Selfoss - 14.08.2014, Blaðsíða 9

Selfoss - 14.08.2014, Blaðsíða 9
914. ágúst 2014 Magnús settist að á Brunasandi sumarið1822 en nýbýlið er formlega stofnað með dómi á Kirkjubæjar- klaustri þann 10. maí 1823. Orustu- staðir voru settir fram að miðri 20. öld er bærinn fór í eyði. „Jarðfræði þessara héraða er mjög merkileg, því þar eru stórir jöklar og jökulár, er miklu hafa breytt, og auk þess einar hinar mestu eldstöðvar hér á landi; upptök Skaptáreldanna 1783 höfðu enn eigi verið nægilega rannsökuð, og enn var þar að mörgu fleiru að hyggja, er þýðingarmik- ið er fyrir landfræði og jarðfræði Íslands ...“ Þannig farast Þorvaldi Thorddsen orð eftir ferð sína um Skaftafellssýslur 1893. Þegar Þorvaldur Thoroddsen kemur niður á Brunasand 1893 magnast lýsingin: „Brunasandur er samsettur af vikurdusti og til helminga af smárri, lábarinni möl. Hverfisfljót rann fyrir Eldinn niður sandinn og kvíslaðist um hann allan, og er mölin eflaust árburður úr fljótinu; af því jökul- vatnið kvíslaðist um sandinn, gat þar enginn gróður þrifizt og því var þar enginn bær; hraunið rak Hverfisfljót austur á bóginn, og síðan sandur- inn losnaði við ágang jökulkvíslanna hefir hann stórkostlega gróið upp, enda sitra bergvatnslækir víða undan hraunröndinni. Frá hraunröndinni eru eintómar grasbreiður að sjá, svo langt sem augað eygir niður eptir; þó eru sandar fyrir neðan, en graslendið eykst árlega. Það er stófenglegt að sjá hvernig Eldurinn 1783 hefur gleypt Hverfis- fljótið og flutt það í heilu lagi austur á bóginn. Þetta má sjá með berum augum í dag. Eftir situr stórt sár í landinu. Sem vitnar um hamfar- ir.1893 lýsir Þorvaldur því hvenig hraunið „rak Hverfisfljót austur á bóginn.“ Og „síðan sandurinn losn- aði við ágang jökulkvíslanna hefir hann stórkostlega gróið upp, enda sitra bergvatnslækir víða undan hraunröndinni. Frá hraunröndinni eru eintómar grasbreiður að sjá, svo langt sem augað eygir niður eptir; þó eru sandar fyrir neðan, en graslendið eykst árlega.“ Við sjáum það með berum augum 230 árum eftir Skaftárelda hvernig land heldur áfram að mótast. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði, fræddi okkur um gróð- urfar og breytingar sem hafa orðið og sjá má á Brunasandi. Gróðurfar og ásýnd landsins eru að breytast vegna hlýnandi loftslags og aukinnar ræktunar. „Þetta eru gríðarlega mikl- ar og mjög hraðar breytingar,“ segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor í grasafræði við HÍ. „Þetta eru miklu hraðari breytingar heldur en flestar þær kynslóðir Íslendinga sem á und- an okkur eru gengnar hafa upplifað, ef kannski að undanskildum þeim sem komu hingað fyrst og voru mikil virkastar í því að eyða skóg- unum. (RÚV í júlí 2014) Myndir og texti: ÞHH Áhugahópurinn um Brunasand hyggst birta fyrstu niðurstöður rannsókna sinna í ritinu Dynskóg- um á vormánuðum 2015. Áður mun verða haldin ráðstefna um Brunasand. Þeir sem mynda hópinn sem er að skrifa um Brunasand („Bruna- sandshópurinn“) eru: Ásta Hermannsdóttir fornleifafræðingur Bergrún Óladóttir jarðfræðing- ur Edda Oddsdóttir líffræðingur Helgi Björnsson jöklafræðingur Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur Jón Hjartarson, talsmaður hópsins Júlíana Þóra Magnúsdóttir þjóðfræðingur Margrét Ólafsdóttir landfræðingur Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við HÍ Þau hafa margt í farteskinu þegar, en munu kynnast landi og samfélagi enn frekar. Það verður spennandi að fylgjast með skrif- um þeirra og tilhlökkunarefni að þau skuli ráðast að verki á Bruna- sandi. Yngstu sveit á Íslandi! 1893 eru þessir bæir á Brunasandi: Hraunból, Sléttabólsbæir tveir, Orrustustaðir, Hruni og Efri- Hruni eða Teigalækur, allir standa bæir þessir við hraunröndina nema Siéttabólsbæirnir, þeir eru á sandinum kippkorn fyrir neðan hraunið; túnblettirnir eru sum- staðar græddir út á sjálfri hraun- röndinni. Helgi Sæm í Alþýðubl. 26.8. 1967: Skaftfellingar tala snjalla íslenzku, enda láta þessi heiti í eyrum eins og söngur eða tónaseiður: Bruna- sandur, Dverghamrar, Eldvatn, Fagridalur, Foss, Hemra, Hólmur, Hvammur, Hverfisfljót, Klífandi, Langholt, Leiðvöllur, Reynir, Skál, Skálm, Skeiðflötur, Sólheimar, Stjórn, Súla og Systrastapi. áð og fræðst á sléttabóli. syðsti bær á Brunasandi. „Hvergi sést bær á öðru eins flatlendi.“ (g.Br.) Vötnin byltast að Brunasandi, bólgnar þar kvikan gljúp; landið ber sér á breiðum herðum bjartan og svalan hjúp; jötunninn stendur með járnstaf í hendi jafnan við Lómagnúp, kallar hann mig, og kallar hann þig ... kuldaleg rödd og djúp. (Jón Helgason) á gömlu þjóðleiðinni um Eldvatnstanga. Kaffi og lummur með Klaustursbleikju! áslaug Ólafsdóttir og Jón Hjartarson buðu heim á hlað í bústaðinn. Það varð að vaða Eldvatnið á seinni degi. síðan skall á mikil rigning. seinni dag. Þóra Ellen leiðir fólk í sannleikann um gróðurfar. Hann varð úti á sandi fyrir austan Eldvatnið. Er hann þar dysjaður uppi í hrauninu að vestanverðu, og hlaðin varða yfir. Eldvatnið liðast um með hrauninu.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.