Selfoss - 13.02.2014, Blaðsíða 12

Selfoss - 13.02.2014, Blaðsíða 12
Vöruval góð verslun í alfaraleið Ný tilboð vikulega Heimsendingarþjónusta Opið frá 7:30-19 virka daga og 10-19 um helgar Leikskólastjóri Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir leikskólastjórum frá og með 1. maí 2014 við: • Leikskólann Hulduheima • Leikskólann Jötunheima Hulduheimar og Jötunheimar eru báðir nýlegir sex deilda leikskólar á Selfossi. Leitað er að áhugasömum og metn- aðarfullum stjórnendum með leikskólakennararéttindi og stjórnunarreynslu. Í sveitarfélaginu búa um 8 þúsund manns, lögð er áhersla á eflingu skólastarfs, snemmtæka íhlutun og gott samstarf foreldra og helstu fagaðila sem koma að málefnum barnanna. Meginverkefni: - Veita faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. - Stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi, fjármálum og rekstri skólans. - Bera ábyrgð á stefnumörkun skólans sem tekur meðal annars mið af skólastefnu sveitarfélagsins og aðalnám- skrá leikskóla. Menntun og færnikröfur: - Leikskólakennararéttindi áskilin. - Menntun og reynsla í stjórnun æskileg. - Færni í mannlegum samskiptum. - Áhugi og hæfni í starfi með börnum. - Leiðtoga- og skipulagshæfileikar. - Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri, sími 480-1900, 852-3918 og thorsteinnhj@arborg.is. Áhugasamir geta sent umsóknir á thorsteinnhj@arborg.is eða í pósti merktum fræðslusviði Árborgar v/leikskóla- stjóra, Austurvegi 2, 800 Selfoss. Umsóknarfrestur er til 3. mars 2014. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um störfin. Laun fara eftir kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. 13. febrúar 2014 LAMBATAGINE Nú ætla ég að elda mat sem er ættaður frá Marokkó. Hann er upphaflega eld- aður í Tagine en því miður á ég ekki þannig ílát og læt mér nægja stóra pönnu. Tagine er ákveðin tegund af potti/ pönnu, venjulega gerð úr þungum leir, terracotta, sem er með ein- kennandi loki sem oftast hefur keilulaga útlit. Svona eldunarílát eru ákaflega algeng í Norður - Afríku; Marokkó, Líbíu, Túnis, Egyptalandi en ekki eins algeng í Evrópu, en eru að verða vinsælli með auknum áhuga á mat frá Norður- Afríku. Hvað er svona sérstakt við þessa potta? Sumir segja að lögunin geri það að verkum að vökvi safnist á annan hátt í lokið sem síðan þéttist aftur og fellur niður í kássuna sem verið er að elda - og þannig verð- ur maturinn ekki eins þurr. Tagine þykir afar hentugt til langeldunar. Einnig hefur verið talað um í lönd- um þar sem borðað er með fingrun- um sé þetta lag á íláti þægileg. Lambakjöt, sætir ávextir og krydd er mikið notað í matreiðslu frá þessu svæði. Í þessari uppskrift er: 2 stórir laukar 3 rif af hvítlauk eða eftir smekk 600 gr. af beinlausu lambakjöti (ég var með sirlonsneiðar með beinum og þá þarf meira – beinin gefa bragð) gæti verið fínt að nota súpukjöt, kannski bara ekki of feitt og lambaskankar eru líka tilvaldir Smjör eða olía til að steikja úr 1 1/2 msk. mulin kórianderfræ 1 tsk. steyttar kardimommur 3 tsk. harissamauk ( ég hef því mið- ur ekki rekist á það í búðum hér á Selfossi en fæst trúlega í Hagkaup- um og búðum sem selja vörur frá austurlöndum) 200 gr. þurrkaðar aprikósur 1 dl. rúsínur 1 dós tómatar 8-9 dl. lamba- eða kálfasoð (ten- ingur leystur upp í vatni) salt og pipar eftir smekk Kjötið brúnað. Laukur og hvít- laukur saxaðir niður og látið mýkj- ast með kjötinu. Kryddið látið veltast með í smjörinu eða olíunni. Þurrkuðu ávextirnir settir útí ásamt tómötum og soðinu. Látið sjóða á hægum hita í allt að einn og hálf- an tíma með lokið á pottinum eða pönnunni þangað til kjötið er meyrt. Steinselja eða kóriander er saxað smátt og sáldrað yfir þegar maturinn er borinn fram. Með þessu er gott að hafa kúskús (couscous) sem er einnig frá Norð- ur- Afríku. Ágætt að setja kúskús í skál og hella sjóðandi vatni yfir sem hænsnateningur hefur verið leystur upp í. Líka gott að setja svolítið smjör eða olíu þegar kúskúsið hefur drukkið í sig vatnið svo það klessist ekki jafn mikið saman Einnig er gott salat nauðsynlegt með. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. Kveðja, KS 12 Að hætti hússins Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is Tel að það dragi til tíðinda í lok vikunnar „Það er mjög sérkennileg staða innan ASÍ þegar sumir eru með samþykktan samning og aðr- ir með felldan samninginn,“ seg- ir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar í Árnessýslu. Báran og Drifandi í Vestmannaeyj- um eru komin í samflot með fleiri stéttarfélögum í kjarviðræðum eftir að félagsmenn felldu kjarasamning fyrir stuttu. „Starfsgreinasambandið fór með umboð til samningsgerðar þess kjarasamnings sem undirritaður var þann 21. desember sl. Núna eru þau félög sem eru að fara í samningagerð aftur með umboð til samningagerðar. Umboðið er hjá hverju félagi fyrir sig. Báran, stéttarfélags er komin í samflot með 7 öðrum félögum. Í því felst einnig samvinna við önnur sambönd og félög innan ASÍ. Því miður náðist ekki samstaða milli allra félaga um samstarf,“ segir Halldóra. Félögin hafa fundað með samtök- um atvinnulífsins fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. „Félagið ítrekaði kröfuna um hækkun lægstu launa, gildistíma samningsins auk annarra þátta. Nú erum við í biðstöðu en ég tel að það dragi til tíðinda í lok vikunnar. Ég held að það væri öllum fyrir bestu ef hægt væri að reyna að klára þessa samninga. Samtök atvinnulífsins eru óþreyttir að segja svigrúmið vera ekki neitt. Staðan er mjög óljós. Menn voru ekki búnir undir það að tæplega 50% af ASÍ felldu samninginn. Almennt héldu menn að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af þessum svokölluðu „fimmmenningum“ sem skrifuðu ekki undir. Svo verða allir í samn- ingaumhverfinu hálf ráðvilltir þegar Starfsgreinasambandið er ekki búið að semja (utan þeirra 5 félaga með samþykktan samning) því Starfs- greinasambandið hefur varðað leiðina hingað til,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir í samtali við blaðið. Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, for- maður bárunnar stéttarfélags í Árnes- sýslu.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.