Selfoss - 28.08.2014, Blaðsíða 2

Selfoss - 28.08.2014, Blaðsíða 2
2 28. ÁGÚST 2014 Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is SKÓLADAGAR 25% afsláttur af öllum vörum frá Flott föt fyrir flottar konur, stærðir 38-58 Íslandsmet í raunfærnimati! 78 einstaklingar útskrifuðust úr raunfærnimati hjá Fræðslunetinu 12. júní sl. Aldrei hafa fleiri út- skrifast í einu á landinu. Matið fór fram í fimm mismunandi greinum; slátrun, á stuðningsfulltrúabraut, í skrifstofufærni, verslunarfærni og á garðyrkjubrautum. „Bæjarstjóra bar að víkja af fundi“ Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfull- trúi vitnaði í samþykktir sveitar- félagsins er fjallað var um ráðn- ingarsamning Ástu Stefánsdóttur bæjarstjóra í Árborg. Fulltrúar S- lista létu bóka á bæjarstjórnarfundi: „Undirritaðar lýsa yfir vonbrigðum sínum með að framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, hafi ekki orðið við munnlegri ósk bæjarfulltrúa S- lista Eggerts Vals Guðmundssonar að víkja af fundi bæjarráðs, undir 10.dagskrárlið fundarins, er varð- aði afgreiðslu á ráðningarsamningi framkvæmdastjórans sjálfs. Það er skoðun undirritaðra bæjarfulltrúa að 17. grein samþykkta um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Árborgar hafi sannarlega átt við í þessu máli, en hún hljóðar svo. „Bæjarfulltrúa, nefndarfulltrúa eða starfsmanni sveitarfélagsins ber að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að afstaða hans mótist að einhverju leiti þar af“. Arna Ír Gunnars- dóttir bæjarfull- trúi S- lista Guð- laug Einarsdóttir varabæjarfulltrúi S- lista. Helgi S. Har- aldsson, B-lista, og Ásta Stefáns- dóttir, D-lista, tóku til máls.“ Ekki er tekið fram í fundargerð hvað bæjarstjóri hafi sagt. Er það alltaf jafn undarlegt að ekki skuli skráð hvað viðkomandi hafi sagt. Í þessu tilviki hefði verið lítið mál að fylgja leiðbeiningum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar segir um ritun fundargerða m.a: Með fundargerðum er tryggð varð- veisla mikilvægra upplýsinga, svo sem um það hvar og hvenær fundur sveit- arstjórnar fór fram, hverjir tóku þátt í fundinum, hvaða mál voru rædd, hverjir greiddu atkvæði með tillögu, hverjir á móti og hverjir sátu hjá, um niðurstöður mála og eftir atvikum um helstu rök að baki niðurstöð- um, eða beinar tilvísanir til gagna sem geyma slík rök.(feitletrun ÞHH) Það er feitletrunin sem hér á við sérstaklega. ÞHH Pensjónistinn hjólaði um Flóann „Pensjónistinn vaknaði í morgun klukkan langt gengin í sjö og leit út. Norðan andvari klappaði birkitrján- um í garðinum, svo efstu greinarnar hneigðu sig lítillega undan golunni og kinkuðu kolli. „Góðan daginn,“ sagði hann við sjálfan sig og leit til himins, þar var ekki ský að sjá utan smá hvítur hnoðri yfir Skálafelli á Hellisheiði, rétt til að minna á að ský væru enn til. Morgunninn var svo fallegur að pensjónistinn ákvað, að í dag ætlaði hann ekki að hafa neinar áhyggjur, aðeins njóta þess að vera til og búa á Íslandi og geta hjólað óvopnaður og óáreittur um Flóann.“ (Úr bloggi pensjónistans, Jóns Hjartarsonar) 23 sjómenn á Selfossi með yfir milljón Það vekur athygli í upptalningu Sunnlenska að af fjölmörgum sjó- mönnum með yfir eina milljón króna í mánaðartekjur á Suðurlandi í fyrra eru 23 skráðir á Selfossi. Sem sagt á þurru landi. Hæsta skatta á upplandinu ber þó stýrimaður í Rangárþingi ytra. það var og... Gætu Sunnlendingar orðið hamingjusamastir allra? Eða er það kannski ekki sérstaklega eftirsóknarvert? Eitt er víst. Hamingja ræðst ekki af óskiptum vilja. Hamingjan er sameiginlegt mark- mið. Til að byrja með gætum við spurt hvað okkur finnst brýnt að gera til að setja hamingjuna í ramma? Innan rammans ferðumst við svo. Ekki á kostnað annarra. En gætum við ekki sett upp kvarða? Þar kæmi fram það sem við viljum helst. Og hinum megin á kvarðanum væri það sem við vildum alls ekki að væri til staðar á þessu upplandi okkar? Sumt er á rammanum. Ytri skilyrði sem hlýtur að vera hægt að bæta. Tökum dæmi. Hvers vegna ekki að blanda sér í umræðu um málefni sem verður á döfinni innan ekki alls langs tíma. Hvað með brúna yfir Ölfusá hér við Selfoss. Og göngubrú yfir Ölfusá hér á Selfossi. Skiptir miklu máli. Er öryggisatriði. Hér gæti gerst stórslys. Við þurfum göngubrú strax! Hvers vegna vilja ekki fleiri tjá sig um brýn hagsmunamál? Á að bíða til næstu kosninga. Jafnrétti til náms er enn krafa sem setja verður á oddinn. Frásagnir í blaðinu í dag um gróskuna í Fræðslunetinu talar sínu máli. Þar er margt gert til að ná til þeirra sem þurfa eða sækjast eftir því að bæta búsetugæði og verða væntanlega hamingjusamari. En við þurfum líka að hugsa út fyrir rammann. Við höldum ýmislegt. Er það til dæmis rétt að allir vilji greiða minni skatta. Í fjárhagsreikningum sveitarfélaga er jafnvel tekið svo til orða að tekist hafi að ”lækka álögur á íbúa.” Eins konar kvaðir sem eru lagðar á íbúana. Sumir hugsa út fyrir rammann. Vilja jafnræði í stað sundurræðis. Danir eru t.d. hamingju- samasta þjóð í heimi. Hvers vegna? Er það af því að skattar eru þar miklu hærri en á Íslandi? Eða af því að tekjuskattar eru stighækkandi þannig að sá sem hefur hærri tekjur greiðir hlutfallslega hærri skatta en sá sem er tekjulægri. Er það vegna þess að hið opinbera tryggir fólki góðan lífeyri og fólk býr við öryggi félagslega? Eða af því að námslán og námsstyrkir eru ríkulegir? Það er einmitt vegna þessara þátta sem hér eru taldir fram sem Danir segjast vera hamingjusamir. Við þurfum að ræða hvert skal stefnt. Það er ekki sérfræðinga einna að fjalla um hag þjóðar. Hefjum umræðuna. Brjótum múra ef þeir þrengja að. Horfum út yfir og framúr. Og frameftir. Þorlákur Helgi Helgason Jafnræði í stað sundurræðis LEIÐARI Heimsforseti Kiwanis heimsótti stærsta Kiwanisklúbb Evrópu! Í fyrri viku var Gunter Gasser, heimsforseti Kiwanishreyfingar-innar og kona hans í heimsókn á Íslandi. Þau skruppu út í Eyjar og heilsuðu upp félaga þar. Kiwanis- klúbburinn Helgafell í Vestmanna- eyjum er sá stærsti í Evrópu! Forseti Helgafells er Ragnar Ragnarsson. Tæplega hundrað félagar eru í klúbbnum. Kiwanisfélagar eru um 600.000 í 8600 klúbbum í yfir 80 þjóðlönd- um. Í umdæminu Ísland Færeyjar eru félagar um 1000. Miðað við höfðatölu er umdæmið hinsvegar hið fjölmennasta í Kiwanisheimin- um. Tilefni komu Gunters var m.a. að fagna 50 ára starfsemi Kiwanis á Íslandi, en í ár minnast umdæm- isfélagar stofnunar fyrsta klúbbsins á Íslandi, Kiwanisklúbbsins Heklu í Reykjavík. Myndin er tekin í heimsókn heimsforsetans til Vestmannaeyja. Gunter er annar frá hægri á mynd. Kjötsúpuhátíðin 2014 Kjötsúpuhátíðin 2014 verð-ur haldin 29. - 30. ágúst á Hvolsvelli. Dómnefnd fer á stúfana og dæmir garða jafnt í dagsbirtu sem um dimmar næt- ur. Dagskrá er fjölbreytt og má þar finna götuball, sveitamarkað, hreppahreysti, brennu og vallarsöng og kjötsúpuball. Hluti hópsins sem útskrifaðist í vor. Arna Ír Gunnars- dóttir Pensjónistinn meðal hjólareiðavina – þó ekki í Flóanum

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.