróum í tilraunatanki til að fá sem bestar niðurstöður um veiðarfærin áður en þau eru fram- leidd í raunstærð,“ segja þeir Birkir Agnarsson framleiðslustjóri og Kári Páll Jónasson rekstrarstjóri hjá Ísneti en í október fór um 50 manna hóp- ur frá Ísfelli til Hirtshals í Dan- mörku þar sem ný dragnót og rækjutroll frá fyrirtækinu voru kynnt. Í hópnum voru innlendir og erlendir viðskiptamenn félagsins, ásamt fulltrúum frá Selstad, Mor- gére og Garware Wall-Ropes og starfsmönnum Ísfells. Hægt er að segja að hópurinn hafi verið fjöl- þjóðlegur þar sem gestir voru frá Ís- landi, Grænlandi, Færeyjum, Dan- mörku, Noregi, Frakklandi, Þýska- landi, Kanada og Indlandi. Ný dragnót lítur dagsins ljós Starfsfólk Ísnets hefur undanfarna mánuði þróað nýja gerð dragnótar. Á meðan á þróunarferlinu stóð var verkefnið unnið í samstarfi við skip- stjóra á dragnótabátum. Megin markmiðið var að hanna alhliða dragnót sem væri létt í drætti og fari vel í sjó. „Í hönnuninni var lögð áhersla á góða lárétta og lóðrétta opnun, styrk og góða endingu sem og einfaldleika í allri meðhöndlun. Meðal nýjunga í dragnótinni er ný gerð af neti frá Garware sem heitir SNG. Netið er ný kynslóð af Safír neti sem er mun sterkara og nún- ingsþolnara en hefðbundið PE net. Með þessu neti er hægt að hafa efnið grennra án þess að skerða styrk og endingu. Þá var möskvastærð einnig breytt frá hefðbundnum dragnótum til þess að létta hana í drætti og gera hana fisknari,“ segir Birkir en meðal annarra nýjunga má nefna breyting- ar á lögun á dragnótinni, fiskilínu, höfuðlínu og fótreipi. „Viðbrögð skipstjóra, sem voru viðstaddir tankprófun á dragnótinni, voru strax jákvæð og nú þegar er bú- ið að panta hjá okkur dragnætur af þessari gerð. Það var samdóma álit viðstaddra að um vel heppnaða hönnun væri um að ræða sem von- andi á eftir að skila sér í auknu og hagkvæmara fiskiríi,“ segir Birkir. Ísnet 2967 Lukkutroll Á undanförnum árum hefur Ísnet unnið að þróun á svokölluðu Luk- kutrolli til rækjuveiða í samstarfi við Ómar Þorleifsson, skipstjóra á Sig- urborgu SH frá Grundarfirði. Sigur- borgin hefur notað Lukkutroll frá árinu 2005 með ýmsum breytingum sem gerðar hafa verið frá upphaflega trollinu sem var 2512 möskva. Nýjasta útfærslan af trollinu var svo skoðuð í áðurnefndri tankferð til Hirtshals en um er að ræða 2967 möskva troll og segja þeir Birkir og Kári að mönnum hafi borið saman um að trollið liti mjög vel út í tanknum. Lukkutrollið hefur lengst af verið eingöngu úr Safírneti, en í nýja trollinu er auk þess notað hnútalaust Dyneema net til að létta það enn frekar í drætti. Í upphafi var Lukkutrollið tveggja grandara og er það ennþá valmöguleiki þó nýjasta útgáfan sé þriggja grandara. „Ísnet kynnti þetta troll á síðasta ári fyrir öðrum viðskiptavinum og hafa nokkur slík verið afhent undan- farið, bæði úr Safírneti, Dyneema og einnig venjulegu PE neti. Kúlurnar, sem við mælum með á trollið, eru svokallaðar Hydro kúlur frá Castro á Spáni sem er nýjung hjá Ísneti. Þær líta út eins og golfkúlur á yfirborð- inu og eru hannaðar til að veita minna togviðnám. Þess má geta að trollið hefur ekki einungis gefist vel við rækjuveiðar heldur veiðir það grálúðu einnig vel en núorðið má hirða þann fisk sem kemur í rækjutroll með svokölluð- um yfirpoka. Það má því segja að Lukkutrollið sé alhliða troll sem tek- ur bæði hátt og breitt og hægt er að fá í öllum stærðum,“ segir Kári. Ísnet 4200 Gigantus „breiðskafa“ til rækjuveiða Gigantus troll er einnig nýjung frá Ísneti og var það hannað í samstarfi við Selstad í Noregi. Meginmark- miðið við hönnunina segja Birkir og Kári að hafi verið hönnun á trolli sem væri fyrst og fremst breitt og létt í drætti en þyrfti ekki að taka neitt sérstaklega hátt. „Ísnet hefur þegar framleitt tvö Gigantus troll fyrir grænlenska rækjutrogarann Qaqqatsiaq og þau voru að stærstum hluta gerð úr Saf- írneti en þó var notað hnútalaust Dyneema í hluta af yfir- og hliðar- byrðum. Qaqqatsiag hefur náð góð- um árangri með þessi troll og en skipið dregur tvö 3960 möskva troll. Við veiðarnar hafa bæði verið notað- ir hefðbundnir botntrollshlerar eða flottrollshlerum.“ isfell.is Fylgst með prófunum á Lukkutrolli í tanknum í Hirtshals og áhuginn leynir sér ekki. Rækjutroll Gigantus, 4200 möska. Dragnót, 38 faðma. Rækjutroll (Lukkutroll), 2967 möskva. Dragnót, 38 fm í köstun. Ísnet: Ný hönnun á dragnót og Lukkutroll SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Háþrýstidælur Vinnuþjarkar ætlaðir til daglegra nota HD 10/25-4 S ■ Vinnuþrýstingur 30-250 bör ■ 500-1000 ltr/klst ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX ■ Vinnuþrýstingur 30-160 bör ■ 230-600 ltr/klst ■ 15 m slönguhjól ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% Nemendur í Flóaskóla safna fyrir ferð norður: Yfir hálf illjó í boði! Kæru íbúar Flóahrepps. Þannig hefst bréf nem-enda í 10. bekk í Flóaskóla. Þau ætla að safna peningum fyrir útskriftarferð norður í Skagafjörð í vor ( á Skagafjarðarleika). „Af þessu tilefni viljum við leita til ykkar sveitunga okkar um að fá hjá ykkur tómar skilagjaldsumbúð- ir, flöskur ( plast og gler ) og dósir.“ Og þau boða komu sína á næstu vikum. En hversu mikið er hugsanlega undir? Fréttamiðlar hafa sagt frá því að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi hent áldósum, plast- og glerflöskum fyrir 192 milljónir króna á síðasta ári. Íbúar í Flóahreppi voru 639. Íbúar á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru um 200 þúsund. Með þetta í huga og að jafn miklu sé hent af dósum og flöskum (og jafn mikið drukkið af þessum veigum) í Flóan- um eins og á höfuðborgarsvæðinu ættu krakkarnir í Flóaskóla að geta safnað dósum og flöskum fyrir að minnsta kosti hálfa milljón á árinu. Og þá er bara verið að tala um þann hluta sem fer í sorp! Gangi ykkur vel. ÞHH Fræðst um ljósleiðara­ væðingu - í Gamla fjósinu á Steinum Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur boðað til fund-ar um ljósleiðaravæðingu. Verður hann haldinn í Gamla Fjósinu á Steinum, þriðjudaginn 18. febrúar n. k. kl.14:00. Fræðst verður um ljós- leiðaravæðingu í Öræfum og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og um undirbúning að hugsanlegri ljósleiðaravæðingu í hluta Mýr- dalshrepps. Að því loknu verða almennar umræður. Gistinóttum á Suðurlandi í desember fjölgaði um 66% milli ára Á Suðurlandi voru gistinætur 9.600 í desember sem er aukning um 66% frá fyrra ári. Á öllu árinu 2013 voru gistinæt- ur á heilsárshótelum á Suðurlandi 232500 og fjölgar þeim jafnt og þétt milli ára. Ferðamanntíminn lengist. Norðurljósin lokka erlenda ferða- menn um miðjan vetur. Athygli vekur að útlenskir ferða- menn eru í miklum meirihluta. Í fyrra voru gistinætur erlendra ferðamanna samtals 188872 en 43626 íslenskra ferðalanga. Flestir gesta voru bresk- ir. Næturgisting þeirra reyndist vera rúm 40 þúsund, næst komu Þjóð- verjar: 33.700 og Bandaríkjamanna 30 þúsund. Norðurlandabúar gistu rúmar 18 þúsund nætur, franskir 13 þúsund, Japanir tæpar 7 þúsund og Kínverjar 2681 nótt árið 2013. Ferðamannatíminn lengist. Frið- rik Pálsson hótelhaldari á Rangá hefur sagt frá því að það sé helst apríl og maí sem falli útundan. Vetrartíminn glæðist. Þökk sé þeim sem vilja skoða norðurljós. Einar Benediktsson reyndist sannspár fyrir öld er hann taldi að það mætti selja norðurljósin! Og það eru fleiri en Friðrik sem sjá viðskipti á grunni Einars Ben. Á Hellu er að rísa mik- ið gistihús sem þeir feðgar Hreiðar Hermannsson og Hermann Hreiðar- sson reisa. Og hótelin spretta fram um allt Suðurland. Myndin sem hér fylgir sýnir norðurljós fyrir utan nýja hótelið sem reis á grunni Ketilsstaða- skóla í Mýrdal. Lilla átti vinkonu í næsta húsi. Það hét Garður. Pabbi hennar og mamma hétu Billa og Emil. Voru þau hvort um sig svo mikilhæf að hægt væri að skrifa um það heila bók. Kötu vinkonu hennar langaði svo mikið að eignast kött, en hún mátti ekki hafa hann heima hjá sér. Lilla var nú ekki lengi að redda því. Við fáum kött og eigum hann báðar, og hann verður hjá mér í Smiðjunni. Og nú hófst leitin að kettlingnum. Þeim kom saman um að hann ætti að vera gulur og hvítur. Hún finn- ur ennþá fiðringinn, hvað þetta var gaman. Svo gaut læðan hjá Ninnu og Kalla í litla Watneshúsi. Þær völdu úr mörgum kettlingum, einn gulan og hvítan. Þegar hann stækkaði kom í ljós að hann var hálfur angóruköttur. Gemma og Jóhansen áttu stóran angórukött, brúnflekkóttan, hann var trúlega pabbinn. Þær létu hana heita Sísí og var hún óvenju falleg og eru til margar myndir af þeim með hana. En hún átti aldrei kettlinga, sumir kölluðu hana viðrini. Það er kannski samkynhneigð í dag. ÖrsÖgur LiLLu í smiðju (2) Þessir krakkar í flóaskóla eiga eftir að bregða sér norður eins og 10. bekk- ingar gera í vor.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.